Fjarðabyggð
Félagsmálanefnd - 161
**1. 2301074 - Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu - rannsókn**
|Davíð Samúelsson, frá samtökunum Hinsegin lífsgæði, mætti til sameiginlegs fundar nefndanna og kynnti rannsókn sem samtökin óska eftir að framkvæma með þátttöku starfsfólks grunnskóla í Fjarðabyggð. Félagið Hinsegin lífsgæði var stofnað í tengslum við verkefnið Hinseginn stuðningur í skólaumhverfinu. Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu og jafnréttisnefnd forsætisráðuneytisins og er ætlað að kanna hvað gert er til að stuðla að öryggi og góðri líðan hinsegin nemenda í skólaumhverfinu. Sérstaklega verður horft til þess hvort þörf sé á sérstökum stuðningsaðila fyrir hinsegin nemendur með sérþekkingu á málefnum hinsegin fólks. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við lektor í kennslu- og kynjafræðum við Háskólann á Akureyri og ráðgjöfum sem starfa að jafnréttis- og menntunarmálum í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Fræðsluyfirvöld Fjarðabyggðar heimila fulltrúum verkefnisins að leita eftir samstarfi við skólastjórnendur um þátttöku í verkefninu með það fyrir augum að þeir tilnefni fulltrúa í hverjum skóla fyrir sig til að taka þátt í því. Samkvæmt samstarfssamningi Hinsegin lífsgæða við mennta- og barnamálaráðuneytið eru verklok áætluð í apríl 2024. |
**2. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð**
|Haustið 2022 var skipaður sex manna starfshópur, þrír fulltrúar úr fræðslunefnd og þrír fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd til þess að vinna að áherslum í fræðslu- og frístundamálum Fjarðabyggðar fyrir árin 2023-2025. Starfshópurinn leitaði eftir hugmyndum hjá starfsfólki fræðslu- og frístundastofnana, 120. fundur fræðslunefndar 10.01.2023 241 Fjarðaforeldrum, íþróttafélögum, ungmennaráði, öldungaráði og fleirum. Fjölmörgum hugmyndum var skilað til starfshópsins sem mótaði í framhaldi drög að áherslum til þriggja ára. Drög að áherslum voru kynnt á opnum kynningarfundi í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar mánudaginn 9. janúar þar sem þátttakendur sögðu sitt álit og komu með ábendingar um breytingar. Fundurinn var í streymi þannig að þeir sem ekki gátu mætt til fundarins gátu tekið þátt í gegnum netið. Fyrir sameiginlegum fundi fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og félagsmálanefndar liggja áherslur í fræðslu- og frístundamálum 2023-2025 með áorðnum breytingum eftir kynningarfundinn. Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi áherslur fyrir sitt leyti. |
[Áherslur í fræðslu- og frístundamálum.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=z7WxqGOSPUiZasCtuCR0UA&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Áherslur í fræðslu- og frístundamálum.pdf)
**3. 2301026 - Samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu**
|Erindi frá Hornafirði um samstarf við barnaverndaþjónustu Fjarðabyggðar.|
[Tölvupóstur sveitarfélagsins Hornafjarðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=qiQs2sEsp0WdgRg8zIFdpA&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Tölvupóstur sveitarfélagsins Hornafjarðar.pdf)
**4. 2301002 - Undirritaður samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða barnavernd**
|Sviðstjóri fjölskyldusviðs var með kynningu á nýju fyrirkomulagi varðandi breytingu á barnaverndarlögum sem tóku gildi um áramótin 2023. Lögin varða breytingar á barnaverndarnefnd þannig að verksvið hennar skiptist annars vegar í verkefni umdæmisráðs, sem fer með þvingunarúrræði og hinsvegar utanumhald um þjónustu og upplýsingagjöf til stjórnsýslu sem fellur undir félagsmálanefnd. |
[Erindisbréf fyrir valnefnd.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=cKTbt204KEDmVGIVxrQSw&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Erindisbréf fyrir valnefnd.pdf)
[Skipunarbréf í umdæmisráð Landsbyggðar 2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=CmgNswFp0iJCHHJoisdoQ&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Skipunarbréf í umdæmisráð Landsbyggðar 2022.pdf)
**5. 2212065 - Vegna valdaframsal barnaverndarþjónustu**
|Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar.|
[Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hOGHUdgDHE6UkCYRaVaViw&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu.pdf)
**7. 2212121 - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027**
|Sviðstjóri fjölskyldusviðs kynnir tillögu að þingsáætlunar um aðgerðaáætlun í þjónustu við eldra fólk 2023-2027.|
Starfsfólki félasgmálanefndar er falið að skila inn umsögn í Samráðsgátt í samvinnu við félagsmálanefnd.
**8. 2211172 - Drög að reglum 2023**
|Tillögur að breytingum á reglum um þjónustuíbúðir aldraðra kynntar. Félagsmálanefnd samþykkir breytingar á reglum Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk. Málinu er vísað til bæjarráðs. |
[Minnisblað, þjónustuíbúðir.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=synrySdEykG1q272CToWKg&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Minnisblað, þjónustuíbúðir.pdf)
[Reglur um þjónustuíbúðir (track changes).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=77TAvviq006Fg10gpoTeXw1&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Reglur um þjónustuíbúðir (track changes).pdf)
[Reglur um þjónustuíbúðir, breyttar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=yT9358QQ10KCXSgYgzKFLA1&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Reglur um þjónustuíbúðir, breyttar.pdf)
**9. 2211172 - Drög að reglum 2023**
|Kynntar eru tillögur að breytingum á gjaldskrá um stuðningsþjónustu. Tillögur að breytingum um stuðningsþjónustu eru samþykktar og vísað til bærjarráðs.|
[Minnisblað, gjaldskrá stuðningsþjónustu.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=e27wkLIVkUWcE2QOxjzXQ&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Minnisblað, gjaldskrá stuðningsþjónustu.pdf)
[Gjaldskrá, stuðningsþjónusta, track ch.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=VKJ6c57lkqKjQOA27oIXA&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Gjaldskrá, stuðningsþjónusta, track ch.pdf)
[Gjaldskrá stuðningsþjónustu, breytt.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=oguhn3yIUIcXGmX_t6Q&meetingid=aGu3M5ktxU6r1lOs74b42g1
&filename=Gjaldskrá stuðningsþjónustu, breytt.pdf)