Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1563
==== 12. janúar 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Stjórnsýslukæra - Lóðarúthlutun Skarhólabraut 3 ==
[202212254](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212254#iz9z5mick062nnm6krl1q1)
Framkomin kæra vegna lóðaúthlutunar Skarhólabrautar 3 lögð fram til kynningar ásamt athugasemdum Mosfellsbæjar og úrskurði ráðuneytis vegna frestunar réttaráhrifa.
Lagt fram.
== 2. Skrá yfir störf sem undanþegin eru heimild til verkfalls ==
[201909226](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201909226#iz9z5mick062nnm6krl1q1)
Óskað eftir heimild til að auglýsa skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfalli. Lögmanni Mosfellsbæjar er falið að auglýsa skrána í B-deild Stjórnartíðinda.
== 3. Staða Hamra og samningarviðræður ==
[202212354](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212354#iz9z5mick062nnm6krl1q1)
Erindi frá framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins Hamra varðandi stöðu hjúkrunarheimilisins og samningaviðræðna við Sjúkratryggingar Íslands.
Lagt fram.
== 4. Kvíslarskóli - breytingar 1. hæð ==
[202209001](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202209001#iz9z5mick062nnm6krl1q1)
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út innréttingar í norðurhluta 1. hæðar Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út innréttingu norðurhluta 1. hæðar Kvíslarskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Lárus Elíasson, verkefnastjóri hjá Eignasjóði
== 5. Fyrirkomulag snjómoksturs í Mosfellsbæ 2022-2023 ==
[202301071](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301071#iz9z5mick062nnm6krl1q1)
Minnisblað umhverfissviðs um fyrirkomulag snjómokstur í Mosfellsbæ.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Bjarni Ásgeirsson, deildarstjóri þjónustudeildar, kynntu fyrirkomulag snjómoksturs í Mosfellsbæ. Bæjarráð vill koma á framfæri þökkum til verktaka, starfsfólks þjónstustöðvar og annarra starfsmanna fyrir vel unnin störf við krefjandi aðstæður.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Bjarni Ásgeirsson, deildarstjóri þjónustudeildar
[FylgiskjalFyrirkomulag snjómoksturs í Mosfellsbæ 2022-2023.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=BNT53OCezEagxBjbX6n6eg&meetingid=iz9z5MIcK062NnM6krl1Q1&filename=Fyrirkomulag snjómoksturs í Mosfellsbæ 2022-2023.pdf) [FylgiskjalSnjomokstur_forgangur_2022-2023_gotur_loftkort.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=JDBLhum4qkKmcGEJrexRrQ&meetingid=iz9z5MIcK062NnM6krl1Q1&filename=Snjomokstur_forgangur_2022-2023_gotur_loftkort.pdf) [FylgiskjalSnjomokstur_forgangur_2022-2023_gotur_loftmynd.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=5IApdX6E90iXzDQSr3_Hqw&meetingid=iz9z5MIcK062NnM6krl1Q1&filename=Snjomokstur_forgangur_2022-2023_gotur_loftmynd.pdf) [FylgiskjalSnjomokstur_forgangur_2022-2023_stigar_loftkort.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=9sRnooEj7Ee4tcqIWvEseA&meetingid=iz9z5MIcK062NnM6krl1Q1&filename=Snjomokstur_forgangur_2022-2023_stigar_loftkort.pdf) [FylgiskjalSnjomokstur_forgangur_2022-2023_stigar_loftmynd.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=i3uXaM7aQE6wQN2dBSZwaQ&meetingid=iz9z5MIcK062NnM6krl1Q1&filename=Snjomokstur_forgangur_2022-2023_stigar_loftmynd.pdf)
== 6. Götulýsing í Mosfellsbæ ==
[202212276](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212276#iz9z5mick062nnm6krl1q1)
Upplýsingar um nauðsynlegar breytingar tengdar götulýsingu í Mosfellsbæ.
Lagt fram.
== 7. Tímabundið áfengisleyfi - Þorrablót Aftureldingar 2023 ==
[202301042](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301042#iz9z5mick062nnm6krl1q1)
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Þorrablóts Aftureldingar.
Ásgeir Sveinsson víkur sæti við umræðu og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna Þorrablóts 22. janúar 2023 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
== 8. Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2023 ==
[202301137](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301137#iz9z5mick062nnm6krl1q1)
Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2023 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2023.