Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 216. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Á fundinum voru Ástríður Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, Elsa Þorbjarnardóttir var áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og Inga Berta Bergsdóttir fyrir foreldra í leikskólum. Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Gróa Erla Ragnvaldsdóttir f. h. kennara.
=== 1.Veikindi starfsfólks í leik- og grunnskólum ===
2212064
Íris Gunnarsdóttir gæða og mannauðsstjóri kemur til fundarins og fer yfir veikindi starfsfólks í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar.
Máli frestað til næsta fundar.
=== 2.Sumarlokun leikskóla Borgarbyggðar 2022 ===
2202106
Farið yfir áætlun um sumarlokun leikskóla hjá Borgarbyggð 2020 til 2024. Fara þarf yfir áætlunina fyrir 2023.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað.
Farið yfir áætlun um sumarlokun leikskóla hjá Borgarbyggð 2020 til 2024.
Fræðslunefnd leggur til að sumarlokun leikskóla í Borgarbyggð verði samrýmdi á milli allra leikskóla í sveitarfélaginu. Næsta sumar munu þeir loka frá 12.júlí til 9.ágúst. Það er meðal annars gert með það að leiðarljósi að allir foreldrar geti gengið að því vísu að leikskólar séu að opna fljótlega eftir Verslunarmannahelgi. Við gerð skóladagatals fyrir skólaárið 2023-2024 verður tekinn ákvörðun um sumarlokun fyrir 2024.
Sviðstjóra er falið að koma með tillögur varðandi 5.vikna sumarlokun leikskóla samhliða umræðu um starfsumhverfi leikskóla.
Farið yfir áætlun um sumarlokun leikskóla hjá Borgarbyggð 2020 til 2024.
Fræðslunefnd leggur til að sumarlokun leikskóla í Borgarbyggð verði samrýmdi á milli allra leikskóla í sveitarfélaginu. Næsta sumar munu þeir loka frá 12.júlí til 9.ágúst. Það er meðal annars gert með það að leiðarljósi að allir foreldrar geti gengið að því vísu að leikskólar séu að opna fljótlega eftir Verslunarmannahelgi. Við gerð skóladagatals fyrir skólaárið 2023-2024 verður tekinn ákvörðun um sumarlokun fyrir 2024.
Sviðstjóra er falið að koma með tillögur varðandi 5.vikna sumarlokun leikskóla samhliða umræðu um starfsumhverfi leikskóla.
=== 3.Skóladagatöl fyrir leik-, grunn- og tónlistaskóla Borgarbyggðar ===
2212191
Farið yfir upphaf vinnu við skóladagatöl fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað.
Fræðslunefnd leggur mikla áherslu á það að skipulagsdagar grunn- leik- og tónlistaskóla séu samrýmdir á milli skólastiga. Síðustu ár hefur skólum verið heimililað að hafa sveigjanleika um einn af þessum fimm dögum. Fræðslunefnd vill þó leggja áherslu á það að skólarnir reyni að samrýma alla dagana. Það sé hagur skólasamfélagsins að skipulagsdagarnir séu þeir sömu. Það auðveldi skipulag fyrir heimili og bjóði uppá mögulegt samstarf um fræðslu og endurmenntun starfsfólks.
Fræðslunefnd leggur mikla áherslu á það að skipulagsdagar grunn- leik- og tónlistaskóla séu samrýmdir á milli skólastiga. Síðustu ár hefur skólum verið heimililað að hafa sveigjanleika um einn af þessum fimm dögum. Fræðslunefnd vill þó leggja áherslu á það að skólarnir reyni að samrýma alla dagana. Það sé hagur skólasamfélagsins að skipulagsdagarnir séu þeir sömu. Það auðveldi skipulag fyrir heimili og bjóði uppá mögulegt samstarf um fræðslu og endurmenntun starfsfólks.
=== 4.Íslenska æskulýðsrannsóknin ===
2212034
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Ytra mat á skólastarfi - umsóknarfrestur ===
2212178
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.