Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 235. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla sveitarstjóra ===
2102062
Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.
Skýrsla sveitarstjóra
=== 2.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Lagt fram bréf frá Lilju Björgu Ágústsdóttur þar sem hún biðst lausnar frá starfi sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar en hún hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins.
Lilju Björgu er þakkað gott starf sem sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð. Í samræmi við 24. gr. 5. mgr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar tekur í hennar stað tekur sæti í sveitarstjórn Jóhanna Marín Björnsdóttir fyrsti varamaður af D-lista við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Sveitarstjórn býður hana velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar.
Samþykkt samhljóða
SG tók til máls
Samþykkt samhljóða
SG tók til máls
=== 3.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Samhliða því að láta af starfi sveitarstjórnarfulltrúa hefur Lilja Björg Ágústsdóttir óskað eftir lausn frá starfi sem aðalmaður í byggingarnefnd um viðbyggingu við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og í stjórn Brákarhlíðar og sem varamaður í stjórn Þróunarfélags Grundartanga og varamaður stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Þá lætur hún af starfi sem fulltrúi sveitarfélagsins á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tillaga: Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á skipan nefnda og ráða:
Byggingarnefnd um viðbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum: Ragnhilur Eva Jónsdóttir tekur sæti aðalmanns og Kristján Ágúst Magnússon tekur sæti varamanns.
Stjórn Brákarhlíðar: Sigurður Guðmundsson tekur sæti aðalmanns og Kristján Ágúst Magnússon tekur sæti varamanns
Stjórn Þróunarfélags Grundartanga: Sigurður Guðmundsson tekur sæti varamanns
Stjórn SSV: Jóhanna Marín Björnsdóttir tekur sæti varamanns
Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga: Sigurður Guðmundsson
Við starfi Lilju sem aðalmaður í byggðarráði tekur Sigurður Guðmundsson og varamaður hans í byggðarráði verður Jóhanna Marín Björnsdóttir.
Þá er lagt til að Sigurður Guðmundsson verði skipaður annar varaforseti sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Byggingarnefnd um viðbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum: Ragnhilur Eva Jónsdóttir tekur sæti aðalmanns og Kristján Ágúst Magnússon tekur sæti varamanns.
Stjórn Brákarhlíðar: Sigurður Guðmundsson tekur sæti aðalmanns og Kristján Ágúst Magnússon tekur sæti varamanns
Stjórn Þróunarfélags Grundartanga: Sigurður Guðmundsson tekur sæti varamanns
Stjórn SSV: Jóhanna Marín Björnsdóttir tekur sæti varamanns
Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga: Sigurður Guðmundsson
Við starfi Lilju sem aðalmaður í byggðarráði tekur Sigurður Guðmundsson og varamaður hans í byggðarráði verður Jóhanna Marín Björnsdóttir.
Þá er lagt til að Sigurður Guðmundsson verði skipaður annar varaforseti sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Jóhanna Marín Björnsdóttir hefur beðist lausnar sem aðalmaður í velferðarnefnd Borgarbyggðar.
Jóhönnu Marín eru þökkuð góð störf í velferðarnefnd Borgarbyggðar. Í hennar stað er Kristján Ágúst Magnússon kjörinn aðalmaður í velferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Guðrún Guðbrandsdóttir hefur beðist lausnar sem aðalmaður í skipulags- og byggingarnefnd.
Guðrúnu eru þökkuð góð störf í skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar. Í hennar stað er Friðrik Aspelund kjörinn aðalmaður í skipulags- og byggingarnefnd og Lárus Elíasson varamaður.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslusviðs ===
2211125
Afgreiðsla frá 619. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra að ráða Lilju Björgu Ágústsdóttur í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Borgarbyggðar og vísar þeirri ákvörðun til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðarráð Borgarbyggðar hafði ekki beina aðkomu að ráðningarferlinu venju samkvæmt heldur sáu sérfræðingar Hagvangs um ferlið ásamt teymi sem samanstóð af sveitarstjóra, mannauðsstjóra og fulltrúa úr sveitarstjórn Sigrúnu Ólafsdóttur. Var það hlutverk hópsins að sjá um faglegt ráðningarferli, taka þátt í viðtölum við umsækjendur og leggja mat á hæfni þeirra. Samtals bárust 12 umsóknir um starfið. Niðurstaða þessa ferlis var sú að Lilja Björg Ágústsdóttir var metin hæfust umsækjenda og því leggur sveitarstjóri til við byggðarráð að henni verði boðið starfið. Lilja Björg Ágústsdóttir er menntaður grunnskólakennari og lögmaður. Hún hefur síðustu ár starfað m.a. sem grunnskólakennari, lögmaður og nú síðast sem lögfræðingur á velferðar og mannréttindarsviði hjá Akraneskaupstað. Lilja hefur víðtæka þekkingu á málefnum sveitarfélagsins og langa reynslu af sveitarstjórnamálum en hún hefur m.a setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá árinu 2018 og gegnt starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar um nokkurra mánaða skeið á árunum 2019 - 2020. Lilja hefur einnig gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið m.a. sem formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, fulltrúi í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn Símenntunar Vesturlands. Í ráðningarferlinu kom fram að ef til ráðningar kæmi þá myndi Lilja segja sig úr sveitarstjórn Borgarbyggðar og frá öllum pólitískum störfum sem falla undir starfskyldur kjörins fulltrúa."
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um að ráða Lilju Björgu Ágústsdóttir í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Sveitarstjórn færir Lilju þakkir fyrir störf sín sem kjörinn fulltrúi. Sveitarstjórn væntir mikils af áframhaldandi störfum hennar fyrir Borgarbyggð og hlakkar til samstarfsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Sjáfseignarstofnun Arnarvatnsheiðar og Geitlands - endurskoðun stofnskrár ===
2212182
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri skipulagsskrá fyrir Sjálfseignarstofnunina Arnarvatnsheiði og Geitland.
Sveitarstjórn vísar framlagðri endurskoðaðri skipulagsskrá til frekari umræðu í byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Notendaráð og samráðshópur í málefnum fatlaðra ===
2003205
Skipan þriggja fulltrúa Borgarbyggðar í notendaráð í málefnum fatlaðs fólks.
Sveitarstjórn samþykkir skipan Guðveigar Eyglóardóttur, Bjarneyjar Bjarnadóttur og Thelmu Harðardóttur í notendaráð í málefnum fatlaðs fólks. Borgarbyggð óskar í framhaldinu eftir tilnefningum frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands í samræmi við erindisbréf.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Upplýsingamiðstöðin í Ljómalind ===
2105196
Afgreiðsla frá 40. fundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar:
"Framlagt erindi frá Agnesi Óskarsdóttur fyrir hönd Ljómalindar dags. 4. október 2022 þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárhagsstuðning vegna rekstur upplýsingamiðstöðvar Borgarbyggðar.
Nefndin samþykkir að veita Ljómalind áframhaldandi fjárhagsstuðning vegna upplýsingamiðstöðvar Borgarbyggðar árið 2023 með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar á sveitarstjórnarfundi í desember.
Árið 2023 er síðasta árið sem nefndin ætlar að veita fjárhagsstuðning í þetta verkefni. Nefndin vill skoða aðrar leiðir til þess að koma upplýsingum áleiðis til ferðamanna.
Nefndin þakkar starfsfólki Ljómalindar fyrir gott starf undanfarin ár.
Nefndin felur samskiptastjóra að gera samning við Ljómalind í lok árs þegar fjárhagsáætlunin fyrir árið 2023 hefur verið staðfest."
Framlagður samningur.
"Framlagt erindi frá Agnesi Óskarsdóttur fyrir hönd Ljómalindar dags. 4. október 2022 þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárhagsstuðning vegna rekstur upplýsingamiðstöðvar Borgarbyggðar.
Nefndin samþykkir að veita Ljómalind áframhaldandi fjárhagsstuðning vegna upplýsingamiðstöðvar Borgarbyggðar árið 2023 með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar á sveitarstjórnarfundi í desember.
Árið 2023 er síðasta árið sem nefndin ætlar að veita fjárhagsstuðning í þetta verkefni. Nefndin vill skoða aðrar leiðir til þess að koma upplýsingum áleiðis til ferðamanna.
Nefndin þakkar starfsfólki Ljómalindar fyrir gott starf undanfarin ár.
Nefndin felur samskiptastjóra að gera samning við Ljómalind í lok árs þegar fjárhagsáætlunin fyrir árið 2023 hefur verið staðfest."
Framlagður samningur.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Breyting á aðalskipulagi - Breytt lega þjóðvegar við Borgarnes ===
2210045
Afgreiðsla 49. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Breytingu á þjóðvegi 1 um Borgarnes og nýtt íbúðarsvæði skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa."
Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til umræðu í byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
SG og EÓT tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
SG og EÓT tók til máls.
=== 11.Umsókn um aðalskipulagsbreytingu - Niðurskógur-Húsafell 3 L134495 ===
2212165
Afgreiðsla 49. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Niðurskóg í Húsafelli skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Afgreiðsla lýsingarferlis hefur verið lokið og þau gögn sem lágu fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar og fyrir sveitarstjórnarfundi eru af tillögu að breytingu aðalskipulags en ekki lýsingu að breytingu aðalskipulags. Tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Niðurskóg í Húsafelli kemur því til afgreiðslu sveitarstjórnar þar sem óskað er eftir samþykki til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla lýsingarferlis hefur verið lokið og þau gögn sem lágu fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar og fyrir sveitarstjórnarfundi eru af tillögu að breytingu aðalskipulags en ekki lýsingu að breytingu aðalskipulags. Tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Niðurskóg í Húsafelli kemur því til afgreiðslu sveitarstjórnar þar sem óskað er eftir samþykki til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Húsafells III, Niðurskógur, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga, sem auglýst verði skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 12.Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 ===
2212007F
Fundargerðin framlögð.
- 12.1 2203257
[Samanburður við fjárhagsáætlun 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2203257)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum á samanburði á rekstri sveitarfélagsins við fjárhagsáætlun á fyrstu 10 mánuðum ársins 2022.
Launakostnaður er í heild um 20 millj yfir áætlun sem skýrist að hluta til af veikindum starfsfólks og að kjarasamningar voru gerðir á árinu 2022 en giltu aftur fyrir sig á árið 2021. Skatttekjur eru heldur meiri en áætlun gerði ráð fyrir en reksturinn í heild er 82 m.kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sviðsstjóri kynnti einnig kostnað við framkvæmdir í samanburði við fjárhagsáætlun en búið er að framkvæma fyrir um 335 m. kr., á fyrstu 10 mánuðum ársins, og tekjur af sölu eigna og gatnagerðargjöldum um 95 m. kr.
- 12.2 2212068
[Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2212068)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Lagt fram til kynningar.
- 12.3 2212026
[Breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2212026)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög um umdæmisráð barnaverndar hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni og felur sveitarstjóra að samþykkja og greiða atkvæði um samninginn í samræmi við umræður á fundinum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
- 12.4 2212062
[Stækkun Uglukletts](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2212062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Byggðarráð skipar eftirtalda aðila í byggingarnefnd um stækkun leikskólans á Uglukletti: Guðveigu Eyglóardóttur, Eðvar Ólaf Traustason, Erlu Rún Rúnarsdóttur, Logi Sigurðsson og Bjarneyju Lárudóttur Bjarnadóttur. Varamenn verða Davíð Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Thelma Harðardóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Eva Margrét Jónudóttir.
Sveitarstjóra er falið að leggja fram erindisbréf fyrir byggingarnefndina og tilnefna starfsmann sveitarfélagsins sem starfsmann nefndarinnar, við upphaf næsta árs.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf vegna starfshóps um framtíðaruppbyggingu við Hamarssvæðið.
Byggðarráð skipar Sigurð Guðmundsson, Davíð Sigurðsson og Drífu Gústafsdóttir sem fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópnum.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Í fjárfestingaráætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir að ljúka hönnunarvinnu vegna endurbyggingar húsnæðis Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa útboð á hönnun á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja hjá byggingarnefnd.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Byggðarráð felur Stefáni Brodda Guðjónssyni að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á eigendafundi Faxaflóahafna sem haldinn verður 4. janúar 2023.
- 12.8 2211238
[Beiðni um skilti við veg](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2211238)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið komi að kostnaði vegna merkinga vegna skiltis við Pálstanga, Fífusund og Hvannatún.
- 12.9 2209147
[Aðventu- og þrettándahátíð 2022-2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2209147)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Byggðarráð samþykkir að styrkja Björgunarsveitina Brák um kr. 500.000 vegna þrettándagleði sveitarfélagsins.
- 12.10 2211037
[Beiðni um framlag til Stígamóta 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2211037)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Byggðarráð samþykkir að veita Stígamótum styrk til rekstrar fyrir árið 2023 að fjárhæð kr. 100.000.
- 12.11 2202151
[Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2202151)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Lagt fram til kynningar.
- 12.12 2203069
[Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18857#2203069)Byggðarráð Borgarbyggðar - 617 Lagt fram til kynningar.
=== 13.Byggðarráð Borgarbyggðar - 618 ===
2212014F
- 13.1 2209240
[Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18858#2209240)Byggðarráð Borgarbyggðar - 618 Byggðarráð samþykkir að taka hagstæðustu tilboðum í snjómokstur í dreifbýli á hverri leið sem hér segir:
Leið 1: Hálstak ehf.
Leið 5: Hálfdán Helgason
Leið 6: Gísli Guðjónsson
Leið 7: Gestur Úlfarsson
Við töku tilboðs í ofangreindar leiðir er kominn á bindandi samningur á grundvelli verðfyrirspurnargagna og tilboðs bjóðenda.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga um snjómokstur á eftirfarandi leiðum á grundvelli tilboða og frávikstilboða og þá horfa til þess hvort og þá hvernig æskilegt er að gera breytingar á moksturssvæðum.
Leið 2: Einar S. Traustason
Leið 3: Sleggjulækur ehf.
Leið 4: Sleggjulækur ehf.
Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála sat fundinn undir þessum lið.
- 13.2 2212149
[Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18858#2212149)Byggðarráð Borgarbyggðar - 618 Borgarbyggð mun yfirfara betur framlögð tilboð í samráði við Ríkiskaup og þegar niðurstaða fæst, verður tilkynning um val tilboðs send bjóðendum í útboðskerfi Ríkiskaupa.
- 13.3 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18858#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 618 Lagt fram til kynningar.
- 13.4 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18858#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 618 Lagt fram til kynningar.
- 13.5 2202060
[Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18858#2202060)Byggðarráð Borgarbyggðar - 618 Fundargerð framlögð.
=== 14.Byggðarráð Borgarbyggðar - 619 ===
2212018F
Fundargerðin framlögð.
- 14.1 2211125
[Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslusviðs](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18861#2211125)Byggðarráð Borgarbyggðar - 619 Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra að ráða Lilju Björgu Ágústsdóttur í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Borgarbyggðar og vísar þeirri ákvörðun til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðarráð Borgarbyggðar hafði ekki beina aðkomu að ráðningarferlinu venju samkvæmt heldur sáu sérfræðingar Hagvangs um ferlið ásamt teymi sem samanstóð af sveitarstjóra, mannauðsstjóra og fulltrúa úr sveitarstjórn Sigrúnu Ólafsdóttur. Var það hlutverk hópsins að sjá um faglegt ráðningarferli, taka þátt í viðtölum við umsækjendur og leggja mat á hæfni þeirra.
Samtals bárust 12 umsóknir um starfið. Niðurstaða þessa ferlis var sú að Lilja Björg Ágústsdóttir var metin hæfust umsækjenda og því leggur sveitarstjóri til við byggðarráð að henni verði boðið starfið.
Lilja Björg Ágústsdóttir er menntaður grunnskólakennari og lögmaður. Hún hefur síðustu ár starfað m.a. sem grunnskólakennari, lögmaður og nú síðast sem lögfræðingur á velferðar og mannréttindarsviði hjá Akraneskaupstað. Lilja hefur víðtæka þekkingu á málefnum sveitarfélagsins og langa reynslu af sveitarstjórnamálum en hún hefur m.a setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá árinu 2018 og gegnt starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar um nokkurra mánaða skeið á árunum 2019 - 2020. Lilja hefur einnig gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið m.a. sem formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, fulltrúi í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn Símenntunar Vesturlands.
Í ráðningarferlinu kom fram að ef til ráðningar kæmi þá myndi Lilja segja sig úr sveitarstjórn Borgarbyggðar og frá öllum pólitískum störfum sem falla undir starfskyldur kjörins fulltrúa.
- 14.2 2212183
[Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18861#2212183)Byggðarráð Borgarbyggðar - 619 Lögð er til 7,7% hækkun frá fyrra ári sem er í takt við hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli áranna 2021 og 2022.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undiir þessum lið.
=== 15.Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 ===
2301001F
Fundargerðin framlögð.
SG tók til máls.
SG tók til máls.
- 15.1 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18866#2111023)Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála kom til fundarins. Kynnt var staða mála hjá Borgarbyggð við innleiðingu á Borgað-þegar-hent fyrirkomulags við gjaldtöku við söfnun úrgangs nú um áramót tóku gildi lagabreytingar sem þar sem sveitarfélögum er skylt að búa svo um hnútana að innheimta vegna sorphirðu sé sem næst raunkostnaði. Aðlaga þarf gjaldskrár og fyrirkomulag innheimtu til samræmis við það og innleiða innheimtukerfi sem tekur mið af magni og tegund úrgangs frá hverjum og einum. Borgarbyggð skoðar nú að innleiða kerfi sem hefur verið innleitt hjá Ísafjarðarbæ og Grímsnes- og Grafningshreppi en Umhverfisráðuneytið hefur samþykkt að standa straum að kostnaði við innleiðingu sveitarfélaga að kerfinu í samstarfi við fleiri sveitarfélög. Áður en til þess kemur þarf að fara fram talning íláta hjá sveitarfélaginu og þau skráð niður á staðföng og stendur sú talning yfir þessa dagana.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Fyrirsjáanlegt er að ráðast þarf í miklar endurbætur á húsnæði Slökkviliðs Borgarbyggðar við Sólbakka. Í framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að framkvæmdir vegna þeirra eigi sér stað á árinu 2025.
Húsnæði Lögreglunnar á Vesturlandi við Brákarbraut í Borgarnesi er illa staðsett til að sinna viðbragði og aðgerðastjórn á stóru landsvæði.
Að mati byggðarráðs Borgarbyggðar er full ástæða til að kanna grundvöll þess að reisa nýtt húsnæði, kaupa húsnæði eða leigja húsnæði sem hýst gæti bæði starfsemi slökkviliðs og lögreglu. Byggðarráð telur að bæði út frá hagkvæmnis- og öryggissjónarmiðum sé líklegt að ávinningur verði af því að Lögreglan á Vesturlandi og Slökkvilið Borgarbyggðar eigi með sér samstarf í húsnæðismálum. Mikilvægt er að ekki verði dregið að kanna þann valkost og felur sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Lögregluna á Vesturlandi og FSRE um mögulegt samstarf.
- 15.3 2001144
[Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18866#2001144)Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Vinna við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Borgarbyggð stendur yfir. Áætlunin þarf að endurspegla húsnæðisþörf og horfur í húsnæðismálum í sveitarfélaginu og þörf fyrir uppbyggingu innviða til samræmis. Tilgangurinn er ekki síst að stuðla að húsnæðisöryggi í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að halda áfram vinnu við húsnæðisáætlunina og kynna næstu drög að niðurstöðum fyrir lok janúar.
- 15.4 2208071
[Ljósleiðari Borgarbyggðar kynning á stöðu mála](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18866#2208071)Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Nú hafa allir tengistaðir verið tengdir við ljósleiðarakerfið að fjórum stöðum í í Norðurárdal undanskildum. Það má því segja að rétt herslumuninn vanti upp á að öllum tenginum hafi verið lokið fyrir áramót. Stefnt er að því að ljúka tengingum er tækifæri gefst á nýju ári.
- 15.5 2301008
[Hugmyndir frá Gunnari Jónssyni um notkun á Grímshúsi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18866#2301008)Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Byggðarráð þakkar fyrir erindið og þær hugmyndir sem þar koma fram. Sveitarfélaginu berast reglulega, formlega og óformlega, erindi eða hugmyndir sem snúa að afnotum af Grímshúsi með langtímaleigu í huga. Afstaða Borgarbyggðar hefur hingað til hefur verið í samræmi við afgreiðslu frá 605. fundi byggðarráðs. Þar er vísað til þess að vinna við skipulag í Brákarey stendur nú yfir og því ekki æskilegt að gera samning til langs tíma fyrr en sú vinna er langt á veg komin. Vonandi lýkur þeirri vinnu fljótlega á nýju ári. Eigi að síður er mikilvægt að hefja undirbúning að því að finna rekstraraðila í húsið t.d. þannig að menningar- og mannlíf verði í húsinu í sumar og er sveitarstjóra falið að taka málið áfram. Áður en gengið verður til samninga við ákveðinn aðila er mikilvægt að gefa fleiri aðilum kost á að koma hugmyndum á framfæri, svo sem í kjölfar auglýsingar eftir samstarfsaðilum.
- 15.6 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18866#2206062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Sviðsstjóri fjármálasviðs ræddi vinnu við nýja fjárhagsáætlun og kynningu á henni fyrir forstöðumönnum. Hann fór yfir samvinnu við fjármálaráðuneyti vegna uppgjörs kostnaðar vegna móttöku flóttamanna en samþykkt á greiðslufyrirkomulagi frá ríkissjóði liggur nú fyrir. Rætt var um hlutdeild Borgarbyggðar í nýsamþykktum fjárframlögum ríkissjóðs inn í málaflokk fatlaðs fólks. Þá voru uppfærðar horfur um framlag til Borgarbyggðar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til umræðu. Rædd var jákvæðari þróun í tekjuliðum um þessar mundir en samhliða einnig hækkun kostnaðar ekki síst launakostnaðar m.v. áætlun. Ofangreindir liðir og fleiri liðir munu hafa áhrif stöðu efnahagsreiknings, rekstur og sjóðstreymi 2022 og horfur fyrir 2023.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Framlagt erindi frá leikskólastjórum Klettaborgar dags 21. desember 2022. Húsnæði Klettaborgar er 45 ára gamalt og viðbygging við skólann tæplega 20 ára gömul. Á árinu 2022 hefur þegar verið gjaldfærður kostnaður vegna framkvæmda við Klettaborg upp á samtals 6,6 m.kr., á húsi og lóð. Hluti viðhalds var vegna leka sem ekki fékkst bættur frá tryggingafélagi. Á yfirstandandi ári er áætlað að ráðstafa 5,0 m.kr. til viðhalds á Klettaborg. Ekki er í þeirri fjárhæð miðað við óvænt tjón líkt og átti sér stað í fyrra. M.v. það vonast byggðarráð til þess að heldur verði bætt í viðhald á húsnæði Klettaborgar á milli ára og stefnan að það viðhald verði unnið í góðu samstarfi við stjórnendur skólans, líkt og verið hefur.
Eins og fram kemur í bréfi leikskólastjóra þá fer gott starf fram í skólanum og börnum og starfsfólki líður vel.
Hreinskilið samtal á sér reglulega stað milli leikskólastjóra í Borgarbyggð, kjörinna fulltrúa og stjórnenda sveitarfélagsins t.d. um húsnæðismál. Byggðarráð telur að ákvörðun um uppbyggingu á Uglukletti njóti skilnings og að um hana sé sátt í skólasamfélaginu í Borgarbyggð. Með færanlegum kennslustofum og síðar stækkun Uglukletts er markmiðið að vinna á biðlista sem hefur verið að myndast og koma til móts við fjölgun barna á næstu árum. Sú lausn var metin hagstæðust m.t.t. stækkunarmöguleika, tækifæris til fjölgunar starfsfólks og staðsetningar í stækkandi íbúðahverfi.
- 15.8 2210119
[Fundargerðir Faxaflóahafna 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18866#2210119)Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Fundargerðir framlagðar.
- 15.9 2203069
[Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18866#2203069)Byggðarráð Borgarbyggðar - 620 Fundargerð framlögð.
=== 16.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 ===
2212015F
Fundargerðin framlögð.
- 16.1 2112089
[Skýrsla samskiptastjóra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18863#2112089)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Nefndin forgangsraðaði verkefnum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun 2023.
Megináhersla í byrjun árs verður að leggja grunn að nýrri heimasíðu, gefa út upplýsingapakka fyrir nýja íbúa og huga að innkomu í Borgarbyggð.
Í vor verður páskaviðburður á vegum sveitarfélagsins, hugað verður að viðburðardagatali fyrir sumarið 2023, götukort fyrir allt sveitarfélagið, þýða heimasíðuna yfir á tvö tungumál og íbúasamráð aukið, til dæmis með fleiri súpufundum og samráði íbúa í fjárhagsáætlunargerð.
- 16.3 1705198
[Upplýsinga- og lýðræðisstefna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18863#1705198)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Nefndin felur samskiptastjóra að skoða upplýsinga- og lýðræðisstefnu sveitarfélagins og koma með tillögur að úrbótum á næsta fundi.
- 16.4 2212049
[Atvinnumálastefna Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18863#2212049)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Við endurskoðun nefndarinnar á staðfestri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 er ljóst að ekki eru til fjárheimildir fyrir þessari vinnu á árinu. Nefndin leggur til að þessi umræða verður tekin upp þegar vinna við fjárhagsáætlun 2024 hefst í haust.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við Hollvinasamtök Borgarness og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmann hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Nefndin hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða í sveitarfélaginu.
- Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42 Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forvarsmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
=== 17.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 215 ===
2211019F
Fundargerðin framlögð.
- 17.1 2101082
[Skólastefna Borgarbyggðar 2021 ->](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18855#2101082)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 215 Fjóla verkefnastjóri á fjölskyldusviði kemur til fundarins. Farið er yfir vinnu síðustu funda. Búið er að taka saman áherslur fræðslunefndar. Nú verður aðgerðaráætlun send út á allar skólastofnanir, sem eiga að koma með tillögur að aðgerðaráætlun fyrir sína stofnun. Á næsta fundi nefndarinnar ættu að liggja fyrir aðgerðaráætlanir fyrir alla skólana sem og breytiningartillaga að skólastefnu Borgarbyggðar.
- 17.2 2109144
[Farsæld barna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18855#2109144)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 215 Margrét málstjóri kemur til fundarins og fer yfir stöðuna á innleiðingu farsældarlaganna. Hún fór yfir lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 85/2021. Margrét fór einnig yfir stigskipta þjónustu og þau úrræði sem tengjast þjónustu á 1.stigi, handbók skólaþjónustu Borgarbyggðar, lög og reglur tengd skólaþjónustu, hlutverk skólaþjónustu, starfsfólk skólaþjónustu. Borgarbyggð er komin vel af stað við innleiðinguna á farsældarlögunum og er ljóst að það er mikil vinna framundan við innleiðinguna. Það er gert ráð fyrir 3-5 árum í innleiðingu.
- 17.3 2211251
[Útikennslustofa við Grunnskólann í Borgarnesi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18855#2211251)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 215 Fræðslunefnd vill að útkennslustofan verði tekin af skólalóð Grunnskólans í Borgarnesi. Hún vill þannig verða við þeim athugasemdum sem hafa komið bæði frá starfsfólki skólans og foreldrum. Rýna þarf betur í mögulega aðra staðsetningu fyrir stofuna og mögulegar breytingar á skipulagi útikennslustofunnar.
- 17.4 2212001
[Samreknir leik- og grunnskólar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18855#2212001)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 215 Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að kanna möguleikann á því hvort að samrekin leik- og grunnskóli getið verið hentugt fyrirkomulag fyrir einhverja skólastofnun í Borgarbyggð til framtíðar litið.
- 17.5 2212002
[Starfslýsing verkefnastjóra í tómstundamálum](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18855#2212002)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 215 Lagt fram til kynningar.
=== 18.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 ===
2212012F
Fundargerðin framlögð.
- 18.1 2106034
[Skógarkot - L219170 - skipting lands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18860#2106034)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Skógarkot 5, stærð 5ha úr landinu Skógarkot L219170. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land en taka ber fram að lóðinni fylgja ekki heimildir til uppbyggingar skv. núgildandi skipulagsskilmálum.
- 18.2 2106034
[Skógarkot - L219170 - skipting lands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18860#2106034)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Skógarkot 4, stærð 5 ha úr landinu Skógarkot L219170. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land en taka ber fram að lóðinni fylgja ekki heimildir til uppbyggingar skv. núgildandi skipulagsskilmálum.
- 18.3 2106034
[Skógarkot - L219170 - skipting lands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18860#2106034)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Skógarkot 3, stærð 5ha úr landinu Skógarkot L219170. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land en taka ber fram að lóðinni fylgja ekki heimildir til uppbyggingar skv. núgildandi skipulagsskilmálum.
- 18.4 2106034
[Skógarkot - L219170 - skipting lands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18860#2106034)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Skógarkot 2, stærð 3,5ha úr landinu Skógarkot L219170. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land en taka ber fram að lóðinni fylgja ekki heimildir til uppbyggingar skv. núgildandi skipulagsskilmálum.
- 18.5 2212027
[Millispilda Trönubakki L135028 - Stofnun lóðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18860#2212027)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Millispilda Trönubakki, stærð 15140fm úr landinu Ferjubakki 1 L135028. Lóðin verður nýtt sem frístundabyggð.
- 18.6 2003217
[Dílatangi í Borgarnesi, tillaga að deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18860#2003217)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu um nýtt deiliskipulag á Dílatanga, skv. framlögðum uppfærðum uppdrætti og greinargerð deiliskipulags fyrir Dílatanga skv. 42. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að svara ábendingum Skipulagsstofnunar sbr. 5. og 6. málsl. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
- 18.8 2210173
[Ásvegur 12 L174790 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18860#2210173)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar skipulagsfulltrúa að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 19.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 49 ===
2212023F
Fundargerðin framlögð.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 49 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Breytingu á þjóðvegi 1 um Borgarnes og nýtt íbúðarsvæði skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 49 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Niðurskóg í Húsafelli skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 49 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar með þeim fyrirvara að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar sem er gerð samhliða. Lagður var fram uppdráttur dags 22.12.2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 19.4 2212048
[Umsókn um deiliskipulag - Niðurskógur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18867#2212048)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 49 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags 06.12.2022. Málsmeðferð verði í samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 19.5 2212020F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 205](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18867#2212020F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 49 Fundargerð 205. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
- 19.6 2301003F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 2](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18867#2301003F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 49 Fundargerð 2. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram.
=== 20.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 ===
2211032F
Fundargerðin framlögð.
- 20.2 1401005
[Reglur um fjárhagsaðstoð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#1401005)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Lagt er til að bætt verði við ákvæði í 11. gr reglna Borgarbyggðar um fjárhagsaðstoð, heimild til greiðslu desemberstyrks sem nemur 25% af grunnupphæð fjárhagsaðstoðar. Viðbótarákvæðið hljóði svo:
Heimilt er að veita desemberstyrk sem nemur 25% af grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Heimildin nær til þeirra sem fá greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu í desember og hafa fengið fjárhagsastoð tvo mánuði þar á undan.
Jafnframt verði gerð breyting á 13. gr, sem hljóði svo:
Ef umsækjandi á rétt á aðstoð skv. III kafla, 1. 2. 3. 4. 6. eða 8. mgr. 11. greinar eða 12.
greinar skulu starfsmenn félagsþjónustu afgreiða málið, skrá það og kynna síðan fyrir velferðarnefnd.
Samþykktir skulu ekki gerðar til lengri tíma en 3ja mánaða í senn.
Aðrar umsóknir um fjárhagsaðstoð skulu afgreiddar af velferðarnefnd.
- 20.3 1907031
[Jafnréttisáætlun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#1907031)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Farið yfir drög að uppfærðri jafnréttisáætlun fyrir árin 2022-2026. Félagsmálastjóra falið að klára áætlunina út frá leiðbeiningum Jafnréttisstofu.
- 20.4 1810084
[Kynjahlutfall í fastanefndum - upplýsingar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#1810084)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Lagt fram til kynningar og umræðu.
- 20.5 2005194
[Stefna í málefnum fatlaðra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2005194)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Elísabet Jónsdóttir starfsmaður í málefnum fatlaðra fór yfir tillögur að ramma fyrir stefnu í málefnum fatlaðra. Félagsmálastjóra og Elísabetu falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn frá fyrri vinnslu að stefnumótun. Verkáætlun um vinnslu stefnunnar verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.
- 20.6 2209252
[Samþætting þjónustu við aldraða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2209252)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Kynnt hugmynd og markmið með samþættri þjónustu/miðstöð öldrunarþjónustu. Guðjón Brjánsson hefur verið fenginn sem ráðgjafi vegna verkefnisins. Formanni nefndar og félagamálastjóra falið að fá fund með Guðjóni og vinna áfram að þróun verkefnisins.
- 20.7 2212008
[Fyrirspurn um frítt í sund fyrir öll börn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2212008)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Nefndin leggur til að börn með umönnunarkort og fylgdarmanneskja fái frítt í sundlaugar sveitarfélagsins óháð lögheimili. Erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
- 20.8 2211037
[Beiðni um framlag til Stígamóta 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2211037)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Framlögð umsókn Stígamóta um styrk til rekstrar fyrir árið 2023. Um er að ræða úrræði sem mikilvægt er að sé til staðar fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að erindið verði styrkt og vísar erindinu til Byggðarráðs.
- 20.9 2212030
[Gjaldskrár félagsþjónustu 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2212030)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Gjaldskrá félagsþjónustu lögð fram til kynningar.
=== 21.Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 51 ===
2212022F
Fundargerð framlögð.
- 21.1 2212186
[Reikningar vegna smölunar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallaskilanefnd-brekku-og-svig/18865#2212186)Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 51 Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar samþykkir að senda reikninga vegna smölunar í samræmi við umræður á fundinum.
- 21.2 2212187
[Eftirleitir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallaskilanefnd-brekku-og-svig/18865#2212187)Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 51 Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar mun skoða hvaða leiðir eru færar og taka samtal við fjáreigendur í Norðurárdal og í Dalabyggð.
- 21.3 2212188
[Girðingamál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallaskilanefnd-brekku-og-svig/18865#2212188)Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 51 Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar samþykkir að leita tilboða hjá girðingaverktökum vegna endurnýjunar á þeim köflum Ystutungugirðingar sem nauðsynlegt er að endurnýja. Unnin verður kostnaðaráætlun á nauðsynlegum úrbótum til næstu ára og lögð fyrir byggðarráð.
=== 22.Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 75 ===
2301005F
Fundargerð framlögð.
- 22.1 1705171
[Samningur um umsjón með Einkunnum 2017](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18868#1705171)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 75 Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum telur mikilvægt að upplýsingastreymi milli umsjónarnefndarinnar og stjórnar Skógræktarfélagsins sé skýrt og mun boða stjórnina til fundar til að ræða samkomulagið.
- 22.2 2211005
[Verkefnaáætlun 2023-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18868#2211005)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 75 Umsjónarnefnd Einkunna samþykkir að vinna áfram að verkefnaáætlun 2023-2026.
Fundi slitið - kl. 16:55.