Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1592
21.09.2021 - Slóð
**1592. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. september 2021 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Gatnagerð - Malbikun í Þórkötlustaðahverfi - 2109097**
Lögð fram áskorun íbúa og húsráðenda við Heimaland, Efraland, Búðir og Garðbæ í Þórkötlustaðahverfi um malbikun á veginum sem liggur að þeirra heimakeyrslum.
Bæjarráð vísar erindinu í vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
**2. Malbikun Norðuhóps - 2109089**
HH Smíði óskar eftir því að Norðurhóp verði malbikað heim að lóðarmörkum Norðurhóps 62-64. Erindi þess eðlis lagt fram.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
**3. Daggæsla barna í heimahúsi - Staðan haust 2021 - 2105070**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Dagforeldrar óska eftir lækkun á leigu vegna Gerðarvalla 17 vegna þess að ekki tekst að fylla í daggæslupláss.
Bæjarráð samþykkir að gefa eftir leigu um allt að 160.000 kr. fram að áramótum.
**4. Málaflokkur 02 - Beiðni um viðauka - 2109103**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð er fram beiðni um viðauka í málaflokki 02 - Félagsþjónusta að fjárhæð 8.915.000 skv. framlagri sundurliðun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að fjármögnun verði með lækkun annarra rekstrareininga innan málaflokksins og það sem upp á vantar verði fjármagnað með lækkun á handbæru fé.
**5. Málaflokkur 04 - Beiðni um viðauka - 2109104**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð er fram beiðni um viðauka í málaflokki 04 - Fræðsluþjónusta að fjárhæð 27.000.000 skv. framlagri sundurliðun. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar frekari gagna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)