Vesturbyggð
Fræðslu- og æskulýðsráð - 83
= Fræðslu- og æskulýðsráð #83 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. janúar 2023 og hófst hann kl. 11:00
====== Nefndarmenn ======
====== Starfsmenn ======
- Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
- Elsa Ísfold Arnórsdóttir (EÍA) embættismaður
====== Fundargerð ritaði ======
- Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Ungmennaráð Vesturbyggðar ===
Íþrótta og tómstundafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.
Hlutverk ungmennaráðs samkvæmt erindisbréfi er að það skal gæta þess að leita eftir sem flestum sjónarmiðum ungs fólks í störfum sínum
þannig að ályktanir þess og skoðanir endurspegli sem best almennan vilja ungs fólks í
sveitarfélaginu.
Ráðið er skipað fimm fulltrúum á aldrinum 13-25 ára og fimm til vara.
Fræðslu- og æskulýðsnefnd samþykktu fulltrúa í ungmennaráði Vesturbyggðar.
Aðalmenn:
Íris Emma Sigurpálsdóttir
Tryggvi Sveinn Eyjólfsson
Fjölnir Úlfur Ágústsson
Sigurlaun Anna Evudóttir
Guðrún Ýr Grétarsdóttir
Varamenn:
Óliver Ligi S. Bjartsson
Katía Silva
Guðmundur Sævar Vignisson
Eva Jóhanna Leiknisdóttir
Herdís Freyja Grétarsdóttir
Fræðslu- og æskulýðsráð þakkar Guðnýju Lilju Pálsdóttur íþrótta- og tómsstundafulltrúa Vesturbyggðar fyrir vel unnin störf.
== Til kynningar ==
=== 2. Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál ===
Farið yfir teikningar af viðbyggingu við Araklett á Patreksfirði. Búið er að panta húsið og verið er að vinna að undirbúningi við að taka á móti húsinu.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00**