Vopnafjarðarhreppur
Menningar- og atvinnumálanefnd - 6
== Fundur nr. 6 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Fanney Björk Friðriksdóttir ritaði fundargerð
FBF
Fanney Björk FriðriksdóttirNefndarmaður
HG
Hreiðar GeirssonNefndarmaður
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
HBÓ
Hafdís Bára ÓskarsdóttirNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
RLG
Ragna Lind GuðmundsdóttirNefndarmaður
Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 11.01.2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 8:30.
Ákveðið að setja inn á íbúahóp Vopnafjarðar á Facebook kosningu sem nefnindin getur haft til hliðsjónar um hvenær dagarnir skuli vera í ár. Ákveðið var að setja fram helgar frá 1. júlí til 16. júlí.
Ákveðið var að auglýsa eftir framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Nefndin leggur til að hátíðin verði með svipuðu sniði og í fyrra. Nefndin ræddi hugmyndir um hvaða viðburðir skyldu vera og leggur höfuðið í bleyti.
Jólatrésskemmtun og jólaball gengu bæði vel. Að mati nefndarinnar reyndist vel að tengja jólatrésskemmtunina við aðventuröltið.
Í fjárhagsáætlun 2023 var ekki gert ráð fyrir styrktarsjóði menningar- og atvinnumálanefndar. Nefndin hvetur sveitastjórn til að endurskoða það.
Formaður nefndarinnar sat fund með umboðsmönnum smábátasjómanna um sérreglur vegna byggðarkvótans. Formaður tilkynnti nefndinni stöðuna á málinu en þessu fundur með smábátasjómönnum var mjög upplýsandi og hvetur atvinnumálanefnd sveitastjóra og sveitastjórn til áframhaldandi vinnu við að finna lausnir á málinu.
Næstu föstu viðburðir á vegum nefndarinnar er Vopnaskak. Framundan í sveitarfélaginu er m.a. Þorrablót en nefndin mun koma til með að skoða vilja og þörf fyrir viðburði eftir þann tíma.
Nefndarfólk fór yfir hugmyndir um viðburði eða slíkt sem gæti orðið á vormánuðum.
Nefndin leggur áherslu á að Kaupvangur verði að því menningarsetri sem áætlað var og kraftur verði settur í að byggja upp. Nefndin minnir á að í áfangastaðaáætlun er talið nauðsynlegt að ráða menningar-, atvinnu- og ferðamálafulltrúa og verktíminn þar sagður haust 2022. Nefndin hvetur til að ráðinn verði einstaklingur sem sér um þessi málefni til að koma hjólunum af stað í þessum mikilvæga málaflokki.
Sigríður minnti á Mannamót 2023. Mannamótum er ætlað að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og auka dreifingu ferðamanna um landið allt. Formanni falið að kanna nánar stöðu fyrirtækja á Vopnafirði og sveitarfélagsins gagnvart Mannamótum 2023.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.