Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 622. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Samskipti við Veitur vegna þróunarhugmynda ===
2211142
Stjórnendur Veitna ohf. koma á fund byggðarráðs til samtals um stöðu forðamála og innviða.
Frá Veitum mættu til fundar undir þessum lið Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, Pétur Krogh Ólafsson, þróunar- og viðskiptastjóri, Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu, og Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- og fráveitu. Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdadeildar, Guðný Elíasdóttir, skipulagsfulltrúi, og Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála, mættu jafnframt til fundarins undir þessum lið. Fram fór hreinskiptið samtal um stöðu forða og innviða. Byggðarráð leggur áherslu á auknar rannsóknir og framleiðslu á heitu og köldu vatni. Uppbygging íbúabyggðar í þéttbýli og dreifbýli veltur á traustum innviðum og aðgengi að heitu og köldu vatni. Sama má segja um fjölmörg atvinnutækifæri í sveitarfélaginu. Aðilar voru sammála um að tryggja gott flæði upplýsinga um uppbyggingaráform í sveitarfélaginu.
=== 2.Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins um starfsstöð Slökkviliðs Borgarbyggðar ===
2301181
Framlögð skýrsla Vinnueftirlitsins um starfsstöð Slökkviliðs Borgarbyggðar við Sólbakka.
Drög að skýrslu Vinnueftirlitsins framlögð. Byggðarráð telur fulla ástæðu til að koma athugasemdum á framfæri við skýrsluna og felur sveitarstjóra kynna drög að athugasemdum á næsta fundi byggðaráðs 2. febrúar.
=== 3.Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu ===
2301184
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir slökkvitækjaþjónustu slökkviliðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
=== 4.Uppsögn sveitarstjóra 2019 ===
1911092
Framlögð ákvörðun Hæstarréttar um að hafna beiðni Borgarbyggðar um áfrýjun dóms Landsréttar í máli fyrrum sveitarstjóra.
Ákvörðun Hæstaréttar framlögð.
=== 5.Breyting á aðalskipulagi - Breytt lega þjóðvegar við Borgarnes ===
2210045
Afgreiðsla 235. sveitarstjórnar Borgarbyggðar: "Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til umræðu í byggðarráði. Samþykkt samhljóða."
Byggðarráð leggur til að gerð verði breyting á lýsingu þar sem segir á bls. 4, í kafla 3, liður 3.1., undirliður 2.
„Breyting á legu þjóðvegar nr. 1 þannig að hann muni færast fjær byggðinni en hann er sýndur í gildandi aðalskipulagi. Horft verður til nokkurra kosta hvað leiðarval varðar (mynd 2) en í breytingartillögunni verður horft til leiðar 5 (græn leið) sem aðalvalkost.“
Honum verði breytt þannig að hann hljómi eftirfarandi:
"Breyting á legu þjóðvegar nr. 1 þannig að hann muni færast fjær byggðinni en hann er sýndur í gildandi aðalskipulagi. Horft verður til nokkurra kosta hvað leiðarval varðar (mynd 2) en í breytingartillögunni verði horft til blöndu af leiðum 3 og 5."
Breytingartillögu er vísað til frekari vinnu í skipulags- og byggingarnefnd.
„Breyting á legu þjóðvegar nr. 1 þannig að hann muni færast fjær byggðinni en hann er sýndur í gildandi aðalskipulagi. Horft verður til nokkurra kosta hvað leiðarval varðar (mynd 2) en í breytingartillögunni verður horft til leiðar 5 (græn leið) sem aðalvalkost.“
Honum verði breytt þannig að hann hljómi eftirfarandi:
"Breyting á legu þjóðvegar nr. 1 þannig að hann muni færast fjær byggðinni en hann er sýndur í gildandi aðalskipulagi. Horft verður til nokkurra kosta hvað leiðarval varðar (mynd 2) en í breytingartillögunni verði horft til blöndu af leiðum 3 og 5."
Breytingartillögu er vísað til frekari vinnu í skipulags- og byggingarnefnd.
=== 6.Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 ===
2212149
Framlagður verksamningur við Eflu hf. vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 ásamt verkáætlun.
Byggðarráð samþykkir framlagðan verksamning við Eflu og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um fullnaðarsamþykkt sveitarstjórnar.
=== 7.Ósk um fulltrúa í samráðshóp um málefni Andakíls ===
2301093
Framlagður tölvupóstur dags. 18.janúar 2023 frá Umhverfisstofnun, þar sem óskað eftir því að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í samráðshóp um málefni náttúruverndarsvæðisins í Andakíl.
Byggðarráð tilnefnir Thelmu Dögg Harðardóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar í samráðshóp um málefni náttúruverndarsvæðisins í Andakíl.
=== 8.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Lögð er til breyting á velferðarnefnd en Anna Helga Sigfúsdóttir hefur óskað eftir því að láta af starfi varamanns í nefndinni.
Byggðarráð þakkar Önnu Helgu gott starf og samþykkir að skipa Loga Sigurðsson í hennar stað.
=== 9.Sveitarstjórnarfundur unga fólksins ===
2301130
Framlagt erindi frá ungmennaráði Borgarbyggðar þar sem lögð er fram tillaga að sveitarstjórnarfundi unga fólksins.
Byggðarráð samþykkir hugmynd Ungmennaráðs um að haldinn verði sveitarstjórnarfundur unga fólksins fimmtudaginn 16. febrúar kl. 16.00. Fundinum verður streymt eins og venja er með sveitarstjórnarfundi.
=== 10.Upplýsingapakki fyrir nýja íbúa ===
2109052
Framlögð drög af upplýsingabæklingi sem fyrirhugað er að setja í móttökupakka fyrir nýja íbúa.
María Neves samskiptastjóri Borgarbyggðar sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð þakkar kynningu á drögum að upplýsingabæklingi. Borgarbyggð vill taka vel á móti nýjum íbúum og leggja sitt af mörkum til að þeir fái sem allra bestar upplýsingar um þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er. Upplýsingabæklingurinn endurspeglar vel þann vilja sveitarfélagsins.
=== 11.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Varmalandsdagar 2023 ===
2212179
Afgreiðsla frá 42. fundi atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefndar:
"Framlögð umsókn frá Hollvinafélagi Varmalands dags. 27. desember 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023."
"Framlögð umsókn frá Hollvinafélagi Varmalands dags. 27. desember 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023."
Byggðarráð staðfestir framlagðan samning við forsvarsmann Varmalandsdaga undirritaður rafrænt 20. og 23. janúar 2023 og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
=== 12.Grímshús - Óskir um afnot ===
2206170
Lögð fram drög að auglýsingu eftir rekstraraðilum fyrir Grímshús til lengri eða skemmri tíma.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að auglýsingu eftir rekstraraðilum fyrir Grímshús og felur sveitarstjóra að fullvinna og kynna.
=== 13.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags.20.janúar.2023.
Fundargerð framlögð
Fundi slitið - kl. 15:30.