Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 621. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Yfirfærsla Borgarbrautar - Endurnýjun á fráveitulögnum og yfirlagi í Borgarbraut ===
2012038
Framlagður tölvupóstur verkeftirlitsmanns Eflu dags. 13.1.2023 um framvindu framkvæmdarinnar á endurnýjun Borgarbrautar.
=== 2.Sjáfseignarstofnun Arnarvatnsheiðar og Geitlands - endurskoðun stofnskrár ===
2212182
Afgreiðsla 235. fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar: "Sveitarstjórn vísar framlagðri endurskoðaðri skipulagsskrá til frekari umræðu í byggðarráði. Samþykkt samhljóða."
Byggðarráð samþykkir endurskoðaða skipulagsskrá Sjálfseignarstofnunar Arnarvatnsheiðar og Geitlands og vísar til fullnaðarafgreiðslu i sveitarstjórn.
=== 3.Verkfallslistar 2023 ===
2209243
Framlögð drög að skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem heimild til verkfalls nær ekki til, sbr lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lög um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.
Framlögð skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem undanþegin eru verkfallsheimild er samþykkt. Sveitarstjóra falið að láta birta hana með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
=== 4.Krafa vegna Mávakletts 10 ===
2211232
Framlagður samningur milli Borgarbyggðar og lóðarhafa að Mávakletti 10, Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
=== 5.Viðræður við Tekta vegna lóðamála ===
2211226
Framlagt samkomulag milli Borgarbyggðar og Tekta ehf. lóðamála.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
=== 6.Beiðni Íbúasamtaka Hvanneyrar vegna uppsetningar ljósastaura ===
2211008
Beiðni um stuðnings vegna kostnaðar við uppsetningu ljósastaura á gönguleið við grunnskólann.
Byggðarráð samþykkir framlagða beiðni Íbúasamtaka Hvanneyrar og felur sveitarstjóra að útfæra.
=== 7.Breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga ===
2212026
Umræða vegna skipulags samstarfs við Hvalfjarðarsveit í barnaverndarmálum.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Borgarbyggðar mætti til fundarins. Farið var yfir stöðuna og málinu vísað til velferðarnefndar til frekari umræðu.
=== 8.Samstarfsverkefni með pólskum sveitarfélögum á grunni EES ===
2301086
Lagt fram til kynningar, fundir um tækifæri til tvíhliða samstarfsverkefnum pólskra og íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð hvetur kjörna fulltrúa til að mæta á fundinn.
=== 9.Nánari skilgreiningar vegna launa fyrir nefndastörf ===
2301087
Fyrir byggðarráð er lagt að árétta viðmið um lengd nefndafunda m.t.t. greiðslu launa fyrir nefndarsetu.
Byggðarráð áréttar að ávallt skuli stefnt að því að nefndafundir sveitarfélagsins skuli standa skemur en í tvær og hálfa klukkustund. Þegar svo ber undir að ekki tekst að ljúka dagskrá á innan við þremur klukkustundum er heimilt að bera undir atkvæði að slíta fundi og boða til nýs fundar sem hefst þá þegar eða síðar eftir því sem fundurinn ákveður.
=== 10.Málefni fjallskilanefndar Þverárréttar ===
2301080
Fjallskilanefnd Þverárréttar kemur til fundar, til að ræða ýmis mál sem tengjast rekstri fjallskilasjóðsins.
Til fundarins komu Þuríður Guðmundsdóttir, Ingi Björgvin Reynisson og Einar Guðmann Örnólfsson úr fjallskilanefnd Þverárréttar.
Nefndarfólk lagði áherslu á að gerðar yrðu vinnureglur um viðbrögð við ágangi sauðfjár. Einnig var rætt um og ítrekuð sú beiðni nefndarinnar að virkja sjöttu grein fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar, Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Nú stendur yfir vinna í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd sem miðast við að útfæra verklag varðandi hvernig bregðast skuli við ágangi sauðfjár og hvernig skuli haga smölun heimalanda. Nefndarfólk lagði áherslu á að það verklag yrði skýrt fyrir vorið og tekur byggðarráð undir það sjónarmið. Rædd var mikil viðhalds- og endurbyggingarþörf Þverárréttar og einnig tækifæri til sameiningar fjallskiladeilda.
Nefndarfólk lagði áherslu á að gerðar yrðu vinnureglur um viðbrögð við ágangi sauðfjár. Einnig var rætt um og ítrekuð sú beiðni nefndarinnar að virkja sjöttu grein fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar, Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Nú stendur yfir vinna í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd sem miðast við að útfæra verklag varðandi hvernig bregðast skuli við ágangi sauðfjár og hvernig skuli haga smölun heimalanda. Nefndarfólk lagði áherslu á að það verklag yrði skýrt fyrir vorið og tekur byggðarráð undir það sjónarmið. Rædd var mikil viðhalds- og endurbyggingarþörf Þverárréttar og einnig tækifæri til sameiningar fjallskiladeilda.
=== 11.Söfnun dýraleifa samningur 2022-2023 ===
2202057
Samningur um söfnun dýraleifa á lögbýlum rennur út 31.janúar 2023.
Framlagt minnisblað Hrafnhildar Tryggvadóttur deildarstjóra umhverfis- og framkvæmdadeildar. Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjóra að hefja viðræður við núverandi verktaka um sex mánaða framlengingu á samningnum.
=== 12.Eigendafundur Faxaflóahafna sf. - FUNDARBOÐ - ===
2212074
Framlagður sameignarfélagssamningur Faxaflóahafna sf ásamt eigendastefnu sem undirritaðir voru á eigendafundi þann 4. janúar 2023.
Eigendastefna og sameignarfélagssamningur Faxaflóahafna framlögð.
=== 13.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022 ===
2202059
Framlögð fundargerð 448. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 16. desember 2022.
Fundargerð framlögð.
=== 14.Fundargerð húsnefndar Þinghamars 2022 ===
2205072
Framlagðar fundaergerðir Húsnefndar Þinghamars frá 4. maí, 13. júlí, 2. ágúst, 9. ágúst og 29. september 2022.
Fundargerðir framlagðar
Fundi slitið - kl. 15:00.
Fyrri áfanga framkvæmda á Borgarbraut lauk síðla hausts. Nú stendur yfir vinna við síðari áfanga sem hafist var handa við til að ljúka endurbótum upp fyrir Skallagrímsgötu og þar með lágmarka þörf fyrir lokanir á yfirstandandi ári en langur kuldakafli stöðvaði framkvæmdir í vetur.
Nú liggur fyrir annað hvort 1) að loka núverandi framkvæmdasvæði tímabundið með möl og hleypa umferð á Borgarbraut, og opna þá framkvæmdasvæði og hjáleið að nýju í vor, eða 2) að halda vinnu áfram með óbreyttum hætti þegar tíðafar leyfir og halda hjáleið um Berugötu opinni. Þar með mætti flýta fyrir lokum þessa verkhluta í vor.
Byggðarráð leggur til seinni valkostinn enda brýnt að opna fyrir umferð um Borgarbraut sem fyrst í vor, loka þá endanlega hjáleið um Berugötu. Þar með mætti hefja sem fyrst framkvæmdir við seinni hluta framkvæmda við Borgarbraut.
Byggðarráð leggur áherslu á að framkvæmda- og verkáætlun verði kynnt fyrir íbúum. Byggðarráð hefur ástæðu til að ætla að þessi ákvörðun muni flýta fyrir verklokum síðari áfanga verksins.