Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
Formaður óskar eftir þvi að taka inn með afbrigðum, lið 8 Vatnsveitur í Borgarbyggð. Samþykkt samhljóða.
=== 1.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Lagðar fram upplýsingar um stöðu á innleiðingu á breytingum í úrgangsmálum.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að þegar niðurstaða ílátatalninga og álagning fasteignagjalda liggur fyrir, verði tekin næstu skref við innleiðingu breytinga á sorphirðu.
=== 2.Samtal við hestamannafélagið Borgfirðing ===
2211245
Framlagt erindi frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að Hestamannafélagið Borgfirðingur hafi heimild til að taka við hrossataði frá hesthúsahverfinu í gryfju til geymslu sem er innan svæðis sem félagið er með á leigu, sem áætlað er að nýta síðar til landbóta innan svæðisins.
Stjórn hestamannafélagsins skal hafa umsjón með því hvar hrossatað nýtist best innan þess svæðis sem félagið hefur til afnota og hafi umsjón með losun taðs til uppgræðslu í beitarhólfum.
Nefndin telur ekki eðlilegt að sveitarfélagið kosti lagfæringu á vegi að áðurnefndri gryfju, enda hefur hestamannafélagið heimild til að nýta svæðið samkvæmt leigusamningi. Þess utan er hestamönnum heimilt að losa hrossatað í Bjarnhólum samkvæmt gjaldskrá.
Nefndin bendir stjórn hestamannafélagsins á möguleika á samstarfi við Landgræðsluna s.s. í gegnum Landbótasjóð til landbóta á svæðinu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd tekur undir mikilvægi þess að reiðvegir séu vel merktir og felur umhverfis-og framkvæmdadeild að setja upp merkingar í samráði við hestamannafélagið.
Stjórn hestamannafélagsins skal hafa umsjón með því hvar hrossatað nýtist best innan þess svæðis sem félagið hefur til afnota og hafi umsjón með losun taðs til uppgræðslu í beitarhólfum.
Nefndin telur ekki eðlilegt að sveitarfélagið kosti lagfæringu á vegi að áðurnefndri gryfju, enda hefur hestamannafélagið heimild til að nýta svæðið samkvæmt leigusamningi. Þess utan er hestamönnum heimilt að losa hrossatað í Bjarnhólum samkvæmt gjaldskrá.
Nefndin bendir stjórn hestamannafélagsins á möguleika á samstarfi við Landgræðsluna s.s. í gegnum Landbótasjóð til landbóta á svæðinu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd tekur undir mikilvægi þess að reiðvegir séu vel merktir og felur umhverfis-og framkvæmdadeild að setja upp merkingar í samráði við hestamannafélagið.
=== 3.Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn ===
2209240
Rætt um fyrirkomulag snjómoksturs í dreifbýli og hvernig nýtt kerfi hefur reynst.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur að nýtt fyrirkomulag við snjómokstur í dreifbýli sé heppilegt og hafi reynst vel það sem af er samningstímanum. Mikilvægt er að rýna verkefnið vel að loknum samningstíma og gera úrbætur fyrir næsta verðkönnunarferli ef þörf er á. Með nýju fyrirkomulagi fellur hlutverk snjómokstursfulltrúa niður og er Umhverfis- og framkvæmdadeild falið að tilkynna snjómokstursfulltrúum um það og þakka fyrir vel unnin störf.
=== 4.Refa og minkaeyðing 2023 ===
2301065
Gestir fundarins undir þessum lið eru skyttur sem hafa sinnt refa-og minkaveiði í sveitarfélaginu:
Einar Ólafsson, Gunnar Magnússon, Jón Axel Jónsson, Sigurður Ólafsson, Snorri Jóhannesson, Þórir Valdimar Indriðason.
Einar Ólafsson, Gunnar Magnússon, Jón Axel Jónsson, Sigurður Ólafsson, Snorri Jóhannesson, Þórir Valdimar Indriðason.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar gestum fyrir að koma á fund nefndarinnar til að ræða málefnið.
Stefnt er að því að hitta hópinn aftur síðar á árinu og móta tillögur að breytingum á kerfinu í heild sinni.
Stefnt er að því að hitta hópinn aftur síðar á árinu og móta tillögur að breytingum á kerfinu í heild sinni.
=== 5.Skólphreinsistöð í Brákarey- drög að starfsleyfi ===
2301064
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir hreinsistöð fráveitu í Brákarey í Borgarnesi. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. febrúar 2023.
Lagt fram.
=== 6.Deild Umhverfis-og framkvæmdamála, mánaðarskýrslur 2023 ===
2301060
Lögð fram skýrsla deildarstjóra.
Lagt fram.
=== 7.Breyttur fundatími Umhverfis-og landbúnaðarnefndar ===
2301070
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að fastur fundartími nefndarinnar verði 3. mánudagur í mánuði kl. 13:00 frá og með febrúarfundi nefndarinnar.
=== 8.Vatnsveitur í Borgarbyggð ===
2203242
Lagt fram minnisblað vegna vatnsveitna í Borgarbyggð.
Lagt fram.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd mun afla frekari gagna um rekstur vatnsveitna í sveitarfélaginu og fjalla um málið á næstu fundum nefndarinnar.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd mun afla frekari gagna um rekstur vatnsveitna í sveitarfélaginu og fjalla um málið á næstu fundum nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 15:45.