Húnaþing vestra
Byggðarráð - 1165. fundur
**Afgreiðslur:** *Björn Bjarnason rekstrarstjóri og Tryggvi Þór Logason umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu koma til fundar kl.14:03. Tryggvi Þór í gegnum fjarfundabúnað.* **1. Fulltrúi EFLU verkfræðistofu kemur til fundar og kynnir útboðsgögn fyrirhugaðs sorpútboðs.** Tryggvi fór yfir helstu atriði útboðsgagnanna. Byggðarráð þakkar Tryggva greinargóða yfirferð.
Tryggvi Þór vék af fundi kl. 15:08.
**2. Rekstrarstjóri kemur til fundar**. Björn Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir stöðu helstu framkvæmda og verkefna framundan. Byggðarráð þakkar Birni greinargóða yfirferð.
Björn vék af fundi kl. 16:26.
**3. 2301048 Boð á XXXVIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.** Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Húnaþings vestra verða Þorleifur Karl Eggertsson oddviti og Magnús Magnússon formaður byggðarráðs. **4. Fundargerðir** lagðar fram til kynningar: **a. 2301035 917. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. janúar 2023**. **b. 2301040 449. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 20. janúar 2023.**
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:34.