Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 3. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Umsókn um deiliskipulag - breyting Brekkubyggð 14 L208870 ===
2301014
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulaginu frístundabyggð í landi Bjarnastaða, svæði fimm, frá árinu 2006 m.s.br. Breytingin tekur til lóðar nr. 14 við götuna Brekkubyggð. Byggingarreitur er stækkaður í austur og vestur um 10 m í hvora átt. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir. Undirrituð heimild landeiganda fyrir breytingunni liggur fyrir.
Uppdráttur dags. 4.1.2023.
Uppdráttur dags. 4.1.2023.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nærliggjandi lóðum, Skógarbyggð 1 og Brekkubyggð 11 og 12.
=== 2.Stekkjarhóll 70- Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2204070
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 100,9 fm sumarhúsi á lóð nr. 70 við götuna Stekkjarhóll í landi Stóru-Grafarlands L134985. Núverandi frístundarhús sem er 46,4 fm verður fjarlægt. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Stóru-Grafarlands og félögunum Orlofssjóður Sameykis, Kjölur stéttarf starsm almþjón, BSRB, Orlofssjóður LSS, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Tollvarðafélag Íslands, Starfsmannafélag Suðurnesja, Félag flugmálastarfsm ríkisins, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Dala/Snæellsn, Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna.
Fundi slitið - kl. 14:15.