Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 133. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Elísabet Jónsdóttir deildarstjóri í fötlunarmálum sat fundinn undir þessum lið.
=== 1.Stefna í málefnum fatlaðra ===
2005194
Verkáætlun um vinnslu stefnu í málefnum fatlaðs fólks lögð fram og skipað í vinnuhóp um gerð stefnunnar.
Verkáætlun um vinnslu áætlunarinnar samþykkt. Nefndin skipar Kristínu Erlu Guðmundsdóttur og Bjarney Láurdóttur Bjarnadóttur úr röðum nefndarmanna og forstöðumenn Búsetuþjónustunnar og Öldunnar. Stefnan verður unnin í samstarfi við notendaráð í málefnum fatlaðra. Deildarstjóri félagsþjónustu í málefnum fatlaðs fólks verður starfsmaður hópsins.
Elísabet Jónsdóttir deildarstjóri í fötlunarmálum sat fundinn undir þessum lið.
=== 2.Notendaráð og samráðshópur í málefnum fatlaðra ===
2003205
Á fundi sveitarstjórnar 14. 5. 2020 var erindisbréf samráðshóps í málefnum fatlaðra samþykkt og skipaðir í nefndina þrír aðalmenn og þrír varamenn.
Skipa þarf í hópinn að nýju eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar.
Á fundi velferðarnefndar 5. júní 2020 var ákveðið að hópurinn yrði stofnaður þegar tilnefningar bærust frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks um fulltrúa í samráðshópinn. skv. lögum eiga að vera þrír aðilar í hópnum tilnefndir af hagsmunasamtökum.
Með bréfi dags. 24. júní 2020 barst tilnefning frá ÖBÍ um einn aðila. Ekki hafa borist fleiri tilnefningar í samráðshópinn og hópurinn hefur því ekki tekið til starfa.
Skoða þarf nafn hópsins vegna mismunandi orðanotkunar, svo virðist sem ýmist séu notuð heitin Samráðhópur eða notendaráð.
Skipa þarf í hópinn að nýju eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar.
Á fundi velferðarnefndar 5. júní 2020 var ákveðið að hópurinn yrði stofnaður þegar tilnefningar bærust frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks um fulltrúa í samráðshópinn. skv. lögum eiga að vera þrír aðilar í hópnum tilnefndir af hagsmunasamtökum.
Með bréfi dags. 24. júní 2020 barst tilnefning frá ÖBÍ um einn aðila. Ekki hafa borist fleiri tilnefningar í samráðshópinn og hópurinn hefur því ekki tekið til starfa.
Skoða þarf nafn hópsins vegna mismunandi orðanotkunar, svo virðist sem ýmist séu notuð heitin Samráðhópur eða notendaráð.
Ákveðið að nota nafnið ,,Notendaráð" í málefnum fatlaðra í stað samráðshóps. Kvallað verður eftir tilnefningum frá aðildarfélögum fatlaðra/Öryrkjabandalaginu. Skipað verður í ráðið af sveitarstjórn á fundi 12. janúar.
Deildarstjóri í fötlunarmálum yfirgaf fundinn.
Guðbjörg Guðmundsdóttir starfsmaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
=== 3.Jafnréttisáætlun ===
1907031
Jafréttisáætlun lögð fram til samþykktar
Jafnréttisáætlun samþykkt af hálfu nefndarinnar og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn. Hún verður síðan send til Jafnréttisstofu til samþykktar og í framhaldi af því kynnt fyrir öðrum nefndum.
Guðbjörg Guðmundsdóttir starfsmaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
=== 4.Trúnaðarbók 2022 ===
2201037
Afgreiðslur starfsmanna lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Guðbjörg yfirgaf fundinn.
=== 5.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga ===
2201148
Samkvæmt bókun sveitarstjórnar á fundi 7.12. 2022 var sótt um undanþágu fyrir sameiginlegri starfsemi barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar frá 6000 manna íbúafjölda.
Kynnt samþykki Mennta-og barnamálaráðuneytis á umsókn Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar um undanþágu frá viðmiði um 6000 manna íbúafjölda um barnaverndarþjónustu.
Undanþága er veitt til 1. janúar 2024. í svarbréfi ráðuneytisisn er bent á að á næsta ári hyggst ráðuneytið gera ríkari kröfur til þess að sveitarfélög sýni fram á að þau hafi leitað eftir samstarfi um barnaverndarþjónustu í stærri umdæmum. Umsóknir um endurnýjaða undanþágu skulu berast mennta- og barnamálaráðuneyti fyrir 1. nóvember 2023. Auk uppfærðra upplýsinga um næga fagþekkingu innan barnaverndarþjónustu skulu umsókn fylgja upplýsingar um formlegar umleitanir sveitarfélagsins til að ná samstarfi um barnaverndarþjónustu á svæði sem telur 6.000 íbúa.
Undanþága er veitt til 1. janúar 2024. í svarbréfi ráðuneytisisn er bent á að á næsta ári hyggst ráðuneytið gera ríkari kröfur til þess að sveitarfélög sýni fram á að þau hafi leitað eftir samstarfi um barnaverndarþjónustu í stærri umdæmum. Umsóknir um endurnýjaða undanþágu skulu berast mennta- og barnamálaráðuneyti fyrir 1. nóvember 2023. Auk uppfærðra upplýsinga um næga fagþekkingu innan barnaverndarþjónustu skulu umsókn fylgja upplýsingar um formlegar umleitanir sveitarfélagsins til að ná samstarfi um barnaverndarþjónustu á svæði sem telur 6.000 íbúa.
=== 6.Samþætting þjónustu við aldraða ===
2209252
Á síðasta fundi nefndarinnar var kynnt hugmynd og markmið með samþættri þjónustu/miðstöð öldrunarþjónustu. Guðjón Brjánsson hefur verið fenginn sem ráðgjafi vegna verkefnisins. Formanni nefndar og félagamálastjóra var falið að fá fund með Guðjóni og vinna áfram að þróun verkefnisins.
Málinu frestað til næsta fundar þar sem ekki náðist að funda um samþætta þjónustu með Guðjóni Brjánssyni ráðgjafa vegna verkefnisins.
=== 7.Nýbúaráð ===
1409191
Á fundi velferðarnefndar 3. maí 2022 var eftirfarandi bókað: Sú þróun virðist vera að stærri sveitarfélögin séu nú með ,,fjölmenningarráð" og almennt sé áherslan hjá sveitarfélögum á upplýsingagjöf og móttöku nýrra íbúa.
Nefndin beinir því til byggðaráðs að skoða hvort breytinga sé þörf á fyrirkomulagi varðandi málaflokkinn með tilliti til þeirrar þróunar sem hefur orðið frá því Nýbúaráð var fyrst skipað eftir sveitarstjórnarkosningar 2010.
Nefndin leggur til að nafni ráðsins verði breytt í fjölmenningarráð og telur mikilvægt að ráðið taki til starfa sem fyrst.
Nefndin leggur til að nafni ráðsins verði breytt í fjölmenningarráð og telur mikilvægt að ráðið taki til starfa sem fyrst.
Fundi slitið - kl. 15:00.