Hvalfjarðarsveit
Fræðslunefnd 46. fundur
= Fræðslunefnd =
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir umræðum mála, ekki afgreiðslu þeirra og viku af fundi kl. 18:00.
=== 1.Aukin stuðningsþörf í Skýjaborg ===
2212044
Erindi frá Skýjaborg.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur formanni að afla frekari upplýsinga.
=== 2.Skóladagatal Skýjaborgar 2022-2023. ===
2203038
Erindi -breyting á skóladagatali Skýjaborgar.
Fræðslunefnd fellst á beiðni leikskólastjóra um færslu á skipulagsdegi frá 22. maí til 17.maí 2023 vegna fyrirhugaðrar náms- og kynnisferðar starfsfólks.
=== 3.Lógó Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar ===
2203037
Fara yfir nýjar tillögur af kennimerkjum Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd þakkar Önnu Kristínu Ólafsdóttur fyrir frumlegar og góðar tillögur og felur frístunda- og menningarfulltrúa að koma ábendingum nefndarmanna áleiðis til frekari vinnslu.
=== 4.Vor- og haust frístund 2023 ===
2301024
Finna nýtt nafn á Vor- og haust frístund.
Fræðslunefnd tekur undir tillögu stýrihóps um gerð frístundastefnu að fundið verði nýtt nafn á vor- og haustfrístund. Nefndin felur Þórdísi Þórisdóttur grunnskólakennara að fá tillögur að nöfnum frá nemendum 1.-4. bekkjar Heiðarskóla.
=== 5.Gæðastarf í skólum, Úttekt - ytra mat. ===
2301025
Umsóknarfrestur um ytra mat á skólastarfi.
Lagt fram til kynningar.
=== 6.Fjöldi nemenda og starfsmanna í Leik- og grunnskóla - skólaárið 2023 ===
2301023
Lykiltölur á skólaárið 2023.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Miðstöð skólaþróunar-stjórnun-kennsluráðgjöf og starfsþróun ===
2208034
Staða verkefnisins um stjórnun- kennsluráðgjöf og starfsþróun í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Skólastjórnendur kynntu nefndinni framvindu samstarfs við MSHA sem lofar góðu.
=== 8.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar ===
2201038
Innleiðing Menntastefnunnar-Aðgerðaráætlun til þriggja ára.
Lagt fram til kynningar.
Fræðslunefnd fær frekari upplýsingar um innleiðingarferlið á vormánuðum.
Fræðslunefnd fær frekari upplýsingar um innleiðingarferlið á vormánuðum.
=== 9.Frístundastefna. ===
2204059
Fundargerð stýrihóps og kynning.
Formaður stýrihóps um gerð frístundastefnu kynnti stöðu verkefnisins. Ljóst er að verkefnið er umfangsmikið og þörf er á aðkomu margra hagaðila. Fræðslunefnd þakkar fyrir yfirferðina og sköpuðust góðar umræður um málið. Meðal annars var rætt um skipurit frístundamála og mikilvægi aðkomu barna og ungmenna að gerð stefnunnar.
=== 10.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. ===
2208023
Staða innleiðingar á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Hvalfjarðarsveit.
Frístunda- og menningarfulltrúi kynnti stöðu innleiðingar á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna. Elín Thelma Róbertsdóttir,félagsmálastjóri stýrir innleiðingunni ásamt Sólveigu Sigurðardóttur félagsráðgjafa. Fræðsluerindi fóru fram fyrir starfsfólk leik- og grunnskólans í desember sl. ásamt því sem nefndarmönnum sveitarfélagsins var boðið að sækja fræðsluna. Stofnaður hefur verið vinnuhópur á vegum sveitarfélagsins og búið er að skipa tengiliði í leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Fundi slitið - kl. 19:15.