Grindavíkurbær
Frístunda- og menningarnefnd - Fundur 107
08.09.2021 - Slóð
**107. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 8. september 2021 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Þórunn Erlingsdóttir, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, aðalmaður,
Irmý Rós Þorsteinsdóttir, formaður og Sigríður Etna Marinósdóttir, aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Dagskrá:
**1. Jafnréttis- og aðgerðaáætlun UMFG - 2007051**
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Rætt um ákvæði er snúa að jafnréttismálum og óæskilegri hegðun í samstarfssamningi Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG.
**2. Umsóknir um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði 2022 - 2106082**
Athugasemdir við samninga vegna starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði lagðar fram. Nefndin samþykkir samningana fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
**3. Styrkir vegna íþróttaafreka 2021 - 2107030**
Frístunda- og menningarnefnd staðfestir eftirfarandi styrkúthlutanir vegna íþróttaafreka:
Bragi Guðmundsson: 25.000 kr.
Hekla Eik Nökkvadóttir: 25.000 kr.
**4. Leiksvæði í Grindavík - 2108028**
Tillaga að fyrirkomulagi íbúasamráðs vegna framtíðarskipulags leikvalla lagt fram. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við tillöguna og leita eftir áliti ungmennaráðs, íbúa, skólastjórnenda og nemenda í leik- og grunnskólum á leikvöllum í Grindavík.
**5. Fjárhagsáætlun 2022 - Frístunda- og menningarsvið - 2109002**
Rætt um áherslur í fjárhagsáætlunargerð á frístunda- og menningarsviði vegna ársins 2022.
**6. Viðburðir um jól og áramót 2021-2022 - 2109003**
Rætt um viðburði á vegum Grindavíkurbæjar um jól og áramót 2021-2022.
**7. Verkefni fjölmenningarfulltrúa sumarið 2021 - 2108036**
Grindavíkurbær réð fjölmenningarfulltrúa til starfa í sumar gegnum verkefnið "sumarstörf námsmanna 2021". Yfirlit yfir störf fjölmenningarfulltrúa lagt fram.
**8. Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082**
Drög að stefnu Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)