Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1565
==== 26. janúar 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Hlíðartún 9 - ósk um stækkun lóðar og yfiröku lands ==
[202210523](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210523#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Erindi frá húseiganda Hlíðartúns 9 um stækkun lóðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum stækkun lóðar og felur lögmanni Mosfellsbæjar að gera samkomulag við málshefjendur í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
== 2. Langitangi 11-35 við Hamraborg - úthlutun lóða ==
[202212321](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212321#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Langatanga.
Upplýsingar og umræða um þær lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Langatanga 11-35 við Hamraborg.
== Gestir ==
- Kristinn Pálsson
== 3. Fossatunga 28 og 33 - úthlutun lóða ==
[202212322](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212322#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Fossatungu.
Upplýsingar og umræða um þær lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Fossatungu 28 og 33.
== Gestir ==
- Kristinn Pálsson
== 4. Hamraborg - Langitangi ==
[202201407](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202201407#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægsbjóðenda, Jarðval sf., á grundvelli tilboðs hans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við Jarðval sf. af því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
== 5. Búnaður og rekstur Hlégarðs ==
[202301430](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301430#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Ósk um heimild bæjarráðs til að verja allt að 6 m.kr. til kaupa á búnaði vegna starfsemi Hlégarðs og utanumhalds vegna undirbúnings og framkvæmd viðburða í Hlégarði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til að verja allt að 6 m.kr. til kaupa á búnaði vegna starfsemi Hlégarðs og utanumhalds vegna undirbúnings og framkvæmd viðburða í Hlégarði. Samhliða undirbúi forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar gerð gjaldskrár fyrir afnot af húsinu.
== 6. Betri samgöngur samgöngusáttmáli ==
[202301315](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301315#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Kynning á sex mánaða skýrslu Betra samganga.
Sex mánaða skýrsla Betri samganga lögð fram til kynningar.
== Gestir ==
- Pétur Lockton
- Þröstur Guðmundsson
== 7. Betri samgöngur - samgöngusáttmálinn ==
[202107097](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202107097#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Framlög til Betri samgangna ohf. árið 2023.
Lagt fram
== Gestir ==
- Pétur Lockton
== 8. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2023 ==
[202301251](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301251#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Minnisblað fjármálastjóra um aðgang að skammtímafjármögnun
Samþykkt með fimm atkvæðum að veita Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra og Pétri Jens Lockton, fjármálastjóra, heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 750 m.kr. upp í fyrirhugaðar lántökur hjá sjóðnum á árinu 2023. Í heimildinni felst umboð til þess að undirrita lánasamninga við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Jafnframt er samþykkt að bæjarráð Mosfellsbæjar veiti Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og Pétri Jens Lockton, fjármálastjóra, heimild til að undirrita viðauka við samning við Íslandsbanka frá 21.03.2019 þar sem gildistími 750 m.kr. yfirdráttarheimildar er framlengdur til 01.03.2024.
== Gestir ==
- Pétur Lockton
== 9. Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2023 ==
[202209558](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202209558#nvzn3bhky0eyly85hbx2ea1)
Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2023 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.