Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1633
**1633. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 17. janúar 2023 og hófst hann kl. 15:00.**
**Fundinn sátu:** Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
**Einnig sátu fundinn:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
**Fundargerð ritaði**: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 8. mál: 2301068 - Rafmagnsleysi á Suðurnesjum vegna bilunar.
Samþykkt samhljóða.
**Dagskrá:**
1. Vinnumálastofnun - Starfsemi V58 - 2301019
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi og lögfræðingur tæknideildar
sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Málið lagt fram.
**2. Móttaka flóttafólks - 2301053**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Farið yfir stöðu málsins.
Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
**3. Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík - 2211017**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um viðauka vegna vinnu við miðbæjarskipulag að upphæð 15 milljónir króna sem fjármagnað verður með lækkun á handbæru fé.
Þegar er gert ráð fyrir 5 milljónum króna til verkefnisins á þessu ári. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 20 milljónir króna. Tölvupóstur sem sendur var á bæjarstjórn
og skipulagsnefnd þann 17. nóvember 2022 lagður fram. Þá er vísað til bókunar undir máli nr. 2212007 þar sem meirihluti bæjarráðs fjallar m.a. um verkefnið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
**4. Endurnýjun samnings vegna fjölþættrar heilsueflingar 65 - 2209005**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Uppfærður samningur við Janus heilsueflingu lagður fram.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
**5. Ljósmyndasýning utanhúss - 2212034**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Helga Dís vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 2.000.000 kr. á rekstrareininguna Viðburðardagskrá/menningarvika 05731-4342 og að viðaukinn verði fjármagnaður með hækkun tekna á lykil 0911 á sömu rekstrareiningu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
**6. Reglur um styrkveitingar Grindavíkurbæjar til uppbyggingar gamalla húsa í Grindavík - 2301012**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Reglur um styrkveitingar Grindavíkurbæjar til uppbyggingar gamalla húsa í Grindavík eru lagðar fram.
Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fella reglurnar úr gildi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fella reglurnar úr gildi.
**7. Afnot af íþróttamannvirkjum Grindavíkurbæjar 2022 - 2301052**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Félag eldri borgara í Grindavík óskar eftir að fá styrk á móti leigu í Íþróttamannvirkjum vegna Zumba námskeiða. Harpa Pálsdóttir óskar eftir að fá styrk á móti leigu vegna dansnámskeiða í íþróttamannvirkjum Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð samþykkir erindin og felur sviðsstjóra að sækja um viðauka vegna ársins 2023.
**8. Rafmagnsleysi á Suðurnesjum vegna bilunar - 2301068**
Málið er sett á dagskrá að beiðni meirihluta bæjarstjórnar.
Bæjarráð hvetur málsaðila að leysa málið hið fyrsta varðandi Suðurnesjalínu 2 en í ljósi rafmagns- og vatnsleysis í gær er málið orðið mjög alvarlegt.
**9. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - Þorrablót 2023 - 2301006**
Jón Júlíus Karlsson óskar eftir tímabundnu áfengisleyfi vegna fyrirhugaðs þorrablóts í íþróttamiðstöðinni í Grindavík þann 28. janúar 2023.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Slökkvilið Grindavíkur gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Bæjarráð Grindavíkurbæjar mælir með veitingu leyfisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
== AÐRAR FUNDARGERÐIR ==
Bæjarstjórn / 1. febrúar 2023
Skipulagsnefnd / 31. janúar 2023
Afgreiðslunefnd byggingamála / 19. janúar 2023
Bæjarráð / 18. janúar 2023
Frístunda- og menningarnefnd / 12. janúar 2023
Fræðslunefnd / 11. janúar 2023
Bæjarráð / 11. janúar 2023
Bæjarstjórn / 11. janúar 2023
Skipulagsnefnd / 10. janúar 2023
Bæjarstjórn / 28. desember 2022
Öldungaráð / 21. desember 2022
Bæjarráð / 21. desember 2022
Skipulagsnefnd / 20. desember 2022
Fræðslunefnd / 19. desember 2022
Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. desember 2022
Bæjarstjórn / 14. desember 2022
Hafnarstjórn / 13. desember 2022
Öldungaráð / 13. desember 2022
Skipulagsnefnd / 7. desember 2022
Bæjarráð / 7. desember 2022
Bæjarstjórn / 1. desember 2022
Bæjarráð / 23. nóvember 2022
Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2022
Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2022
Bæjarráð / 16. nóvember 2022
Bæjarráð / 10. nóvember 2022
Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022
Frístunda- og menningarnefnd / 3. nóvember 2022
Bæjarráð / 2. nóvember 2022
Fræðslunefnd / 27. október 2022