Mosfellsbær
Menningar- og lýðræðisnefnd - 2
==== 26. janúar 2023 kl. 16:32, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
== Fundargerð ritaði ==
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn ==
[202301450](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301450#hluu6i95eyvayzwvklbg1)
Húsaleigusamningur rekstraraðila Hlégarðs er runninn út. Umræður um málefni Hlégarðs og rekstur hússins til skemmri og lengri tíma.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir svohljóðandi bókun með öllum greiddum atkvæðum:
Nefndin felur forstöðumanni menningarmála að vinna tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 sem gerir ráð fyrir því að Mosfellsbær taki yfir rekstur Hlégarðs. Í áætluninni komi fram notkun stofnana Mosfellsbæjar á húsinu auk þeirrar félagsstarfsemi sem hefur nýtt húsið í viðburða- og fundahald. Gera þarf ráð fyrir kostnaði vegna starfsmannahalds, fjárfestingu í lágmarksbúnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði og athuga tekjumöguleika hússins. Mikilvægt er að samráð verði haft við Eignarsjóð sem fer með viðhald hússins og að tekið verið tillit til viðhaldsáætlunar ársins.
== Gestir ==
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== 2. Lista- og menningarsjóður - uppgjör 2022 ==
[202301288](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301288#hluu6i95eyvayzwvklbg1)
Lagt fram uppgjör Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2022.
Samþykkt með fimm atkvæðum að frestur til að sækja um úr Lista- og menningarsjóði sé til 1. mars nk. Starfsáætlun ásamt tillögu nefndarinnar um úthlutun úr sjóði lögð fram á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar 7. mars nk.
== 3. Menning í mars ==
[202301452](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301452#hluu6i95eyvayzwvklbg1)
Fram fer umræða um nýtt menningarverkefni undir nafninu "Menning í mars".
Samþykkt með fimm atkvæðum að fela forstöðumanni bókasafns og menningarmála að kanna hvort hægt sé að hrinda í framkvæmd verkefninu Menning í mars á þessu ári í samræmi við umræður á fundi.
== 4. Fundadagskrá 2023 ==
[202211082](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211082#hluu6i95eyvayzwvklbg1)
Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi nefndarinnar árið 2023.
Fundadagatal lagt fram. Samþykkt með fimm atkvæðum með áorðnum breytingum.
== 5. Endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar ==
[201809317](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201809317#hluu6i95eyvayzwvklbg1)
Forstöðumaður menningarmála fer yfir stöðu þeirra verkefna sem tekin eru fyrir í gildandi Menningarstefnu.
Forstöðumaður menningarmála kynnir.