Mosfellsbær
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 264
==== 19. janúar 2023 kl. 16:00, ====
utan bæjarskrifstofu
== Fundinn sátu ==
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
== Fundargerð ritaði ==
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Vetrarfrí 2023 - dagskrá ==
[202301318](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301318#j16qzm3azkg7rb1cmnwnmq1)
Vetrarfí í grunnskólum - tillögur að sameiginlegri dagskrá
Dagana 17. - 20. febrúar næstkomandi verður vetrarfrí grunnskólanna í Mosfellsbæ. Íþrótta-og tómstundanefnd leggur til að auka fjölbreyttni á því starfi sem hefur verið í boði og gera þessa daga að góðri upplifun fyrir börn og fjölskyldur í Mosfellsbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd starfsmönnum Fræðslu- og frístundasviðsins að skipuleggja og halda utanum verkefnið í góðu samstarfi við íþrótta-og tómstundafélög og aðra þá aðila sem að verkefninu koma.
== 2. Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2022 ==
[202212126](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212126#j16qzm3azkg7rb1cmnwnmq1)
íþróttafólk Mosfellbæjar - undirbúningur
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2022 var heiðrað í dag
18 voru tilnefndir, eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, að kjósa Íþróttafólk ársins 2022.
Á sama tíma var þjálfari , lið, og sjálfboðaliði ársins heiðruð
Íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ 2022 er Anton Ari Einarsson knattspyrnumaður hjá Breiðablik
Thelma Dögg Grétarsdóttir Blakkona frá Aftureldingu
Afrekslið Mosfellsbæjar 2022 er Meistaraflokkur kvenna úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar
þjálfari ársins er Davíð Gunnlaugsson ? þjálfari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar
Sjálfboðaliði ársins er Guðrún Kristín Einarsdóttir Formaður Blakdeildar Afturelding
íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar óskar öllum hluteigandi innilega til hamingju með afrek ársins 2022!