Kópavogsbær
Skipulagsráð - 135. fundur
Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022, vegna umsóknar K.R. arkitekta f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi.
Á lóðinni er fjölbýlishús á þremur hæðum byggt árið 1958. Ekki er í gildi deiliskipulag á lóðinni. Í breytingunni felst viðbygging á einni hæð við vesturhlið hússins, 8,3 m² að flatarmáli. Byggingarmagn eyskt úr 386 m² í 394,3 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,38 í 0,39. Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 14. september 2022.
Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2023 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Grenigrundar 2A, 2B, 4, 6 og 10.
Kynningartíma lauk 13. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.