Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Sólborg - Úttekt á loftgæðum og innivist ===
2209054
Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs varðandi kostnað við hreinsun og uppbyggingu í leikskólanum Sólborg.
=== 2.Snjómokstur-Umhverfismiðstöð ===
2301060
Minnisblað frá bæjarstjóra og deildarstjóra á skipulags- og umhverfissviði varðandi snjómokstur og snjóhreinsun í Suðurnesjabæ vegna óveðurs seinni hluta desember 2022.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar greinargóðar upplýsingar um málið og tekur undir það sem fram kemur að skapast hafi almannavarnaástand í nokkra sólarhringa sem umfjöllunin nær yfir þar sem sveitarfélagið var nánast einangrað vegna ófærðar í allar áttir. Bæjarráð leggur áherslu á og óskar eftir því að Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur taki þetta mál til umfjöllunar.
Bæjarráð þakkar greinargóðar upplýsingar um málið og tekur undir það sem fram kemur að skapast hafi almannavarnaástand í nokkra sólarhringa sem umfjöllunin nær yfir þar sem sveitarfélagið var nánast einangrað vegna ófærðar í allar áttir. Bæjarráð leggur áherslu á og óskar eftir því að Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur taki þetta mál til umfjöllunar.
=== 3.Rafmagnsleysi á Suðurnesjum 2023 ===
2301069
Erindi bæjarstjóra til almannavarnanefndar vegna rafmagns-og símasambandsleysis 16. janúar 2023 og minnispunktar frá Einari Jóni Pálssyni um samskipti við Símann vegna sambandsleysis.
Afgreiðsla:
Bæjarráð lýsir miklum áhyggjum af því öryggisleysi sem íbúar og atvinnulíf búa við og birtist þegar rafmagnslaust varð á Suðurnesjum og Suðurnesjabær varð síma- og netsambandslaus. Bæjarráð tekur undir erindi bæjarstjóra til Almannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur um að fjallað verði um það ástand sem upp kom út frá öryggis-og almannahagsmunum. Bæjarráð bendir á að íbúar og atvinnulíf á Suðurnesjum geti ekki lengur sætt sig við að ekki sé komin lausn á uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja til að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku en öllu frekar til að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á svæðinu.
Bæjarráð lýsir miklum áhyggjum af því öryggisleysi sem íbúar og atvinnulíf búa við og birtist þegar rafmagnslaust varð á Suðurnesjum og Suðurnesjabær varð síma- og netsambandslaus. Bæjarráð tekur undir erindi bæjarstjóra til Almannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur um að fjallað verði um það ástand sem upp kom út frá öryggis-og almannahagsmunum. Bæjarráð bendir á að íbúar og atvinnulíf á Suðurnesjum geti ekki lengur sætt sig við að ekki sé komin lausn á uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja til að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku en öllu frekar til að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á svæðinu.
=== 4.Sorphirða desember 2022 og janúar 2023 ===
2301037
Greinargerð frá framkvæmdastjóra Kölku vegna söfnunar úrgangs í desember og janúar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar þær upplýsingar sem koma fram í greinargerðinni en leggur mikla áherslu á að verulega þurfi að bæta upplýsingamiðlun Kölku til íbúa sveitarfélagsins um framkvæmd og þjónustu við sorphirðu í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð þakkar þær upplýsingar sem koma fram í greinargerðinni en leggur mikla áherslu á að verulega þurfi að bæta upplýsingamiðlun Kölku til íbúa sveitarfélagsins um framkvæmd og þjónustu við sorphirðu í Suðurnesjabæ.
=== 5.Tryggingar - útboð ===
2211002
Minnisblað vegna niðurstöðu útboðs á tryggingum Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda VÍS á grundvelli tilboðs.
Samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda VÍS á grundvelli tilboðs.
=== 6.Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins Garðs ===
2301066
Samþykktir sjóðsins og ósk fulltrúa S-lista um endurskoðun samþykkta.
Afgreiðsla:
Samþykkt með tveimur atkvæðum B- og D- lista að fresta máli. Fulltrúi S- lista greiddi atkvæði á móti.
Samþykkt með tveimur atkvæðum B- og D- lista að fresta máli. Fulltrúi S- lista greiddi atkvæði á móti.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Lagt fram.