Reykjanesbær
Stjórn Reykjaneshafnar - 270. fundur
== 270. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 19. janúar kl. 16:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 ==
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson Hafnarstjóri.
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir samhljóða að bæta við eftirfarandi máli á dagskrá: Atvinnuþróunarstefna (202001047) og verður fjallað um það mál í dagskrálið 15.
=== 1. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193) ===
Hafnarstjóri fór yfir óendurskoðaða rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu tólf mánuði ársins.
=== 2. Starfsmannamál Reykjaneshafnar (2023010390) ===
Hafnarstjóri kynnti samþykkt bæjarráðs frá 1399. fundi ráðsins þann 29. desember sl. um breytt fyrirkomulag varðandi greiðslu fatapeninga til starfsmanna. Einnig kynnti hann breytingar á verkfyrirkomulagi hjá starfsmönnum hafnarinnar en fyrirkomulagið er til reynslu í eitt ár frá og með 1. janúar að telja.
**Fylgigögn:**
[Stefna Reykjanesbæjar um fatapeninga](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2023/270/2.-stefna-rnb-um-fatapeninga.pdf)
[Tilkynning um breytingu á greiðslum fatapeninga](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2023/270/2.-tilkynningu-a-breytingu-a-greidslum-fatapeninga-des-2022.pdf)
=== 3. Hafnamannvirki Reykjaneshafnar (2023010399) ===
Hafnastjóri fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugað uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn
=== 4. Samráðsnefnd um þróun hafnasvæða (2023010392) ===
Fundargerð 2. fundar Samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða frá 12.01.23.
Lögð fram til kynningar.
**Fylgigögn:**
[Fundargerð Samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2023/270/4.-2.-fundur-samradsnefndar-12.01.23.pdf)
=== 5. Skipaþjónustuklasi (2023010393) ===
Hafnarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins Skipaþjónustuklasi en unni hefur verið að undanfarin ár hjá Reykjanesbæ.
**Fylgigögn:**
[Skipaþjónustuklasi](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2023/270/5.-skipathjonustuklasi-greining-lokaskjal.pdf)
=== 6. Hafnasamband Íslands (2023010394) ===
Fundargerð 448. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands frá 16.12.22.
Lögð fram til kynningar.
**Fylgigögn:**
[Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2023/270/6.-hafnasambands-islands-fundargerd-nr.-448.pdf)
=== 7. Aalborg Portland Ísland ehf. (2023010395) ===
Hafnarstjóri kynnti samkomulag milli Reykjaneshafnar og Aalborg Portland Ísland ehf. varðandi fyrirkomulag á greiðslu vörugjalda á innfluttu sementi um Helguvíkurhöfn árið 2023. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnarstjóra að undirrita það.
Samþykkt samhljóða.
=== 8. Skemmtiferðaskip (2023010396) ===
Hafnarstjóri kynnti stöðuna á vinnu við „leiðarvísis“ fyrir ferðamenn sem unnin er í samstarfi við ACEO út frá niðurstöðum vinnustofu sem haldin var þann 16. nóvember sl. í Hljómahöll. Drög að lokaútgáfu verður væntanleg send til þátttakenda vinnustofunnar á næstu dögum til yfirferðar.
**Fylgigögn:**
[Leiðarvísir](/static/files/Fundargerdir/hafnarstjorn/2023/270/8.-iceland-reykjanesbaer-design-v5_10.01.23.pdf)
=== 9. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524) ===
Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.
=== 10. SAR - Samtök atvinnurekenda á Reykjarnesi (2022040594) ===
Yfirlit dags. 13.12.22 frá formanni SAR Guðmundi Péturssyni um starfsemi félagsins 2022.
Lagt fram til kynningar.
=== 11. Markaðsstefna Reykjanesbæjar 2023-2028 (2021110284) ===
Tölvupóstur dags. 28.12.22 frá Skjaladeild Reykjanesbæjar fyrir hönd Menningar- og atvinnuráðs þar sem óskað er eftir umsögn um drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar 2023-2028. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjanes fagnar framkominni markaðsstefnu og telur hana góðan grunn til að byggja á í markaðsetningu bæjarins á hinum ýmsu sviðum í framtíðinni.Þó telur stjórnin að stoðir eins og atvinnumál o.fl. njóti ekki nægilegrar áherslu í stefnunni.
Samþykkt samhljóða.
=== 12. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - starfsáætlun (2023010397) ===
Starfsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023.
Lögð fram til kynningar.
=== 13. Fyrirtækjakönnun landshluta - Suðurnes (2023010398) ===
Fyrirtækjakönnun landshlutana frá 2021 með hliðsjón af stöðu Suðurnesja.
Lögð fram til kynningar.
=== 14. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197) ===
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
=== 15. Atvinnumálastefna (202001047) ===
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar hefur með nýrri skipan í stjórnkerfi Reykjanesbæjar fengið í sína umsjón atvinnumál bæjarins. Til að marka sýn í atvinnumálum bæjarins til framtíðar er nauðsynlegt setja fram stefnu í þeim málum og mun stjórnin hefja þá vinnu strax í febrúar.
Samþykkt samhljóða
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2023.