Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 34
|Guðrún Esther Jónsdóttir og Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir komu sem gestir á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 1.|
**1. 2112012 - Leiga á Árbliki**
|Guðrún Esther og Sigurdís fara yfir reksturinn á síðasta ári, eða frá aprílbyrjun 2022.|
Rekstraraðilar eru bjartsýnar fyrir komandi sumri.
Til þess að rekstur geti haldið áfram er þörf á því að fara í endurnýjun á fráveitulögnum á neðri hæð hússins. Einnig þarf að bæta aðgengi að rafmagni á tjaldsvæði.
Nefndin þakkar Guðrúnu og Sigurdísi fyrir komuna.
|Þorsteinn Gunnlaugsson kom sem gestur á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 2.|
**2. 2212003 - Mælingar á farsímasamböndum í Dalabyggð**
|Þorsteinn hefur verið ráðinn til þess að gera úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi.|
Þorsteinn kemur inn í umræður um farsímamælingar frá 2022 og fer einnig yfir verkefni sitt hjá SSV.
Nefndin þakkar Þorsteini fyrir komuna.
[Dalir skýrsla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=BHa0dQ0Ui0dmpybXRFF3w&meetingid=PWTXySW3kiFOVn9mlf_oQ1)
[fjarskiptasj_email.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Fh0rYi6fg0STrgMNhACudA&meetingid=PWTXySW3kiFOVn9mlf_oQ1)
|Þar sem ekki er um afgreiðslumál að ræða þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann á meðan Bjarnheiður fór yfir starfsemi Eiríksstaða undir dagskrárlið 3.|
**3. 2211029 - Eiríksstaðir 2022**
|Bjarnheiður fer yfir starfsárið 2022 á Eiríksstöðum.|
Framkvæmdum sem fengu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2022 er lokið. Ganga þarf í að laga suðurhlið á tilgátubæ.
Hátíðin Kjet&Klæði var haldin á Eiríksstöðum í maí 2022 og stefnt er að því að halda tilraunfornleifafræðihátíð árið 2023.
Nefndin þakkar Bjarnheiði fyrir yfirferðina.
**4. 2206033 - Jafnréttisáætlun**
|Í kaflanum þar sem talað er um þjónustuveitingu, þarf að skýra ákvæði varðandi kvaðir félaga betur.|
Í textanum stendur: "Öll félög sem þiggja styrki frá sveitarafélaginu setji sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir þar sem fram kemur hvernig þau uppfylla 10. gr. laga nr. 85/2018 og 15. gr. laga gr. 150/2020 gagnvart félagsmönnum."
Lagt er til að inn í textann komi "...þiggja samningsbundna styrki frá sveitarfélaginu..."
Lagt til að inn komi markmið er varða eldri borgara í Dalabyggð, s.s. að fylgst sé með þeim sem þurfa á heimaþjónustu að halda og hvenær viðkomandi fær þjónustuna, upplýsingar séu kyngreindar og brugðist við ef hallar á eitthvert kyn.
Mótvægisaðgerðir og mælanleg markmið verði hluti af áætluninni út frá hverri greiningu.
Við ráðningar sé horft til þess að efla fjölbreytni í samsetningu starfsmannahópsins.
[Jafnrettisaaetlun Dalabyggd uppfaersla2022 DROG..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=MF5duF4F50SJzfsvXZ40mQ&meetingid=PWTXySW3kiFOVn9mlf_oQ1)
**5. 2210026 - Uppbygging innviða**
|Atvinnumálanefnd leggur til að haldinn verði opinn kynningarfundur á Iðngörðum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar fyrri hluta febrúar.|
Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.
**6. 2301021 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2023**
|Nefndin gerir ekki ekki athugasemdir við framlagða gjaldskrá.|
[Gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=RZyVNc0zmkC23_rhzMCfig&meetingid=PWTXySW3kiFOVn9mlf_oQ1)
**7. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023**
|Nefndin gerir ekki athugasemd við áætlun um kynningarstarf árið 2023.|
[Kynningarstarfsemi_2022-23_JMS.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=KTbkTGXUgURtVQlfSbM5g&meetingid=PWTXySW3kiFOVn9mlf_oQ1)
**8. 2210006 - Stafræn húsnæðisáætlun**
|Verkefnastjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna áfram að málinu.|
[dalabyggd-husnaedisaaetlun-2022 (1).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=f8_dWRPtq0m3nsKv0wHhQ&meetingid=PWTXySW3kiFOVn9mlf_oQ1)
**9. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022**
|Lagt fram til kynningar.|
[atvinnuleysi_dalabyggd_2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=nJQJMrxAVU6jcl2GFPEMkg&meetingid=PWTXySW3kiFOVn9mlf_oQ1)