Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1587
06.07.2021 - Slóð
**1587. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 6. júlí 2021 og hófst hann kl. 15:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Alexander Veigar Þórarinsson, varamaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sat fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum árið 2021 - 2106141**
Lögð fram skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á fasteignamati og fasteignagjöldum viðmiðunareignar fyrir árið 2021 um allt land á 96 matssvæðum.
Hæstu göldin eru á Seltjarnarnesi 490 þús. kr. Lægstu gjöldin eru á Raufarhöfn, um 111 þús. krónur.
Fram kemur að Grindavík er að innheimta 316 þús. krónur í fasteignagjöld og eru einungis 20 matssvæði með lægri gjöld.
**2. Samstarf við viðbragðsaðila aðliggjandi sveitarfélaga vegna eldgos í Fagradalsfjalli - 2106133**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samkomulag viðbragðsaðila, þ.e. slökkviliðs og sjúkrabíla, komi til að Suðurstrandavegurinn rofni lagt fram.
**3. Félagsaðstaða eldri borgara - hönnun og undirbúningur - 2102060**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Drög að útboðsgögnum fyrir verkfræðihönnun lögð fram ásamt myndum sem sýna hvernig aðstaðan gæti litið út. Jafnframt er fundargerð öldungarráðs nr. 10 lögð fram til upplýsinga þar sem bókað var um hönnun félagsaðstöðunar.
Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram.
**4. Geymslusvæði við Eyjabakka - 2103079**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárfestingaáætlun 2021 að fjárhæð 4.195.000 kr. til að klára framkvæmdina og að fjármögnun verði með lækkun á verkefninu 32-115110 Nýtt hverfi, gatnagerð og lagnir.
Bæjarráð samþykkir viðaukabeiðnina.
**5. Gerðavellir 17 Húsasótt - 2010048**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Niðurstaða sýnatöku í aðstöðu dagmæðra við Gerðavelli 17 lögð fram til kynningar. Niðurstöður sýna að aðstaðan er hrein og örugg.
**6. Kæra- framkvæmdarleyfi Neyðarlínunnar ohf. - 2105159**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli vegna framkvæmda Neyðarlínunar við rafmagnssteng og ljósleiðara í landi Ísólfsskála lögð fram. Úrskurðarnefndin vísaði málinu frá.
**7. Viðhald félagsíbúða Viðaukabeiðni - 2107008**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Óskað er eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 2.500.000 kr. vegna viðhalds á félagslegum íbúðum í eigu Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
**8. Túngata 15-17 Viðaukabeiðni - 2107007**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Óskað er viðauka vegna rakatjóns við Túngötu 15-17 að fjárhæð 8.000.000 kr.
Lagt er til að fjármögnun viðaukans verði með lækkun á fjárfestingaverkefni 32-110202 Skólabraut Myglu viðgerðir samtals 2.300.000kr og með lækkun á handbæru fé kr. 5.700.000 kr.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og fjármögnunina.
**9. Almannavarnarnefnd Grindavíkur - 72 - 2106016F **
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)