Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1586
29.06.2021 - Slóð
**1586. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. júní 2021 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Dagskrá:
**1. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - lýsing verkefnis - 2105074**
Óskað er viðauka vegna hluta Grindavíkurbæjar í breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 að upphæð 1.000.000 kr.
Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 1.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
**2. Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 2102113**
Auglýsingartíma á tillögu að breyttu deiliskipulagi við Víðihlíð er lokið, auglýsingartími var frá 6. maí 2021 til og með 17. júní 2021. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og HS veitum. Ein athugasemd barst og var hún frá Öldungaráði Grindavíkurbæjar. Þær viðbætur/breytingar sem voru gerðar við tillöguna eftir að auglýsingartíma lauk eru eftirfarandi: - Tengibygging á milli Víðihlíðar og félagsheimilisins má vera 2 hæðir. - Hámarkshæð félagsheimilis er breytt úr 7 m í 9 m frá botnplötu. - Heimilt verður að byggja tæknirými m.a. fyrir loftræstisamstæðu ofan á eða undir félagsheimili. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna að breyttu deiliskipulagi við Víðihlíð, með þeim breytingum sem hafa orðið á henni eftir auglýsingu, á fundi nefndarinnar þann 21. júní 2021. Tillögunni var vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Víðihlíð eins og hún er hér lögð fram, með áorðnum minniháttar breytingum. Er skipulagsfulltrúa falið að senda deiliskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim er gerðu umsagnir og athugasemd við deiliskipulagið umsögn Grindavíkurbæjar um þær. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá verður niðurstaða bæjarstjórnar auglýst.
**3. Fráveita Grindavíkurbæjar - Dælustöð við Bakkalág - 2012003**
Á fjárfestingaráætlun ársins 2021 er 2. áfangi við fráveituframkvæmdir sem hafa það markmið að setja upp hreinsistöð á fráveitu frá þéttbýli Grindavíkurbæjar. Niðurstöður verðfyrirspurna vegna 2. áfanga (dælustöð við Bakkalág 2) lagðar fram til kynningar.
**4. Samningur slökkviliðs Grindavíkur og Slökkviliðs Höfuðborgarsv. um gagnkvæma aðstoð - 2105181**
Samningur milli Slökkviliðs Grindavíkur og Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins um gagnkvæma aðstoð lagður fram til kynningar.
**5. Samningur slökkviliðs Grindavíkur og brunavarnir Árnessýslu um gagnkvæma aðstoð - 2106131**
Samningur milli Slökkviliðs Grindavíkur og Brunavarna Árnessýslu um gagnkvæma aðstoð lagður fram til kynningar.
**6. Starfshópur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum - 2104055**
Farið yfir stöðu mála vegna eldgossins í Geldingadölum.
**7. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009**
Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2021, er lögð fram til kynningar.
**8. Skipulagsnefnd - 88 - 2106012F**
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**9. Frístunda- og menningarnefnd - 105 - 2106008F**
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**10. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 51 - 2106011F**
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)