Fjarðabyggð
Mannvirkja- og veitunefnd - 10
[Til baka](javascript:history.back()) [Prenta](#)
[Mannvirkja- og veitunefnd - 10](
DisplayDocument.aspx?audio=true&attachmentid=&itemid=&FileName=&meetingid=naEJxzdNTECaGSTH3Mu4Q1)
**
**
Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
01.02.2023 og hófst hann kl. 16:00
**Fundinn sátu: **Stefán Þór Eysteinsson formaður, Elís Pétur Elísson varaformaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður, Marinó Stefánsson embættismaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður.
**Fundargerð ritaði: **Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs
**Dagskrá: **
**1. 2204123 - Framkvæmdasvið verkefni 2022**
|Farið yfir þær framkvæmdir sem verða helstar á árinu 2023 og hvað var gert á árinu 2022.|
Nú hafa framkvæmdir staðið yfir í íþróttahúsinu á Eskifirði og það sem búið er að rífa lítur betur út en á horfðist miðað við það sem var opnað fyrst. Sérfræðingar EFLU koma um miðjan febrúar til að vinna úttekt á íþróttahúsinu og grunnskóla Eskifjarðar og munu taka sýni ef þeir telja þörf á. EFLA mun leggja fram úrbótaáætlun í framhaldi af þeirri vinnu.
Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna tillögu að gatnaframkvæmdum ársins og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.
**2. 2301205 - Grunnskólabörn Fáskrúðsfjarðar - Umferðaröryggi, gangbrautir og lýsing**
|Bæjarráð vísar erindi frá börnum í 3. og 4. bekk í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar varðandi umferðaröryggi á Fáskrúsðfirði til úrvinnslu í nefndinni.|
Mannvirkja- og veitunefnd þakkar fyrir erindið og felur forstöðumanni veitna að vinna málið áfram í samstarfi við forsvarsmenn Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 **
[Til baka](javascript:history.back(-1)) [Prenta](#)