Hveragerðisbær
Umhverfisnefnd
= Umhverfisnefnd =
Dagskrá
=== 1.Fyrri fundargerð ===
2301079
Fundargerð síðasta fundar yfirfarinn
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við síðustu fundargerð
=== 2.Kynning á fjárhagsáætlanagerð 2023 á helstu verkefnum umhverfisnefndar ásamt fjárfestingaráætlun ===
2301080
Umhverfisnefnd fór yfir fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun umhverfisdeildar fyrir árið 2023
Gerð er athugasemd vegna uppsetningu á körfuboltavellinum við grunnskólann síðasta vor en hún var aldrei kláruð. Mikilvægt að klára það verkefni á vormánuðum
=== 3.Snjómokstur ===
2301081
Umhverfisnefnd fór yfir vinnu við snjómokstur það sem af er vetri.
Umhverfisnefnd þakkar góða kynningu á erfiðu verkefni. Snjómagnið hefur verið gríðarlega mikið eins og í flestum sveitarfélögum og má því telja eðlilegt að umfang og kostnaður verði hár við slíkar aðstæður.
Umhverfisnefnd leggur mikla áherslu á góða upplýsingagjöf og góða þjónustu og ítrekar því fyrri bókun um uppsetningu á ábendingavef þar sem haldið er vel utan um þær ábendingar og kvartanir sem koma upp í bæjarlandinu. Þetta tryggir að Hveragerðisbær sinnir stjórnsýslulegu hlutverki sínu sem er m.a að móttaka erindi, koma þeim í farveg og svara íbúum. Góður ábendingarvefur tryggir það ásamt því að hægt er að draga lærdóm af þeirri vinnu sem á sér stað á hverjum tíma og nota til betra verklags seinna. Þetta eru þættir eins og fjöldi ábendinga, tegundir ábendinga, staðsetningar, tjón og svo framvegis.
Einnig er mikilvægt að íbúar bæjarins séu stöðugt upplýstir um stöðu snjómoksturins hverju sinni.
Hjá Hveragerðisbæ er til kort yfir helstu snjómokstursleiðir gatna og gönguleiða og mikilvægt að allir þekkir til þeirra korta.
Góð uppplýsingagjöf tryggir ánægðari íbúa og greiðari leið fyrir þá.
Umhverfisnefnd leggur mikla áherslu á góða upplýsingagjöf og góða þjónustu og ítrekar því fyrri bókun um uppsetningu á ábendingavef þar sem haldið er vel utan um þær ábendingar og kvartanir sem koma upp í bæjarlandinu. Þetta tryggir að Hveragerðisbær sinnir stjórnsýslulegu hlutverki sínu sem er m.a að móttaka erindi, koma þeim í farveg og svara íbúum. Góður ábendingarvefur tryggir það ásamt því að hægt er að draga lærdóm af þeirri vinnu sem á sér stað á hverjum tíma og nota til betra verklags seinna. Þetta eru þættir eins og fjöldi ábendinga, tegundir ábendinga, staðsetningar, tjón og svo framvegis.
Einnig er mikilvægt að íbúar bæjarins séu stöðugt upplýstir um stöðu snjómoksturins hverju sinni.
Hjá Hveragerðisbæ er til kort yfir helstu snjómokstursleiðir gatna og gönguleiða og mikilvægt að allir þekkir til þeirra korta.
Góð uppplýsingagjöf tryggir ánægðari íbúa og greiðari leið fyrir þá.
=== 4.Staðan á uppsetningu gatnalýsingar og úrbætur á göllum ===
2301082
Umhverfisnefnd fór yfir LED væðingu bæjarins og þau vandamál sem þar hafa komið upp.
Við uppsetningu á nýjum lömpum í gatnalýsingu Hveragerðisbæjar núna í nóvember 2022 kom í ljós galli á lömpum. Þeir voru ekki samkvæmt því sem keypt var hjá söluaðila. Málið var sett í ferli hjá söluaðila. Samkvæmt samtali umhverfisfulltrúa við söluaðila þá eru varahlutirnar á leiðinni og reiknað með að farið verði í viðgerðir í mars. Umhverfisnefnd gerir athugasemd við tímalengd á lagfæringum
=== 5.Staðan á grasslæti fyrir vorið 2023 ===
2301083
Umhverfisnefnd fór yfir stöðu á grsslætti fyrir árið 2023.
Umhverfisnefnd er umhugað um græn svæði Hveragerðisbæjar og séu til sóma. Umhverfisnefnd ítrekar við bæjarstjórn að skoðað verði hvernig best er að auka gæði grassláttar og ákvörðun um hvaða leið skuli farin liggi fyrir sem allra fyrst, s.s. með útboði, skipulagi á eigin framkvæmd á grasslætti eða ákveðnari eftirfylgni á samningi við verktaka.
Mikilvægt er að huga vel og strax að þessum málflokki þar sem nú er enginn garðyrkjufulltrúi við störf núna og tíminn líður hratt.
Mikilvægt er að huga vel og strax að þessum málflokki þar sem nú er enginn garðyrkjufulltrúi við störf núna og tíminn líður hratt.
=== 6.Staðan á umhverfis og loftslagsáætlun ===
2301084
Umhverfisnefnd fór yfir vinnu við umhverfis og loftslagsstefnur bæjarins
Umhverfisnefnd ítrekar mikilvægi þess að koma upp umhverfis- og loftslagsáætlun sem fyrst og leggjur mikla áherslu á að þessi vinna hefjist sem fyrst. Hveragerðisbær á að sýna metnað í þessu málum og hafa þau dregist alltof lengi síðast liðin ár.
=== 7.Staðan á innleiðingu nýrra sorphirðu ===
2301085
Nú er verið að taka upp nýja nálgun í sorphyrðu og meðhöndlun úrgangs á landinu. Umhverfisnefnd fór yfir innleiðingu þessa nýja kerfis í Hveragerði.
Núna í janúar 2023 hófst innleiðingarferli á nýju sorphirðukerfi sem stýrt er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hveragerði ásamt 13 öðrum sveitarfélögum eru þátttakendur í þessu verkefni og fá þessi sveitarfélög leiðbeiningar um hvernig best verður staðið að innleiðingu á þessu nýja kerfi.
Umhverfisnefnd fagnar því að þessi vinna sé loksins farin af stað og lýsir ánægju sinni með þátttöku bæjarins í samvinnuverkefninu. Umhverfisnefnd leggur áherslu á þrjá þætti á þessum tímapunkti:
1.
Að fylgja innleiðingarferlinu vel eftir svo Hveragerðisbær verði ekki eftir á.
2.
Að upplýsingagjöf verði svo vel gerð að allir þekki nýtt verklag við innleiðinguna.
3.
Að kerfið verði sett upp þannig að hvatinn til lágmörkunar á urðun og aukinnar flokkunar verði sem bestur fyrir íbúana.
Þetta eru þættir eins og breyting á sorphirðuáætlun, möguleikanum á tvískiptingu tunnana og stærð þeirra.
Umhverfisnefnd fagnar því að þessi vinna sé loksins farin af stað og lýsir ánægju sinni með þátttöku bæjarins í samvinnuverkefninu. Umhverfisnefnd leggur áherslu á þrjá þætti á þessum tímapunkti:
1.
Að fylgja innleiðingarferlinu vel eftir svo Hveragerðisbær verði ekki eftir á.
2.
Að upplýsingagjöf verði svo vel gerð að allir þekki nýtt verklag við innleiðinguna.
3.
Að kerfið verði sett upp þannig að hvatinn til lágmörkunar á urðun og aukinnar flokkunar verði sem bestur fyrir íbúana.
Þetta eru þættir eins og breyting á sorphirðuáætlun, möguleikanum á tvískiptingu tunnana og stærð þeirra.
=== 8.Hraðahindranir í Þelamörk ===
2301086
Nefndarmenn hafa fengið kvartanir að umferðarhraði í Þelarmörk sé orðin of mikill og hætta sé farin að skapast í götunni.
Nefndarmenn hafa fengið kvartanir að umferðarhraði í Þelarmörk sé of mikill og hætta skapist í götunni. Umhverfisfulltrúi upplýsti nefndina um að skipulagsfulltrúi sé núna í úttekt á gatnakerfi bæjarins og má því ætla að umferðarhraði í Þelamörk sé eitt af þeim verkefnum sem verði skoðuð. Mikilvægt er að bregðast við umkvörtunum íbúa.
Einnig þarf að skoða hámarkshraða við leikskólann Undraland en þar er hámarkshraði í dag 50 km/klst.
Einnig þarf að skoða hámarkshraða við leikskólann Undraland en þar er hámarkshraði í dag 50 km/klst.
=== 9.Hraðakstur og umferðaskilti Dalsbrún - stoppskilti við Sunnumörk - Grænumörk ===
2301087
Nefndarmenn hafa fengið ábendingar um hraðakstur í Sunnumörk, við Dalsbrún. Eftir að nýja vegurinn kom hefur borið á hraðakstri.
Nefndarmenn hafa fengið ábendingar um hraðakstur í Sunnumörk, við Dalsbrún. Umhverfisnefnd vísar þessari ábendingu til bæjarstjórnar.
=== 10.Staðan á uppsetningu grendargáma ===
2301088
Nýverið var önnur af tveimur nýjum grenndarstöðvum tekin í notkun í Hveragerði.
Umhverfisnefnd lýsir mikilli ánægju yfir því að grenndargámurinn sé loksins kominn í Heiðarbrún. Mikilvægt er að íbúar séu vel upplýstir um komu þeirra og staðsetningu og óskar nefndin eftir því að þeir verðir kynntir fyrir íbúum. Nefndin vonar að grenndargámar sem eiga að koma við Dynskóga komi þangað hið fyrsta.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Getum við bætt efni síðunnar?