Hveragerðisbær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram
=== 1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar 2023 ===
2301072
Í bréfinu er boðað til XXXVIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Grand hótel þann 31. mars 2023.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Hveragerðisbæjar eru Jóhanna Ýr Jóhannasdóttir og Alda Pálsdóttir.
=== 2.Bréf frá Kambagil ehf frá 26. janúar 2023 ===
2301071
Í bréfinu óskar Kambagil eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á „Sleðabraut“ (á ensku: Alpine Coaster) í landi Hveragerðis, nánar tiltekið austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal en vestan við núverandi skógræktarsvæði.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið frekar.
=== 3.Bréf frá Myndlistarfélagi Árnessýslu ódagsett. ===
2301093
Í bréfinu óska félagsmenn í Myndlistarfélagi Árnessýslu eftir fundi með bæjarstjóra og fulltrúum úr bæjarstjórn til að ræða húsnæðismál félagsmanna Myndlistarfélags Árnessýslu í Hveragerði.
Starf Myndlistarfélags Árnessýslu er samfélaginu í Hveragerði mikilvægt. Í ljósi framkvæmda við grunnskólann sem hefjast á vormánuðum verður ekki hægt að nýta aðstöðu sem félagsmenn Myndlistarfélags Árnessýslu hafa haft til afnota í Egilsstöðum. Bæjarstjóra er falið að ræða við forsvarsmenn félagsins.
=== 4.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Snjómokstur ===
2301094
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað sem fallið hefur til, þ.m.t. útlagða vinnu Áhaldahúss, við snjómokstur í Hveragerði í desember 2022 og janúar 2023. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um hversu mörg tæki hafa verið að sinna snjómokstri, bæði fjölda tækja í eigu sveitarfélagsins og fjöldi tækja á vegum verktaka.
Friðrik Sigurbjörnsson
Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað sem fallið hefur til, þ.m.t. útlagða vinnu Áhaldahúss, við snjómokstur í Hveragerði í desember 2022 og janúar 2023. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um hversu mörg tæki hafa verið að sinna snjómokstri, bæði fjölda tækja í eigu sveitarfélagsins og fjöldi tækja á vegum verktaka.
Friðrik Sigurbjörnsson
Samkvæmt umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar eru 5 - 6 vélar í gangi í „venjulegum“ mokstri; 3 vélar frá Hveragerðisbæ og 2-3 vélar frá verktökum. Þegar opna þarf allar stofngötur bæjarins á skömmum tíma hafa 8-9 vélar farið af stað á sama tíma til að allt gangi hratt og vel fyrir sig. Alls hafa um 13 vélar í heild komið að mokstri, 3 vélar í eigu Hveragerðisbæjar og 10 vélar frá verktökum.
Ekki var unnt að taka saman það sem til féll í janúarmánuði, þar sem allir reikningar hafa ekki borist. Fyrir desember mánuð var kostnaðurinn eftirfarandi, samkvæmt upplýsingum frá umhverfisfulltrúa:
Verktakar: 12.163.000kr
Vinna áhaldahúss: 24.000kr
Vélavinna áhaldahúss: 1.764.000kr
Ekki var unnt að taka saman það sem til féll í janúarmánuði, þar sem allir reikningar hafa ekki borist. Fyrir desember mánuð var kostnaðurinn eftirfarandi, samkvæmt upplýsingum frá umhverfisfulltrúa:
Verktakar: 12.163.000kr
Vinna áhaldahúss: 24.000kr
Vélavinna áhaldahúss: 1.764.000kr
=== 5.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Leikskólapláss ===
2301097
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir
Óskað er eftir upplýsingum um hversu mörg börn séu á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig aldursdreifing barna á biðlistum sé og hvernig skiptingin á biðlista er milli leikskólanna Óskalands og Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum? Þá óskar fulltrúi D-listans eftir upplýsingum um hversu margir hafi sótt um og nýtt sér foreldragreiðslur sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í september?
Óskað er eftir skriflegum svörum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Óskað er eftir upplýsingum um hversu mörg börn séu á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig aldursdreifing barna á biðlistum sé og hvernig skiptingin á biðlista er milli leikskólanna Óskalands og Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum? Þá óskar fulltrúi D-listans eftir upplýsingum um hversu margir hafi sótt um og nýtt sér foreldragreiðslur sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í september?
Óskað er eftir skriflegum svörum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alls eru 26 börn sem eru með lögheimili í Hveragerði og hafa náð 12 mánaða aldri á biðlista eftir leikskólaplássi og 7 börn sem eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Tvö börn eru fædd 2018, 4 börn fædd 2019, 3 börn fædd 2020, 14 börn fædd 2021, 40 börn fædd 2022 og 1 barn fætt 2023.
Af þeim er óskað eftir plássi á Undralandi fyrir 40 þeirra, 11 á Óskalandi og sótt er um hvorn leikskólann sem er fyrir 13 börn.
Alls eiga foreldrar 13 barna rétt á foreldragreiðslum, þar af hafa 12 nýtt sér greiðslurnar.
Af þeim er óskað eftir plássi á Undralandi fyrir 40 þeirra, 11 á Óskalandi og sótt er um hvorn leikskólann sem er fyrir 13 börn.
Alls eiga foreldrar 13 barna rétt á foreldragreiðslum, þar af hafa 12 nýtt sér greiðslurnar.
=== 6.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Árhólmar ===
2301095
Fyrirspurn frá fulltrúa D-listans
Hverjar voru tekjur af innheimtu bílastæðagjalda við Árhólma á árinu 2022?
Friðrik Sigurbjörnsson
Hverjar voru tekjur af innheimtu bílastæðagjalda við Árhólma á árinu 2022?
Friðrik Sigurbjörnsson
Tekjur af innheimtu bílastæðisgjalda við Árhólma, áður en tillit er tekið til kostnaðar, fyrir árið 2022 voru rúmar 39 milljónir.
=== 7.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Færanleg kennslustofa ===
2301096
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað sem féll til, þ.m.t. útlagða vinnu Áhaldahúss, við færsluna og viðgerðir á kennslustofunni sem sett hefur verið niður fyrir aftan Kaupfélagshúsið(handmenntastofuna).
Friðrik Sigurbjörnsson
Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað sem féll til, þ.m.t. útlagða vinnu Áhaldahúss, við færsluna og viðgerðir á kennslustofunni sem sett hefur verið niður fyrir aftan Kaupfélagshúsið(handmenntastofuna).
Friðrik Sigurbjörnsson
Vísað er í svar í fundargerð bæjarráðs þann 3. 11.2022 við sömu fyrirspurn, en þar kemur fram að kostnaður við færanlegu kennslustofuna væri alls um 6 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignafulltrúa bættist kostnaður upp á samtals 600.000 kr. við eftir að uppsetningu var lokið; ganga þurfti frá og loka undir húsinu að framan, laga þurfti gólfdúk auk rafmagns- og netlagna.
=== 8.Verkfundargerð - Hólmabrún frá 17. janúar 2023 ===
2301065
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
=== 9.Verkfundargerð - Austurmörk og Grænamörk færsla gatnamóta frá 17. janúar 2023 ===
2301066
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
=== 10.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. janúar 2023 ===
2301069
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 11.Fundargerð Bergrisans frá 5. janúar 2023 ===
2301100
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 12.Fundargerð Bergrisans frá 13. janúar 2023 ===
2301101
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 13.Fundargerð Arnardrangs 5. janúar 2023 ===
2301098
Fundagerðin lögð fram til kynningar
=== 14.Fundargerð Arnardrangs 13. janúar 2023 ===
2301099
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 15.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 17. janúar 2023 ===
2301067
fundargerðin lögð fram til kynningar
=== 16.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 20. janúar 2023 ===
2301068
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:33.
Getum við bætt efni síðunnar?