Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 88
21.06.2021 - Slóð
**88. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 21. júní 2021 og hófst hann kl. 16:15.**
Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Björgvin Björgvinsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem síðasta mál.
-Umsókn um hesthúsalóð - Hópsheiði 11 og 13 - 2106117
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
**1. Umsókn um stækkun lóðar Hópsvegi 1 Grindavík. - 2104058**
Sótt er um stækkun lóðar við Hópsveg 1. Fulltrúar 240 ehf. sátu fundinn undir dagskrárliðnum til að kynna verkefnið.
Áformin eru í samræmi við aðalskipulag Grindvíkurbæjar 2018-2032.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir svæðið, þ.e. VÞ7 á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar. Skipulagsbreytinguna skal vinna í samræmi við 2.mgr. 43 gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi:
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**2. Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 2102113**
Tillaga að breyttu deiliskipulagi við Víðihlíð var auglýst í samræmi við skipulagslög á tímabilinu 6.maí til og með 17.júní 2021. Umsagnir lagðar fram til umfjöllunar. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Minjastofnun Íslands og HS veitum.
Þær viðbætur/breytingar sem eru gerðar við greinagerð og deiliskipulagsuppdráttinn eftir auglýsingartíma deiliskipulagstillögunar lauk eru eftirfarandi.
- Tengibygging á milli Víðihlíðar og félagsheimilisins má vera 2.hæðir.
- Hámarkshæð félagsheimilis er breytt úr 7 m í 9 m frá botnplötu.
- Heimilt verður að byggja tæknirými m.a. fyrir loftræstisamstæðu ofan eða undir félagsheimili.
Sviðsstjóra er falið að svara umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Víðihlíð með þeirri breytingum sem gerðar eru á henni eftir auglýsingu. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
**3. Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis í Grindavík - 2106112**
Greinagerð og uppdráttur hverfisskipulags fyrir Stíga- og Vallahverfið lagt fram.
**4. Deiliskipulagsbreyting í Laut - 2106115**
Breytingar á deiliskipulagi í Laut ræddar. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram og minnka byggingarmagn á óbyggðum lóðum innan deiliskipulagssvæðisins.
**5. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - lýsing verkefnis - 2105074**
Umsagnir við skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar lagðar fram til umfjöllunar.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**6. Bakkalág 21 - Umsókn um byggingarleyfi - 2106107**
Staðarþurrkun ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir stækkun Bakkalág 21A og 21B. Stækkunin er fyrir fiskvinnslusal og er hún við matshluta 1, umfang stækkunar er 486 m2.
Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**7. Hafnargata 9a - Umsókn um byggingarleyfi - 2106113**
Grindin ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á Hafnargötu 9a, þar sem fyrirtækið er með innréttingarframleiðslu.
Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**8. Hafnargata 4-6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2105112**
Grenndarkynningu vegna byggingarleyfisumsóknar við Hafnargötu 4 og 6 er lokið á án athugasemda.
Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**9. Ægisgata 2a - Umsókn um byggingarleyfi - 2105170**
PVC sækir um byggingarleyfi til að setja upp kaffistofu á 1.hæð og skrifstofur fyrir ofan í 2 geymslubilum að Ægisgötu 2a. Gluggum er bætt við byggingu.
Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**10. Fyrirspurn vegna lóða í Efrahópi - 2106096**
Óskað er eftir að fá að byggja fjölbýlishús eða tvíbýli við Efrahóp.
Skipulagsnefnd er andvíg tillögu að gerð fjölbýlishúss við Efrahóp en er til í að skoða betur hugmynd af tvíbýli.
**11. Fyrirspurn um stækkun og sameiningu lóða við Hafnargötu 29 og 31. - 2106083**
Ósk um umsögn vegna fyrirspurnar um lóðarstækkun og breytingar á deiliskipulagi lóðanna Hafnargata 29 og 31.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið um lóðarstækkun og heimilar fyrirspyrjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi:
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**12. Austurvegur 49 - umsókn um gististað - 2105073**
Grenndarkynningu vegna umsóknar um gististað fyrir Austurveg 49 er lokið án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.
**13. Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082**
Tillaga að stefnu Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum lögð fram ásamt aðgerðaráætlun fyrir árið 2021.
Skipulagsnefndar sendir drög að umferðaröryggisstefnu Grindavíkurbæjar til umsagnar fastanefnda Grindavíkurbæjar. Aðgerðaráætlun lögð fram.
**14. Umsókn um hesthúsalóð - Hópsheiði 11 og 13 - 2106117**
Sótt er um lóðirnar Hópsheiði 11 og 13 í hesthúsahverfinu í Grindvík. Jafnframt er óskað eftir að vinna deiliskipulagsbreytingu á lóðinni, þ.e. að færa byggingareiti lóða fram um 5 metra.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðunum Hópsheiði 11 og 13 til Jóhanns Þórs Ólafssonar. Þá er umsækjanda heimilað að vinna deiliskipulagsbreytingu þar sem byggingarreitir á lóðunum eru færðir fram um 5 metra. Deiliskipulagsbreytinguna skal vinna í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi:
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)