Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 50. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Breyting á aðalskipulagi - Breytt lega þjóðvegar við Borgarnes ===
2210045
Lögð er fram að nýju lýsing að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Breyting á Þjóðvegi 1 um Borgarnes og nýtt íbúðarsvæði, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að breyta legu þjóðvegar nr.1 við þéttbýlið í Borgarnesi og skilgreinina nýtt íbúðarsvæði Í13, þar sem áætlað er að koma fyrir um 20-25 íbúðum. Þéttbýlisuppdráttur verður stækkaður til samræmis við breytta legu þjóðvegar. Sveitarstjórn tók lýsinguna fyrir á fundi nr. 235 þann 12. janúar 2023 þar sem málinu var vísað til umræðu í byggðarráði. Byggðarráð lagði til að breyting væri gerð á aðalvalkosti sem væri þá blanda af leið 3 og 5.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Breytingu á þjóðvegi 1 um Borgarnes og nýtt íbúðarsvæði skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Horft verður á tvo meginvalkosti, leið 5 einvörðungu og blöndu af leiðum 3 og 5.
=== 2.Munaðarnes - Flókagata lnr. 134915 - Deiliskipulag ===
2211171
Lögð er fram lýsing að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð Flókagötu í landi Munaðarness. Deiliskipulagssvæðið er innan frístundabyggðar F62 og að hluta til innan landbúnaðarsvæðis í landi Munaðarness. Svæðið tekur til 7,3 ha og innan þess eru þegar 6 frístundalóðir og er fyrirhugað að bæta við 6 nýjum lóðum. Lóðirnar verða á bilinu 3451-8006 fm að stærð. Aðkoma er um Flókagötu sem tengist Klapparás niður að Hringvegi (1).
Sunnan við skipulagssvæðið er gilt deiliskipulag, Deiliskipulag 4. áfanga fyrir Selás frá árinu 1997, og verður skipulagssvæði þeirra minnkað með tilkomu nýrra lóða við Flókagötu.
Sunnan við skipulagssvæðið er gilt deiliskipulag, Deiliskipulag 4. áfanga fyrir Selás frá árinu 1997, og verður skipulagssvæði þeirra minnkað með tilkomu nýrra lóða við Flókagötu.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir frístundabyggð Flókagötu í landi Munaðarness skv. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 3.Stuttárbotnar - Húsafell 3 L134495 - Deiliskipulag ===
2301040
Stuttárbotnar - frístundabyggð
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag Stuttárbotna í Húsafelli í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða um 111 ha svæði sem er þegar byggt að mestu. Innan svæðis eru 150 frístundahús, hótel, verslun, sundlaug, golfvöllur, tjaldsvæði, flugskýli, íbúðarhús, virkjanir o.fl. Aðkoma er af Hálsasveitarvegi (518).
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag Stuttárbotna í Húsafelli í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða um 111 ha svæði sem er þegar byggt að mestu. Innan svæðis eru 150 frístundahús, hótel, verslun, sundlaug, golfvöllur, tjaldsvæði, flugskýli, íbúðarhús, virkjanir o.fl. Aðkoma er af Hálsasveitarvegi (518).
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir skipulagslýsingu til auglýsingar fyrir Stuttárbotna skv. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 4.Svæðisskipulag Suðurhálendis, tillaga til kynningar. ===
2301079
Lagt er fram erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis þar sem óskað er umsagnar Borgarbyggðar um greinargerð og umhverfisskýrslu svæðisskipulags Suðurhálendis. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu SASS, www.sass.is/sudurhalendi
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042 og vísar því til staðfestingar hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar.
=== 5.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Steindórsstaðir (L134469) Rauðsgil (L134509) ===
2301005
Lögð er fram umsókn Veitna ohf, dags 2. janúar 2023 um framkvæmdaleyfi til þess að auka írennsli og tryggja vatnsgæfni vatnsbólsins á áreyrum Rauðsgils í Reykholtsdal. Framkvæmdin felst í að grafa skurð og safnþró á áreyrinni sem myndi geyma vatn og síður botnfrjósa. Markmið framkvæmdarinnar er að tryggja vatnsveitu að Reykholti, Deildartungu, Kleppjárnsreykjum og nokkrum lögbýlum á svæðinu. Einnig eru lagðar fram umsagnir, álit og leyfi frá Skipulagsstofnun, landeigendum, Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Náttúrustofu Vesturlands og veiðifélagi Reykjadalsár. Með umsókninni fylgdu upplýsingar um áætlaða framkvæmd þar með loftmynd og korti, dags 2. janúar 2023.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar skipulagsfulltrúa að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi þar sem öll gögn, umsagnir og leyfi í samræmi við ákvæði reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 liggja fyrir.
=== 6.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Refsstaðir skógrækt ===
2301134
Lögð er fram fyrirspurn landeigandi Refsstaða um framkvæmdaleyfi vegna áforma um skógrækt á allt að 199,4 ha svæði innan jarðarinnar, framkvæmd og hönnun í samstarfi við Skógræktina. Óskað er eftir afstöðu Borgarbyggðar varðandi leyfi vegna framkvæmdarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld skv. 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin fellur ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulagsfulltrúa er falið að óska eftir viðeigandi gögnum og koma með ábendingar í samræmi við umræður á fundi.
Áætlunin skal grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum á aðliggjandi löndum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, Signýjarstöðum, Sigmundarstöðum, Refsstöðum 1B og Uppsölum.
Áætlunin skal grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum á aðliggjandi löndum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, Signýjarstöðum, Sigmundarstöðum, Refsstöðum 1B og Uppsölum.
Orri Jónsson vék af fundi kl 9:15.
=== 7.England L134330 - Deiliskipulag ===
2301198
Lögð er fram lýsing að deiliskipulagi fyrir Englandslaug í Lundarreykjardal Borgarbyggð dags. 14.12.2022. Deiliskipulagssvæðið tekur til gamals baðstaðar í dalnum, gert ráð fyrir að laugin verði lagfærð og aðkoman að henni bætt m.a. með göngubrú yfir Tunguá. Nýtt hús verði byggt fyrir hitaveitu og búningaaðstöðu fyrir gesti. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland og athafnarsvæði í aðalskipulagi.
Ferðafélag Borgarfjarðar vinnur að gerð deiliskipulagsins í samráði við sveitarfélagið, landeigendur Englands og Reykja og hitaveituna Gullbera.
Ferðafélag Borgarfjarðar vinnur að gerð deiliskipulagsins í samráði við sveitarfélagið, landeigendur Englands og Reykja og hitaveituna Gullbera.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir Englandslaug í Lundarreykjardal skv. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 8.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 3 ===
2301010F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr 3.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 3 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nærliggjandi lóðum, Skógarbyggð 1 og Brekkubyggð 11 og 12.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 3 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Stóru-Grafarlands og félögunum Orlofssjóður Sameykis, Kjölur stéttarf starsm almþjón, BSRB, Orlofssjóður LSS, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Tollvarðafélag Íslands, Starfsmannafélag Suðurnesja, Félag flugmálastarfsm ríkisins, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Dala/Snæellsn, Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna.
Fundi slitið - kl. 09:30.