Borgarbyggð
Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 76. fundur
= Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum =
Dagskrá
=== 1.Samningur um umsjón með Einkunnum 2017 ===
1705171
Rætt um samkomulag við Skógræktarfélag Borgarfjarðar og tillögur að breytingum.
Umsjónarnefnd Einkunna er skipuð þremur aðilum sem sveitarstjórn skipar í upphafi kjörtímabils í samræmi við auglýsingu um friðlýsingu og skv. samningi við Umhverfisstofnun um umsjón og rekstur fólkvangsins. Nefndin mun óska eftir að fá stjórn Skógræktarfélagsins á næsta fund nefndarinnar til að ræða áframhaldandi samstarf í fólkvanginum.
=== 2.Verkefnaáætlun 2023-2026 ===
2211005
Lögð fram drög að verkefnaáætlun 2023-2026
Umsjónarnefnd Einkunna samþykkir að vinna áfram að verkefnaáætlun. Forgangsraða þarf verkefnum sem nauðsynlegt er að vinna á þessu ári. Deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdamála er falið að vinna áfram að málinu.
Fundi slitið - kl. 17:00.