Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 217. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Tómstundir vor 2023 ===
2301230
Sigríður Dóra verkefnastjóri í tómstundamálum og forstöðumenn frístundar og félagsmiðstöðvarinnar koma á fundinn. Farið yfir starfsemi frístundar, félagsmiðsöðvarinnar Óðals og rætt um fyrirkomulag sumarfjörs í sumar.
Sigríður Dóra, Hugrún, Hafdís og Katla komu til fundarins og kynntu starfsemi Óðals, tómstundir og ræddu sumarfjörið. Starfið hefur farið vel af stað og er mikil metnaður í starfinu. Nefndin þakkar þeim fyrir góða kynningu og hlakkar til að fylgjast með starfinu áfram.
=== 2.Veikindi starfsfólks í leik- og grunnskólum ===
2212064
Íris Gunnarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri kemur til fundarins og fer yfir veikindi starfsfólks í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar.
Íris gæða- og mannauðsstjóri fór yfir forföll innan skólastofnanna sveitafélagsins. Sviðsstjóra falið að koma með frekari upplýsingar fyrir næsta fund.
=== 3.Barnamenningarhátíð á Vesturlandi 2022 ===
2301205
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir hugmyndir um að Borgarbyggð taki að sér Barnamenningarhátíð Vesturlands.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir beiðni frá Samtökum sveitafélaga á Vesturlandi um að Borgarbyggð taki að sér verkefnið barnamenningarhátíð. Er það verkefni sem hefur verið við líði í nokkur ár. Snorrastofa hefur sinnt þessu verkefni fyrir Borgarbyggð en gaf verkefnið frá sér núna um áramót. Sviðsstjóri leggur til að skólastjóri Tónlistaskólans taki að sér verkefnið undir merkjum þróunarverkefnis Listaskólans. Fjármagn fylgir verkefninu. Þar sem tíminn er naumur þá hefur skólastjóri vald til þess að að taka ákvarðanir um framkvæmd og fyrirkomulag hátíðarinnar.
Fræðslunefnd samþykkir að taka við verkefninu og vill fá að fylgjast með hvernig framkvæmdin verður.
Fræðslunefnd samþykkir að taka við verkefninu og vill fá að fylgjast með hvernig framkvæmdin verður.
=== 4.Matarstefna fyrir leik- og grunnskóla Borgarbyggðar ===
2212036
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna við vinnu vegna matarstefnu fyrir grunn- og leikskóla Borgarbyggðar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs ræðir við nefndina um matarstefnu fyrir Borgarbyggð og hvar verkefnið er statt. Búið er að funda með stjórnendum og matráðum í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar. Sviðsstjóri vinnur málið áfram og leggur fram drög að stefnu fyrir næsta fund nefndarinnar.
=== 5.Landsskýrsla Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022 ===
2301185
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Áheyrnafulltrúar voru undir liðum 2.-4.