Mosfellsbær
Menningar- og lýðræðisnefnd - 3
==== 7. febrúar 2023 kl. 16:32, ====
Hlégarði
== Fundinn sátu ==
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varamaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
== Fundargerð ritaði ==
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Fundur menningar- og lýðræðisnefndar hófst í Hlégarði, síðan færðist fundurinn í Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar sem hluti af heimsóknum nefndarinnar til stofnana.
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn ==
[202301450](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301450#i8qczjobju6ee2nabfiaeq1)
Menningar- og lýðræðisnefnd heimsækir félagsheimilið Hlégarð og skoðar aðstæður í húsi.
Menningar- og lýðræðisnefnd heimsótti Hlégarð vegna yfirstandandi vinnu nefndarinnar við mótun framtíðarstefnu hússins.
== 2. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar - kynning á starfsemi safnsins ==
[202302048](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302048#i8qczjobju6ee2nabfiaeq1)
Birna Mjöll Sigurðardóttir héraðsskjalavörður kynnir starfsemi Héraðsskjalasafns í húsakynnum safnsins að Þverholti 2, kjallara.
Fram fór kynning á starfsemi Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar.
== 3. Menning í mars ==
[202301452](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301452#i8qczjobju6ee2nabfiaeq1)
Lagt fram minnisblað forstöðumanns bókasafns og menningarmála varðandi menningarverkefnið Menning í mars.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála:
Lagt er til að Menning í mars fari fram með einföldu sniði í ár, með það að leiðarljósi að viðburðurinn dafni og vaxi um ókomin ár.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
== Gestir ==
- Birna Mjöll Sigurðardóttir
== 4. Lista- og menningarsjóður - uppgjör 2022 ==
[202301288](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301288#i8qczjobju6ee2nabfiaeq1)
Lagt fram að nýju uppgjör lista- og menningarsjóðs vegna villu í uppgjöri sem lagt var fram á fundi nefndarinnar þ. 26. janúar sl.
Samþykkt með fimm atkvæðum að frestur til að sækja um úr Lista- og menningarsjóði sé til 1. mars nk. Starfsáætlun ásamt tillögu nefndarinnar um úthlutun úr sjóði lögð fram á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar 7. mars nk.