Svalbarðsstrandarhreppur
Sveitarstjórn
|
|
**1. ** |
|
**Hulduheimar 17 - 2211001**
|
||
|
Mál sem var frestað á 105. fundi sveitarstjórnar. Uppfærð hönnunartillaga vegna áforma í Hulduheimum 17 lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
|
||
|
*Fyrir fundinum liggja uppdrættir af fyrirhuguðu húsi á lóðinni Hulduheimum 17 (áður Halllandi 17) sem uppfærðir hafa verið í kjölfar afgreiðslu sveitarstjórnar á athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu á fundi nr. 105. Sveitarstjórn telur að með breytingum sem gerðar hafa verið á hönnun hafi verið komið á fullnægjandi hátt til móts við sjónarmið sem fram komu við grenndarkynningu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta deiliskipulagsbreytingu 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. *
|
|
|
||
|
|
|
**2. ** |
|
**Kynning framkvæmdarstj. á starfsemi SSNE - 2302001**
|
||
|
Framkvæmdarstjóri SSNE, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, mætir til að kynna starfsemi SSNE.
|
||
|
*Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkv.stj. SSNE mætti ásamt Elvu Gunnlaugsdóttur verkefnastjóra og kynntu þær starfsemi samtakanna.*
|
|
|
||
|
|
|
**3. ** |
|
**Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE - 2302002**
|
||
|
Sveitarfélögum innan SSNE-svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum.
|
||
|
*Sveitarstjórn hefur áhuga á að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri hefur verið valinn tengiliður Svalbarðsstrandarhrepps við verkefnið og verður það tilkynnt SSNE. *
|
|
|
||
|
|
|
**4. ** |
|
**Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007**
|
||
|
Lögð fram til umræðu tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps eftir yfirferð og athugasemdir KPMG við stjórnsýsluúttekt.
|
||
|
*Lögð fram til fyrri umræðu breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á samþykktum Svalbarðsstrandarhrepps nr. 125/2021 með síðari breytingum. *
Breytingin er vegna auglýsingar um leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna nr. 1182/2021. Þar segir í 1.gr:
Markmið leiðbeininga þessara er að setja nánari viðmið um fjarfundi sveitarstjórna, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Um heimild til notkunar slíks búnaðar skal kveðið á í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins, sbr.3. og 4. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga.
Í ljósi ofangreinds texta breytist texti 14. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Svalbarðstrandarhrepps og verður eftirfarandi:
14. gr.
Fjarfundir.
Heimilt er einstökum nefndarmanni að taka þátt í fundum sveitarstjórnar, ráða og nefnda með rafrænum hætti í gegnum fjarfundarbúnað skv. 4. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga ef hann er staddur innan sveitarfélags eða er á ferðum innanlands á vegum Svalbarðsstrandarhrepps, en að öðrum kosti skal kalla inn varamann.
Ef nefndarmaður, einn eða fleiri, taka þátt í fundi með fjarfundarbúnaði skal tryggja jafna möguleika allra fundarmanna til þátttöku á fundi og í atkvæðagreiðslu, óskerta möguleika þeirra til að fylgjast með því sem þar fer fram og öryggi samskipta milli fundarmanna.
Sveitarstjórn samþykkir breytinguna og vísar málinu til síðari umræðu.
|
|
|
||
|
|
|
**5. ** |
|
**Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga - 2001012**
|
||
|
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. janúar 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun 38. landsþings sambandsins sem haldið verður á Grand hóteli í Reykjavík föstudaginn 31. mars nk. kl. 10:00.
|
||
|
*Gestur Jensson oddviti er landsþingsfulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps og mun sækja þingið ásamt sveitarstjóra.*
|
|
|
||
|
|
|
**6. ** |
|
**Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013**
|
||
|
Fundargerðir 916, 917 og 918 lagðar fram til kynningar.
|
||
|
*Fundargerðir 916, 917 og 918 lagðar fram til kynningar.*
|
|
|
||
|
|
|
**7. ** |
|
**Fundargerðir HNE - 2208016**
|
||
|
227. fundargerð stjórnar HNE lögð fram til kynningar.
|
||
|
*Fundargerð lögð fram til kynningar.*
|
|
|
||
|
|
|
**8. ** |
|
**Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013**
|
||
|
47. fundargerð SSNE lögð fram til kynningar.
|
||
|
*Fundargerð lögð fram til kynningar. *
|
|
|
||
|
|
|
Mál tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundamanna.
|
|
**9. ** |
|
**Heiðarbyggð 35 - 2211003**
|
||
|
Grenndarkynningartímabili vegna deiliskipulagsbreytingar á lóð Heiðarbyggðar 35 er lokið og barst eitt erindi vegna málsins. Sveitarstjórn fjallar um athugasemdir sem fram koma í erindinu.
|
||
|
*Sveitarstjórn frestar málinu.*