Fjarðabyggð
Bæjarráð - 783
**1. 2204062 - Rekstur málaflokka 2022 - TRÚNAÐARMÁL**
|Lagt fram sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur, launakostnað og fjárfestinga á árinu 2022. |
**2. 2301163 - Erindi frá Austurbrú og SSA um þátttöku í nýju verkefni**
|Framlagður til kynningar stofnsamningur um nýsköpuanar verkefnið Eygló. Fjarðabyggð er aðili að samningnum ásamt öðrum sveitarfélögum á Austurlandi, Austurbrú, SSA, Landsvirkjun og Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu. Bæjarráð hafði áður samþykkt þátttöku í verkefninu. |
**3. 2203199 - Tjaldsvæði 2022**
|Framlagt minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra vegna funda með rekstraraðila hluta tjaldsvæða Fjarðabyggðar, Landamerki og Fjallmann Solutions. Bæjarstjóra ásamt atvinnu-og þróunarstjóra falið að gera viðauka við gildandi samning þar sem gildistími verður færður fram til hausts 2023.|
**4. 2301210 - Boðun XXXVIII. landsþings sambandsins 31. mars 2023**
|Framlagt boð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda á 31. mars nk. |
**5. 2301033 - Breyting á leigusamningi um Hafnargötu 2**
|Lögð fram drög að breytingu á leigusamningi Fjarðabyggðar vegna Hafnargötu 2 á Reyðarfirði fyrir bæjarskrifstofur. Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á leigusamningnum og felur bæjarstjóra að vinna áfram að honum og undirritun hans í framhaldi af því. |
**6. 2301022F - Mannvirkja- og veitunefnd - 10**
|Fundargerð 10. fundar mannvirkja- og veitunefndar lögð fram til afgreiðslu|
**6.1. 2204123 - Framkvæmdasvið verkefni 2022**
**6.2. 2301205 - Grunnskólabörn Fáskrúðsfjarðar - Umferðaröryggi, gangbrautir og lýsing**