Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 6
== Fundur nr. 6 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
ÁI
Ásmundur IngjaldssonNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
SJ
Sigurður JónssonSkipulags- og byggingarfulltrúi
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 8.2 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 10:00.
Minnisblað frá Yrki um stöðu skipulagsverkefna hjá Vopnafjarðarhreppi lagt fram til kynningar.
Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu til auglýsingar á verndarsvæði í byggð fyrir Vopnafjarðarhrepp.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.
Samþykkt samhljóða.
Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu til auglýsingar á deiliskipulagi fyrir miðbæ Vopnafjarðarhrepps.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram minnisblað og fundargerð um tillögur fyrir nýtt aðalskipulag.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögunum til nánari útfærslu hjá skipulagráðgjafa.
Samþykkt samhljóða.
Heilbrigðisnefnd Austurlands leggur til ný drög að sameiginlegri samþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði HAUST sem komi í stað sérstakra samþykkta.
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir erindið og framlögð gögn og metur að ekki sé tilefni til athugasemda af hálfu Vopnafjarðarhrepps. Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Siðareglur kjörinna fulltrúa Vopnafjarðarhrepps lagðar fram til kynningar.
a.446. fundur Hafnasambands Íslands
b.447. fundur Hafnasambands Íslands
c.448. fundur Hafnasambands Íslands
d.449. fundur Hafnasambands Íslands
Lagðar fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:03.