Mosfellsbær
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 416
==== 8. febrúar 2023 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Ólöf Kristín Sívertsen varamaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
== Fundargerð ritaði ==
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ ==
[202211093](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211093#m9rcwf5-t06pejyacd3ja1)
Tillaga að samningi við Samtökin 78
Fræðslunefnd samþykkir tillögu Fræðslu- og frístundasviðs um að leita eftir samningi við Samtökin 78 um fræðslu og ráðgjöf um hinsegin málefni. Markmið með samningnum er að skóla- og frístundasamfélagið öðlist þekkingu á hinsegin málefnum og taki frumkvæði að því að ræða fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd. Samþykkt með fimm atkvæðum.
== Gestir ==
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
== 2. Klörusjóður 2023 ==
[202301225](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301225#m9rcwf5-t06pejyacd3ja1)
Þema Klörusjóðs 2023
Fræðslunefnd samþykkir að áhersluatriði Klörusjóðs 2023 verði vöxtur, fjölbreytni og samvinna sem eru stoðir nýrrar Menntastefnu Mosfellsbæjar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
== 3. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026 ==
[202208563](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202208563#m9rcwf5-t06pejyacd3ja1)
Heimsókn í leikskólana Hlaðhamra og Hlíð
Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum Hlaðhamra og Hlíðar kærlega góðar móttökur og kynningu á leikskólunum.