Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 134. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Samningur um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og málefnun fatlaðra ===
1904094
Þjónustsamningi við Dalabyggð hefur verið sagt upp. Dalabyggð hefur óskað eftir framlengingu á samningnum vegna ákveðinna þjónustuþátta. Lögð fram tillaga að framlengingu samningsins og farið yfir fyrirkomulag vinnunar við uppsögn á samningnum.
Velferðarnefnd samþykkir tillögu að framlengingu samningsins og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
=== 2.Vinnuskóli allt árið ===
2301047
Hugmynd að Vinnuskóla allt árið kynnt. Markmiðið með vinnuskóla allt árið er að auka líkur ungmenna með skerta félagslega færni til virkni og auka möguleika þeirra á atvinnuþátttöku.
Nefndin lýsir yfir áhuga á verkefninu og telur rétt að þróa það áfram.
=== 3.Notendaráð og samráðshópur í málefnum fatlaðs fólks ===
2003205
Á fundi sveitarstjórnar þann 12.janúar var samþykkt að skipa Guðveigu Eyglóardóttur, Bjarney Bjarnadóttur og Thelmu Harðardóttur í notendaráð í málefnum fatlaðs fólks. Óskað hefur verið eftir tilnefningum frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands. Erindisbréf hefur verið uppfært út frá ákvörðun um að nota nafnið Notendaráð í stað Samráðshóp í málefnum fatlaðst fólks. Erindisbréfið lagt fram til kynningar.
Nefndin samþykkir framlagt erindisbréf og vísar því til staðfestingar sveitarstjórnar.
=== 4.Samþætting þjónustu við aldraða ===
2209252
Félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra skipuðu í sumar í verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Skipunarbréfið byggir á áherslum úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir m.a. að tryggja eigi eldra fólki þjónustu við hæfi og mikilvægt sé því að samþætta þjónustu við eldra fólk bæði til að auka lífsgæði þess hóps sem og til að tryggja að þjónustukerfi hér á landi ráði við væntalega fjölgun eldra fólks á næstu árum.
Til stendur að nokkrum sveitarfélögum á landsbyggðinni gefist tækifæri til að verða tilraunasveitarfélög og þrói nýtt skipulag í rekstri öldrunarmála. Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að verða tilraunasveitarfélög þurfa að skila inn umsóknum í febrúar með hugmynum að samþættri þjónustu.
Til stendur að nokkrum sveitarfélögum á landsbyggðinni gefist tækifæri til að verða tilraunasveitarfélög og þrói nýtt skipulag í rekstri öldrunarmála. Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að verða tilraunasveitarfélög þurfa að skila inn umsóknum í febrúar með hugmynum að samþættri þjónustu.
Staða verkefnisins kynnt. Velferðarnefnd lýsir áhuga á að Borgarbyggð sæki um að vera tilraunasveitarfélag um þjónustuna.
=== 5.Félagsstarf aldraðra ===
2007082
Farið yfir stöðuna í málaflokknum. Nú í vetur gætir áhrifa covid á þátttöku minna en gerði síðasta vetur. Mæting og þátttaka í starfinu hefur aukist til muna frá síðasta vetri.
Nefndin fagnar því að virkni í starfinu hafi aukist og leggur áherslu á að upplýsingar um hið fjölbreytta félagsstarf sem í boði er séu aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 6.Stuðningur í húsnæðismálum ===
1607130
Lögð til breyting á reglum um stuðning í húsnæðismálum í Borgarbyggð.
Tillögur að breytingu á reglum um stuðning í húsnæðismálum samþykkt.
=== 7.Jafnréttisáætlun ===
1907031
Kynjakipting í nefndum sveitarfélagsins.
Kynjaskipting í nefndum kynnt. Nefndin leggur til að upplýsingarnar verði aðgegnilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 8.Reglur um fjárhagsaðstoð ===
1401005
Lögð fram tillaga að breytingum um reglum um fjárhagsaðstoð.
Tillögur að breytingu á reglum um stuðning í húsnæðismálum samþykkt.
=== 9.Gjaldskrár félagsþjónustu 2023 ===
2212030
Gjaldskrá vegna aksturs fyrir íbúa búsetuþjónustu.
Tillaga að breytingu á gjaldskrá samþykkt.
=== 10.Trúnaðarbók 2023 ===
2302009
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreidd umsókn/áfrýjun. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Hlöðver Ingi Gunnarsson var á fundinum undir lið 1.
Elísabet Jónsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs var á fundinum undir liðum 1,2 og 3.
Guðbjörg Guðmundsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs var á fundinum undir liðum 4-10.