Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 43. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla samskiptastjóra ===
2112089
Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
=== 2.Málefni Safnahúss Borgarfjarðar ===
2109182
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn og kynnir starfsemi Safnahússins ásamt því að fara yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og almennar upplýsingar um rekstur safnanna.
Nefndin þakkar Þórunni fyrir góða yfirferð á starfsemi Safnahússins. Það er bersýnilega stór og skemmtileg verkefni framundan á árinu og hvetur nefndin íbúa sem og aðra gesti til þess að nýta sér þjónustu Safnahússins og mæta á þá viðburði sem standa öllum til boða.
=== 3.Safnaklasi Vesturlands ===
2204050
Framlagt erindi frá Sigursteini Sigurðssyni, menningarfulltrúa SSV dags. 13. janúar 2023 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir stofnun Safnaklasa Vesturlands. Árgjald félagsins er 60.000 kr.
Safnaklasi Vesturlands er formlegur samstarfsvettvangur fyrir söfn á Vesturlandi sem starfar að sameiginlegum hagsmunum safna í landshlutanum.
Safnaklasi Vesturlands er formlegur samstarfsvettvangur fyrir söfn á Vesturlandi sem starfar að sameiginlegum hagsmunum safna í landshlutanum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir fyrir sitt leyti að vera aðildarfélagi að Safnaklasa Vesturlands sem eigandi að Safnahúsi Borgarfjarðar og þar með greiða fyrir árgjaldið að upphæð 60.000 kr.
Nefndin telur jafnframt mikilvægt að þessi vinna verði kynnt fyrir nefndinni, sveitarstjórn og forstöðumanni menningarmála þegar formleg stofnun hefur átt sér stað.
Nefndin telur jafnframt mikilvægt að þessi vinna verði kynnt fyrir nefndinni, sveitarstjórn og forstöðumanni menningarmála þegar formleg stofnun hefur átt sér stað.
=== 4.Gjaldskrá fyrir Hjálmaklett, félagsheimilin og Óðal ===
2301194
Framlagðar gjaldskrár fyrir Hjálmaklett, félagsheimilin og Óðal fyrir árið 2023.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Nefndin samþykkir framlagðar gjaldskrár með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
=== 5.Gjaldskrá Safnahúss Borgarfjarðar 2023 ===
2211149
Framlögð gjaldskrá fyrir Héraðsbókasafnið.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
=== 6.Grímshús - Óskir um afnot ===
2206170
Á 622. fundi byggðarráðs var framlögð auglýsingar þar sem óskað er eftir rekstraraðilum fyrir Grímshús til lengri og skemmri tíma.
Auglýsingin birtist á heimasíðu Borgarbyggðar 31. janúar sl. og einnig í staðarmiðlinum Skessuhornið í sömu viku. Umsóknarfresturinn rennur út 1. mars nk.
Auglýsingin birtist á heimasíðu Borgarbyggðar 31. janúar sl. og einnig í staðarmiðlinum Skessuhornið í sömu viku. Umsóknarfresturinn rennur út 1. mars nk.
Nefndin fagnar því að Grímshúsið fari aftur í notkun enda vel staðsett hús sem hefur hýst mörg skemmtileg verkefni og viðburði sem hafa auðgað menningarlíf í Borgarbyggð.
Nefndin óskar eftir því að fá að taka þátt í umsóknarferlinu og vali á rekstaraðilum.
Nefndin óskar eftir því að fá að taka þátt í umsóknarferlinu og vali á rekstaraðilum.
=== 7.Páskar 2023 ===
2302001
Umræður um páskaviðburði í Borgarbyggð, en páskahátíðin er að þessu sinni dagana 6. - 10. apríl nk.
Samskiptastjóri bar upp hugmyndir af páskaviðburðum um allt sveitarfélagið sem auðvelt er að koma í framkvæmd, til að mynda páskaeggjaleit, páskaföndur, námskeið í páskaeggjagerð, páskabingó, páskahreyfiviðburði svo fátt eitt sé nefnt.
Nefndin felur samskiptastjóra að vinna að þessum viðburðum með forstöðumanni menningarmála.
Nefndin felur samskiptastjóra að vinna að þessum viðburðum með forstöðumanni menningarmála.
=== 8.Viðburðadagatal fyrir vetrarfrí grunnskólana - 2023 ===
2302008
Samskipastjóri hefur tekið saman hugmyndir af fjölskylduvænum samverustundum í vetrarfríi grunnskólanna sem fyrirhugað er 27. og 28. febrúar nk.
Lögð fram drög af viðburðardagatalinu.
Lögð fram drög af viðburðardagatalinu.
Nefndin fagnar þessu framtaki og hlakkar til að sjá samverudagatalið. Jafnframt hvetur nefndin íbúa til þess að nýta sér þær samverustundir sem standa til boða í Borgarbyggð í vetrafríinu.
Fundi slitið - kl. 10:30.