Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Berugata 8 L135442 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ===
2302024
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála á Berugötu 8 L135442 í Borgarnesi. Áætluð er viðbygging við núverandi hús og verður innangengt úr húsi í skálann. Jafnframt að settar verði upp svalir á núverandi kvist á húsinu. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum Berugötu 6 og 7.
=== 2.Túngata 9 L-133942 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2301076
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi Túngötu 9 L133942. Fyrirhugað er að stækka núverandi hús um 25,3 fm. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum Túngötu 2, 4 og 11.
=== 3.Arnarflöt 6 L231353 - Umsókn um deiliskipulag ===
2301244
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Arnarflöt 6. Breytingin tekur til stækkunar á byggingarreit. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að teknu tilliti til athugasemdum skipulagsfulltrúa, fyrir eigendum Arnarflatar 4.
=== 4.Fyrirspurn um skipulagsmál - Ánastaðir-Mikligarður ===
2301179
Fyrirspurn þessi er unnin fyrir Gunnar Kristófer Pálsson og varðar lóð hans sem verið er að stofna úr landinu Ánastaðir-Mikligarður. Stofnun lóðarinnar er í ferli hjá sveitarfélaginu en ekki lokið. Verkefnið í stuttu máli: Áætlanir eru uppi um að koma fyrir frístundahúsi á lóðinni fyrst um sinn. Þegar fram líða stundir er einnig stefnt á að koma fyrir hesthúsi, skemmu og öðru húsi (gesthúsi). Þessi áform samræmast þeim möguleikum sem landnotkun fyrir landbúnaðarlóðir bíður upp á. Fyrirspurn: Eftir bestu upplýsingum eru breytingar á aðalskipulagi í ferli sem myndu heimila þessa uppbyggingu á lóðinni. Spurt er hvort sækja þurfi um aðalskipulagsbreytingu til að koma þessum áformum í framkvæmd eða munu væntanlegar breytingar ná utan um þau áform sem áætluð eru á lóðinni? Ennfremur er óskað eftir leiðbeiningum um næstu skref, hvort sem sækja þarf um aðalskipulagsbreytingu eða ekki.
Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Ljóst er að áætluð framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
=== 5.Umsókn um byggingarleyfi - Borgarbraut 12 - Lnr. 135462 ===
2212032
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum ásamt lítilli viðbyggingu á Borgarbraut 12 L135462. Sett verða björgunarop í gistirými og gluggi á framhlið stækkaður, 35fm pallur verður byggður við framhlið hússins. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi óskar eftir frekari gögnum með erindinu svo hægt sé að taka afstöðu til grenndarkynningar.
Fundi slitið - kl. 15:00.