Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 114
**114. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 6. febrúar 2023 og hófst hann kl. 16:15.**
**Fundinn sátu:** Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. **Fundargerð ritaði:** Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. **Dagskrá:** **1. Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087**
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri, og Jón Stefán Einarsson frá JEES Arkitektum sátu fundinn undir dagskrárliðnum.
Farið yfir stöðuna á deiliskipulagsvinnunni vegna íbúafundar þar sem skipulagtillagan verður kynnt. Fundurinn fer fram 14. febrúar nk. í Gjánni.
Skipulagsnefnd lýsir yfir ánægju með tillöguna og hvetur áhugasama til að mæta á íbúafundinn þar sem tillagan verður kynnt.
**2. Hönnun sundlaugarsvæðis og aðliggjandi mannvirkja - 2210067**
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir dagskrárliðnum.
Farið yfir forhönnun á sundlaugarsvæðinu.
Skipulagsnefnd lýsir yfir ánægju með vinnuna og hvetur áhugasama til að mæta á íbúafundinn þar sem tillagan verður kynnt þann 14. febrúar nk.
**3. Hverfisskipulag í Grindavík - 2. áfangi - 2211014**
Auglýsingartími skipulagslýsingar fyrir 2. áfanga hverfisskipulags í Grindavík lauk 2. febrúar sl. Þær umsagnir sem bárust lagðar fram til umræðu áður en tillaga verður gerð að viðbrögðum.
Umsagnir bárust frá Skipulagstofnun, Minjastofnun Íslands, Veðurstofu Íslands, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Vegagerðinni. Ekki er þörf á að bregðast sérstaklega við umsögnum frá Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
**4. Heiti á götum við Víðihlíð - 2302016**
Á deiliskipulagi fyrir svæðið við Víðihlíð eru ekki heiti á götum fyrir húsin austan Víðihlíðar. Samkvæmt viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar hefur skipulagsnefnd heimild til að ákveða heiti á götum, vegum, törgum og hverfum.
Skipulagsnefnd samþykkir að gatan sem lóðirnar austan við Víðihlíð standa við skuli heita Birkigerði.
**5. Grindavíkurbraut 9 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2302017**
Eldvörp ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fyrri áfanga að endurbótum baðaðstöðu Bláa Lónsins. Í fyrsta áfanga eru ný gufu- og eimböð á útivistarsvæðinu, ásamt tveimur misháum fossum. Í seinni áfanga, sem sótt verður um byggingarleyfi fyrir síðar, er um að ræða stækkun og endurbætur baðálmu við Bláa Lónið.
Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag.
Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022.
Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
**6. Fyrirspurn um fjarskiptaloftnet í Grindavík - 2302010**
Fyrirspurn frá Íslandsturnum um staðsetningu á fjarskiptaloftneti á Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut 2 lögð fram.
Skipulagsnefnd hafnar því að fjarskiptamastur eða fjarskiploftnet verði sett á þetta svæði. Skipulagsnefnd leggur til við Íslandsturna að þeir skoði að setja upp loftnet við hafnarsvæði. Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu, sbr. dagskrárliður nr. 7 á þessum fundi.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram með það að markmiði að finna stað sem aðilar geta nýtt sameiginlega.
**7. Víkurbraut 25 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2211028**
Málið tekið upp aftur til umræðu í ljósi fyrirspurnar frá Íslandsturnum, sbr. dagskrárliður nr. 6 á þessum fundi.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn um byggingarleyfi við Víkurbraut 25, þ.e. að fjarskiptamastur verði sett við húsið.
Lagt er til að fjarskiptafyrirtækin komi sér saman um staðsetningu á hafnarsvæðinu, sbr. dagskrárliður nr. 6 á þessum fundi.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram með það að markmiði að finna stað sem aðilar geta nýtt sameiginlega.
**8. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125**
Fundargerð svæðiskipulagsnefndar Suðurnesja lögð fram til umfjöllunar og upplýsinga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.
Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023
[Fundur 114](/v/26255)
Bæjarráð / 8. febrúar 2023
[Fundur 1634](/v/26251)
Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023
[Fundur 123](/v/26242)
Bæjarstjórn / 1. febrúar 2023
[Fundur 537](/v/26240)
Skipulagsnefnd / 31. janúar 2023
[Fundur 113](/v/26234)
Bæjarráð / 18. janúar 2023
[Fundur 1633](/v/26217)
Frístunda- og menningarnefnd / 12. janúar 2023
[Fundur 122](/v/26211)
Fræðslunefnd / 11. janúar 2023
[Fundur 126](/v/26210)
Bæjarráð / 11. janúar 2023
[Fundur 1632](/v/26209)
Bæjarstjórn / 11. janúar 2023
[Fundur 536](/v/26208)
Skipulagsnefnd / 10. janúar 2023
[Fundur 112](/v/26204)
Bæjarstjórn / 28. desember 2022
[Fundur 535](/v/26184)
Bæjarráð / 21. desember 2022
[Fundur 1631](/v/26169)
Skipulagsnefnd / 20. desember 2022
[Fundur 111](/v/26165)
Fræðslunefnd / 19. desember 2022
[Fundur 125](/v/26162)
Bæjarstjórn / 14. desember 2022
[Fundur 534](/v/26145)
Hafnarstjórn / 13. desember 2022
[Fundur 487](/v/26144)
Skipulagsnefnd / 7. desember 2022
[Fundur 110](/v/26136)
Bæjarráð / 7. desember 2022
[Fundur 1630](/v/26135)
Bæjarstjórn / 1. desember 2022
[Fundur 533](/v/26129)
Bæjarráð / 23. nóvember 2022
[Fundur 1629](/v/26114)
Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2022
[Fundur 109](/v/26113)
Bæjarráð / 16. nóvember 2022
[Fundur 1628](/v/26093)
Bæjarráð / 10. nóvember 2022
[Fundur 1627](/v/26080)
Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022
[Fundur 108](/v/26076)