Grindavíkurbær
Frístunda- og menningarnefnd - Fundur 116
29.06.2022 - Slóð
**116. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 27. júní 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
**Fundinn sátu: **Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður, Viktor Guðberg Hauksson, aðalmaður, Hulda Kristín Smáradóttir, aðalmaður, Auður Arna Guðfinnsdóttir, aðalmaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs **Fundargerð ritaði:** Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. **Dagskrá:** **1. Kynning á frístunda- og menningarsviði - 2206055**
Varamenn í frístunda- og menningarnefnd þau Anna Elísa Karsldóttir Long, Þórunn Erlingsdóttir og Petra Rós Ólafsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjóri kynnti starfsemi frístunda- og menningarsviðs. Einnig var farið yfir samþykkt fyrir frístunda- og menningarnefnd, samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar og siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar.
**2. Starfsáætlun frístunda- og menningarnefndar 2022-2026 - 2206093**
Rætt var um helstu verkefni frístunda- og menningarnefndar á kjörtímabilinu. Nefndin mun vinna starfsáætlun á fundi í haust.
**3. Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014**
Um miðjan maí var leitað eftir hugmyndum frá íbúum vegna endurhönnunar sundlaugarsvæðisins. Hugmyndir íbúa lagðar fram. Sviðsstjóra falið að vinna úr innsendum hugmyndum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.
**4. Sjóarinn síkáti 2022 - 2201045**
Sjóarinn síkáti fór fram 10.-12. júní sl. Hátíðin var vel sótt og gekk vel fyrir sig. Frístunda- og menningarnefnd þakkar öllum þeim sem komu að hátíðinni í ár fyrir sitt framlag.
**5. Hátíðarhöld 17. júní 2022 - 2205009**
Rætt var um hvernig til tókst með hátíðarhöld í tengslum við 17. júní.
**6. Strandblakvöllur í Grindavík - 2206088**
Lagt fram erindi frá grindvískum keppendum í strandblaki þar sem skorað er á sveitarfélagið að bæta aðstæður til strandblaks í Grindavík. Nefndin leggur til að erindið verði skoðað samhliða vinnu deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið.
**7. Skemmdir á innsiglingarvörðum af völdum jarðskjálfta - 2205265**
Gömlu innsiglingarvörðurnar í Grindavík liggja undir skemmdum vegna jarskjálfta. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
**8. Umsókn um styrk vegna íþróttaafreka - 2205234**
Nökkvi Már Jónsson sækir um fræðslustyrk á grundvelli 7. gr. reglna um styrki vegna íþróttaafreka. Nefndin frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum.
**9. Umsókn um styrk vegna íþróttaafreka - 2205161**
Þorleifur Ólafsson sækir um fræðslustyrk á grundvelli 7. gr. reglna um styrki vegna íþróttaafreka. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 35.000.
**10. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205104**
Grindavíkurkirkja sækir um starfsstyrk fyrir barna- og unglingastarf 2023-2026 í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**11. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205232**
Pílufélag Grindavíkur sækir um starfsstyrk í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**12. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205244**
Listvinafélag Grindavíkur sækir um starfsstyrk 2023-2025 í samræmi við verklagsreglur um úthlutun starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**13. Skil á upplýsingum vegna starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði - Unglingadeildin Hafbjörg - 2205222**
Innsend gögn frá Unglingadeildinni Hafbjörgu vegna starfsstyrks 2022 lögð fram.
**14. Skil á upplýsingum vegna starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði - Hestamannafélagið Brimfaxi - 2205013**
Innsend gögn frá Hestamannafélaginu Brimfaxa vegna starfsstyrks 2022 lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.
Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022
[Fundur 116](/v/25889)
Bæjarráð / 29. júní 2022
[Fundur 1614](/v/25888)
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)