Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1568
==== 16. febrúar 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Hlégarður, tímabundið áfengisleyfi 17.02 ==
[202302100](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302100#ex2kbwt30izzfygqgjndg1)
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi í Hlégarði vegna Herrakvölds Lionsklúbbsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna Herrakvölds Lionsklúbbsins 17. febrúar 2023 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
== 2. Íþróttamiðstöðin Varmá, tímabundið áfengisleyfi ==
[202302177](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302177#ex2kbwt30izzfygqgjndg1)
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi vegna steikarkvölds Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna Steikarkvölds Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni Varmá 11. mars 2023 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
== 3. Stjórnsýsluákæra Dalsgarðs ehf. vegna álagningar gatnagerðargjalda ==
[202201625](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202201625#ex2kbwt30izzfygqgjndg1)
Úrskurður innviðaráðuneytis lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
== 4. Kæra til ÚUA varðandi ákvörðun um að beita ekki þvingunarúrræðum við Bergrúnargötu 9 ==
[202210142](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210142#ex2kbwt30izzfygqgjndg1)
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
== 5. Samkomulag um tímabundin afnot lands vegna lagningar gangstéttar ==
[202302188](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302188#ex2kbwt30izzfygqgjndg1)
Samkomulag um tímabundin afnot af landi vegna lagningar gangstéttar meðfram Reykjavegi lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita þau.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
== 6. Reykjavegur - umferðaröryggi, gatnagerð ==
[202302074](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302074#ex2kbwt30izzfygqgjndg1)
Óskað er eftir heimild bæjaráðs til að bjóða út umferðaröryggisframkvæmdir á Reykjavegi, frá Bjargsvegi að Reykjum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að efna til útboðs á umferðaröryggisframkvæmdum á Reykjavegi, frá Bjargsvegi að Reykjum, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
== 7. Endurnýjun skólalóða - Reykjakot, Nýframkvæmd ==
[202302175](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302175#ex2kbwt30izzfygqgjndg1)
Óskað er eftir heimild bæjaráðs Mosfellsbæjar til útboðs á endurnýjun leikskólalóðar Reykjakots. Einnig er lagt til að ef tilboð verða hagstæð að allir áfangar verði framkvæmdir samhliða á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að efna til útboðs á endurnýjun leikskólalóðar Reykjakots í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs