Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 624. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Flutningur fjölskyldusviðs á Digranesgötu ===
2211085
Flutningur á starfsemi fjölskyldusviðs af Bjarnarbraut yfir á Digranesgötu er afstaðinn og þar með hafa skrifstofur sveitarfélagsins verið sameinaðar undir einu þaki. Kynning á stöðu húsnæðismála sveitarfélagsins við Digranesgötu.
Sveitarstjóri kynnti flutning fjölskyldusviðs af Bjarnarbraut yfir á Digranesgötu en starfsemi ráðhúss Borgarbyggðar er þar með öll komin undir eitt þak. Þá hafa móttaka, þjónustuver og fjármálasvið flust af annarri hæð niður á fyrstu hæð. Á komandi vikum verður hafist handa við að innrétta aðra hæð Digranesgötu. Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð og bindur byggðarráð vonir við að með sameiningu starfsemi undir eitt þak megi efla þjónustu enn frekar ásamt því sem hagkvæmni eykst og vinnustaðamenning styrkist.
=== 2.Tímasetningar strætóferða í Borgarnes ===
2302054
Umræða um tímasetningar strætóferða í Borgarnes á morgnana og hvernig þær nýtast farþegum til að komast til skóla og vinnu.
Byggðarráð fagnar og styður aukna valmöguleika í almenningssamgöngum innan Borgarbyggðar og við nágrannasveitarfélög. Þeir auka lífsgæði íbúa, auðveldar þeim að sækja nám og vinnu innan sveitarfélags og utan og skapa störf án staðsetningar. Almenningssamgöngur gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu framhaldsskóla og háskóla og annarra verðmæta í sveitarfélaginu.
Skólar og aðrir vinnustaðir í Borgarbyggð hafa í auknum mæli almenningssamgöngur til hliðsjónar þegar upphaf og lok vinnudags eru ákveðin. Kennsla í Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) hefst t.a.m. kl. 9.00 á morgnana ekki síst til að auðvelda nemendum úr uppsveitum Borgarbyggðar eða öðrum sveitarfélögum að stunda staðnám. Að þessu leyti hefur MB sérstöðu meðal framhaldsskóla á Íslandi.
Almenningssamgöngur víðast hvar í uppsveitum Borgarbyggðar falla vel að upphafi vinnudags eða skóladags kl. 9.00 en strætó innan Borgarbyggðar stoppar í Borgarnesi kl. 8.55. Sama gildir hins vegar ekki um almenningssamgöngur að sunnan en strætó úr Reykjavík, sem fer í gegnum Akranes, stoppar kl. 9.06 í Borgarnesi.
Sú litla breyting að strætó að myndi stoppa í Borgarnesi u.þ.b. 15 mínútum fyrr myndi auðvelda nemendum utan Borgarbyggðar að stunda staðnám í MB og nýta til þess almenningssamgöngur. Að sama skapi myndi breytingin auðvelda fólki utan Borgarbyggðar að sækja vinnu í MB og aðra vinnustaði í Borgarnesi.
Að mati byggðarráðs er ofangreind breyting á tímatöflu til þess fallin að hafa talsverð jákvæð áhrif á skóla- og atvinnulíf í Borgarbyggð.
Skólar og aðrir vinnustaðir í Borgarbyggð hafa í auknum mæli almenningssamgöngur til hliðsjónar þegar upphaf og lok vinnudags eru ákveðin. Kennsla í Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) hefst t.a.m. kl. 9.00 á morgnana ekki síst til að auðvelda nemendum úr uppsveitum Borgarbyggðar eða öðrum sveitarfélögum að stunda staðnám. Að þessu leyti hefur MB sérstöðu meðal framhaldsskóla á Íslandi.
Almenningssamgöngur víðast hvar í uppsveitum Borgarbyggðar falla vel að upphafi vinnudags eða skóladags kl. 9.00 en strætó innan Borgarbyggðar stoppar í Borgarnesi kl. 8.55. Sama gildir hins vegar ekki um almenningssamgöngur að sunnan en strætó úr Reykjavík, sem fer í gegnum Akranes, stoppar kl. 9.06 í Borgarnesi.
Sú litla breyting að strætó að myndi stoppa í Borgarnesi u.þ.b. 15 mínútum fyrr myndi auðvelda nemendum utan Borgarbyggðar að stunda staðnám í MB og nýta til þess almenningssamgöngur. Að sama skapi myndi breytingin auðvelda fólki utan Borgarbyggðar að sækja vinnu í MB og aðra vinnustaði í Borgarnesi.
Að mati byggðarráðs er ofangreind breyting á tímatöflu til þess fallin að hafa talsverð jákvæð áhrif á skóla- og atvinnulíf í Borgarbyggð.
=== 3.Ágangur búfjár - minnisblað ===
2302022
Framlagt minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um réttarstöðu sveitarfélaga vegna beiðna um smölun vegna ágangs búfjár.
Minnisblað framlagt.
=== 4.Verkfall félagsmanna Eflingar ===
2302064
Verkfall meðal félagsmanna í Eflingu hefur víðtæk áhrif. Sérstaklega er ljóst að verkfall bílstjóra í dreifingu eldsneytis hefur áhrif innan Borgarbyggðar. Umræða um áhrif og möguleg viðbrögð.
Það eru mikil vonbrigði að verkfall skuli skollið á hjá hópi félagsmanna í Eflingu. Verkall flutningabílstjóra og sérstaklega bílstjóra í eldsneytisdreifingu getur haft alvarleg áhrif í Borgarbyggð eins og víðar í samfélaginu. Slökkvilið Borgarbyggðar, Ljósleiðari Borgarbyggðar og sveitarfélagið Borgarbyggð hafa sótt um undanþágu vegna viðbragðsaðila, aksturs félagsþjónustu og skólaaksturs. Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt þær beiðnir. Á þessu stigi er ekki augljóst hvernig útfærsla verður í jafn víðfeðmu sveitarfélagi og Borgarbyggð en sveitarfélagið er reiðubúið að vinna að henni í sátt við Eflingu.
=== 5.Hitaveita Varmalands ===
2112004
Framlögð drög að samningi við Laugaland um kaup á heitu vatni.
Drög að samningi kynnt. Nýting sveitarfélagsins á heitu vatni á Varmalandi og úr borholu í landi Laugarlands á sér langa sögu. Áður en byggðarráð mótar sér afstöðu er þess farið á leit við sveitarstjóra að vinna minnisblað er varðar einstaka atriði samningsdraganna.
=== 6.Tilnefning í stjórn Landbúnaðarsafns íslands ===
1812010
Tilnefning fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands.
Byggðarráð tilnefnir Erlu Rún Rúnarsdóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands. Logi Sigurðsson er tilnefndur sem varamaður.
=== 7.Söfnun dýraleifa samningur 2022-2023 ===
2202057
Framlögð drög að samningi til sex mánaða við HSS Verktak ehf. vegna söfnunar dýraleifa á lögbýlum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan tímabundinn samning við HSS Verktak ehf. um söfnun dýraleifa á lögbýlum og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi að afloknum þessum lið.
Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi að afloknum þessum lið.
=== 8.Vinnuhópur um samstarf slökkviliða á Vesturlandi ===
2302034
Framlagt erindisbréf vinnuhóps um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Óskað er eftir sameiginlegri tilnefningu Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps á fulltrúa í hópinn.
Erindisbréf framlagt. Byggðarráð tilnefnir Lilju Björgu Ágústsdóttir sem fulltrúa Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps í vinnuhópnum með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórna.
=== 9.Ljósleiðari Borgarbyggðar, kynning á stöðu mála ===
2208071
Framkvæmdum við lagningu Ljósleiðara Borgarbyggðar er brátt lokið. Til fundarins mætir Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri mætir til fundarins og fer yfir verkefnið og tækifæri fram á veginn.
Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri Borgarbyggðar vegna lagningar ljósleiðara um Borgarbyggð kom og kynnti stöðu verkefnisins sem nú er brátt á leiðarenda. Þær áætlanir sem lagt var af stað með í upphafi um uppbyggingu ljósleiðarakerfis hafa staðist og styttist í ákvarðanatöku um næstu skref í rekstri kerfisins. Byggðarráð lýsir ánægju með að fjárhagslegar áætlanir hafa staðist en uppbygging kerfisins hefur reynst heillaskref fyrir lífsgæði í Borgarbyggð. Ástæða er til að fagna áfangalokum í vor þegar allir tengistaðir hafa verið tengdir.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið.
=== 10.Bréf til allra sveitarstjórna vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ===
2302058
Framlagt bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf dags. 10. febrúar 2023 varðandi framboð til stjórnar sjóðsins.
Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga framlagt.
=== 11.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022 ===
2302032
Framlagður ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022
Ársreikningur framlagður.
=== 12.Fundargerðir Faxaflóahafna 2022 ===
2210119
Framlagðar fundargerðir Faxaflóahafna sf. nr. 224, 225, 226 og 227.
Fundargerðir framlagðar.
=== 13.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 27. janúar 2023.
Fundargerð framlögð.
=== 14.Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022 ===
2203069
Framlögð 325. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28.11.2022
Fundargerð framlögð.
=== 15.Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 8 ===
2302003F
Fundargerð framlögð.
- Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 8 Byggingarnefnd viðbyggingar við GBF á Kleppjárnsreykjum leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur með fyrirvara um fjárhagslegt hæfi skv. skilyrðum í útboðsgögnum:
Arkitekta- og landslagshönnun: Arkitektastofan OG ehf.
Verkfræðihönnun: Vektor hönnun og ráðgjöf ehf.
=== 16.Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 5 ===
2206024F
Fundargerð framlögð.
- 16.1 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggingarnefnd-ithrottamannvirkja-i-borgarnesi/18885#2110088)Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 5 Framlögð drög að minnisblaði verkefnastjóra Eflu þar sem farið var yfir mögulegan kostnað við mismunandi valkosti. Byggingarnefnd óskar eftir því að minnisblaðið verði klárað á grundvelli umræðna á fundinum. Starfsmanni byggingarnefndar er jafnframt falið að koma á fundi með fulltrúum UMSB og einstakra deilda til þess að ræða þær hugmyndir sem fram hafa komið um uppbyggingu.
Fundi slitið - kl. 11:45.