Húnaþing vestra
Ungmennaráð - 73. Fundur
**Dagskrá.**
**1. Fyrirhuguð lokun á sundlaug vegna framkvæmda.**Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í apríl og greindi frá því að búast má við lokun í þrjá mánuði á sundlaugarsvæði. Rækt, íþróttahús og sturtur verða opnar. Ungmennaráð gerir ekki athugasemdir við að ræktinni verði lokað páskadagana þegar sundlaug er hvort eð er lokuð.
**2. Undirbúningur fundar með sveitarstjórn.**Rætt um hvaða málefni ungmennaráð vill ræða við sveitarstjórn. Eftirfarandi vill ungmennaráð ræða:
- Umgjörð og erindisbréf ungmennaráðs, t.d. fjármál, launamál, mál til umsagnar til ráðsins.
- Heilsueflandi samfélag – áhersluþættir ungmenna.
- Umhverfis- og aðgengismál.
- Kosningaloforð.
Ungmennaráð óskar þess að sveitarstjóri setji fundartíma og greini ungmennaráðsfulltrúum frá honum sem fyrst.
**3. Gangbraut yfir Brekkugötuna.**Ungmennaráð samþykkir að Ástríður Halla Reynisdóttir og Svava Rán Björnsdóttir verði í vinnuhópi ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem móti tillögur um umferðaröryggismál og sorpílát í þéttbýli. Sviðsstjóra er falið að kalla eftir tillögum frá íbúum sem hópurinn mun vinna úr.
** **
Fundi slitið kl. 17.00