Sveitarfélagið Vogar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga - 194. fundur
08.06.2022 - Slóð
[Stjórnsýsla](/is/stjornsysla) [Stjórnkerfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi) [Stjórnskipulag](/is/stjornsysla/stjornsysla) [Gjaldskrár og talnaefni](/is/stjornsysla/gjaldskrar_og_talnaefni) [Vogar](/is/stjornsysla/vogar) [Þjónusta](/is/thjonusta) [Félagsþjónusta](/is/thjonusta/felagsthjonusta) [Ferðaþjónusta](/is/thjonusta/ferdathjonusta) [Íþróttir og tómstundir](/is/thjonusta/irottir-og-tomstundir) [Menntun og fræðsla](/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla) [Skipulag](/is/thjonusta/skipulag) [Önnur skipulagsmál](/is/thjonusta/onnur-skipulagsmal) [Umhverfismál](/is/thjonusta/umhverfismal) [Ýmis þjónusta](/is/thjonusta/ymsar-thjonustur) [Mannlíf](/is/mannlif) [](#)
Í upphafi fundar las forseti upp eftirfarandi yfirlýsingu D og E lista um samstarf 2022 - 2026:
D- listi sjálfstæðismanna og óháðra og E-listi Framboðsfélags E-listans í Sveitarfélaginu Vogum hafa gert með sér samkomulag um samstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, nefndarmanna, starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarbúa. Málefnasamningur byggir á stefnuskrám beggja framboða þar sem lögð er m.a. áhersla á:
Rekstur og stjórnsýsla
* Að viðhafa ábyrga stjórnun fjármuna og stuðla að lækkun skuldahlutfalls sveitarfélagsins.
* Að stuðla að virkri og vandaðri markaðssetningu sveitarfélagsins.
Skipulagsmál
* Að ljúka vinnu við aðalskipulag sveitarfélagsins.
* Að hafnarsvæðið verði endurskipulagt.
* Að sjá til þess að sveitarfélagið eigi ávallt lausar lóðir til úthlutunar.
* Að halda áfram uppbyggingu reið-, hjóla- og göngustíga.
* Að tryggja sveitarfélaginu nýtt vatnsból.
Fræðslumál
* Að grunnskólinn verði heilsueflandi í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi samfélag.
* Að leikskólinn verði aðlagaður að Grænfánaverkefninu.
* Að farið verði í þarfagreiningu á stækkun grunnskóla í takt við þarfir og fjölgun íbúa.
* Að farið verið í þarfagreiningu á stækkun eða byggingu nýs leikskóla í takt við þarfir og fjölgun íbúa.
Umhverfismál
* Að gerð verði umhverfisstefna til að stuðla að markvissri vinnu í umhverfismálum.
Íþrótta og frístundamál
* Að farið verði í frekari uppbyggingu útivistasvæða.
* Að skipulag og kostnaður verði skoðaður vegna uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.
* Að efla félags- og íþróttastarf eldri borgara
* Að hlúa að og styðja við bakið á þeim félagasamtökum sem starfrækt eru í bæjarfélaginu.
Önnur mál
* Að stuðlað verði að aukinni viðveru heilsugæslu í sveitarfélaginu.
* Að halda áfram öflugu samstarf við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum.
* Að halda áfram vinnu við valkostagreiningu á sameiningu sveitarfélagsins.