Hvalfjarðarsveit
Fræðslunefnd 47. fundur
= Fræðslunefnd =
Dagskrá
=== 1.Vor- og haust frístund 2023 ===
2301024
Tillögur að nöfnum á vor- og haust frístund frá nemendum 1.-4. bekk Heiðarskóla.
Fræðslunefnd þakkar nemendum á yngsta stigi Heiðarskóla fyrir góðar tillögur að nýju nafni á vor- og haustfrístund. Nefndin samþykkir að nota nafnið SumarGaman.
=== 2.Kennimerki/Lógó Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar ===
2203037
Tillögur að tveimur kennimerkjum/lógó.
Mikil ánægja er meðal fulltrúa fræðslunefndar með tillögur að nýju kennimerki fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og hefur valið kennimerki sem vísað er til ungmennaráðs, skólaráðs og til starfsmanna Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, til kynningar og umsagnar. Frístunda- og menningarfulltrúa falin frekari úrvinnsla.
=== 3.Skóladagatal Skýjaborgar 2023-2024 ===
2302016
Fara yfir skóladagatal Skýjaborgar 2023-2024 drög.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
=== 4.Skóladagatal Heiðarskóla 2023-2024 ===
2302018
Fara yfir skóladagatal Heiðarskóla 2023-2024 drög.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
=== 5.Óveðursáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar sept 2020 ===
2009036
Uppfæra óveðursáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2023- drög.
Fræðslunefnd samþykkir uppfærslu á Óveðursáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar með áorðnum breytingum. Helstu breytingar lúta að heimild til að seinka skólaakstri og/eða fella niður ákveðnar skólabílaleiðir ef þörf krefur.
Nefndin ræddi einnig um ástand og aðstæður sem skapast geta á vegi 504 - Leirársveitarvegi í tengslum við akstur skólabifreiða. Vegurinn er oft á tíðum gríðarlega háll og hættulegur og um hann fara öll grunnskólabörn sveitarfélagsins. Fræðslunefnd óskar eftir að mannvirkja- og framkvæmdanefnd endurskoði fyrirkomulag hálkuvarna með tilliti til skólastarfs og öryggis nemenda og starfsfólks.
Nefndin ræddi einnig um ástand og aðstæður sem skapast geta á vegi 504 - Leirársveitarvegi í tengslum við akstur skólabifreiða. Vegurinn er oft á tíðum gríðarlega háll og hættulegur og um hann fara öll grunnskólabörn sveitarfélagsins. Fræðslunefnd óskar eftir að mannvirkja- og framkvæmdanefnd endurskoði fyrirkomulag hálkuvarna með tilliti til skólastarfs og öryggis nemenda og starfsfólks.
=== 6.Útboð - Skólaakstur ===
1901173
Skólaakstur-samningur.
Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að framlengja samningi við Skagaverk um skólaakstur í samræmi við ákvæði í samningi.
=== 7.Frístundastefna. ===
2204059
Drög að frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Umræða um drög að frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar. Fræðslunefnd er ánægð með framvindu verkefnisins og kemur áleiðis ábendingum sínum.
=== 8.Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknir ===
2301046
Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Skólaforðun- Ráðgjafahópur Umboðsmanns barna leitar að frásögnum ===
2301050
Skólaforðun-Ráðgjafahópur Umboðsmanns barna leitar af frásögnum.
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. ===
2002048
Barnvæn sveitarfélög.
Í Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar 2022-2030 kemur fram skýr vilji hagaðila um að Hvalfjarðarsveit verði barnvænt sveitarfélag. Fræðslunefndin fagnar því þeim skrefum sem tekin hafa verið í þá átt að undanförnu. Embættismenn stjórnsýslunnar ásamt nefndarmönnum fengu kynningarfræðslu frá UNICEF þann 18. janúar auk þess sem félagsmálastjóri hélt kynningarfund 15. febrúar vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á verkefninu. Áætlað er að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórn á næstunni.
=== 11.Þróunarsjóður námsgagna ===
2302019
Umsóknir í þróunarsjóð námsgagna, sérstök áhersla á málefni flóttafólks.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Eyrún Jóna Reynisdóttir vék af fundi kl. 18:00. Áheyrnafulltrúar véku af fundi kl. 18:30