Húnaþing vestra
Byggðarráð - 1167. fundur
**Afgreiðslur:**
** **
-
** ** **2302020 Ársreikningur Hafnasambandsins 2022 drög. **Lagður fram til kynningar og athugasemda. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við reikninginn.
-
** ** **2302002 Umsókn um lóðina Höfðabraut 37. **Gunnlaugur Agnar Sigurðsson, kt. 261174-3839, sækir um lóðina Höfðabraut 37 undir færanlega steypustöð. Byggðarráð samþykkir að úthluta Gunnlaugi Agnari Sigurðssyni lóðina Höfðabraut 37 til 7 ára. Í lóðaleigusamningnum skulu vera ákvæði um snyrtilega umgengni um lóð.
-
** ** **2302012 Erindi frá Meistaraflokksráði Kormáks/Hvatar. Áður á dagskrá 1166. fundar. **Byggðarráð samþykkir að veita meistaraflokki Kormáks/Hvatar aðgang að líkamsræktaraðstöðu í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga fyrir allt að 5 leikmenn meistaraflokks til 15. september 2023.
-
** ** **2302024 Afskriftarbeiðni. **Lögð fram til kynningar afskriftarbeiðni þing- og sveitarsjóðsgjalda frá Sýslumanni Norðurlands vestra.
-
** ** **2302025 Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. **Lögð fram til kynningar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Áætlunin er til umsagnar með umsagnarfresti til 31. mars 2023. Sveitarstjóra er falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir byggðarráð.
-
** ** **2302027 Minnisblað um störf á fjölskyldusviði. **Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs með tillögu að breytingum á störfum á sviðinu sem miða að bættri þjónustu við nemendur grunn- og leikskóla frá og með næsta skólaári, meðal annars með ráðningu þroskaþjálfa í fullt starf. Tillagan er unnin í samráði við farsældarteymi í hverju skólastjórnendur eiga sæti. Breytingin leiðir ekki til kostnaðarauka en gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun vegna flutnings kostnaðar á milli deilda. Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við fyrirhugaðar breytingar.
*Magnús Magnússon vék af fundi kl. 14:41, Magnús Vignir Eðvaldsson tók við fundarstjórn.*
** 7. 2302030 Erindi frá Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur **þar sem hún fellur frá byggingaráformum og skilar lóðinni að Lindarvegi 12 á Hvammstanga. Lóðin er því laus til úthlutunar að nýju.
*Magnús Magnússon kom aftur til fundar við byggðarráð kl. 14:43 og tók að nýju við stjórnun fundarins. *
** 8. 2302026 Fundargerð 90. fundar stjórnar SSNV frá 7. febrúar 2023 **lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:00.