Mosfellsbær
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 417
==== 22. febrúar 2023 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
== Fundargerð ritaði ==
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup ==
[202302063](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302063#b7ytjee6w0yskwcde5ux9a1)
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Á fundinn mætti Arnar Jónsson forstöðumaður Samskipta og þjónustu og fór yfir helstu niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2022. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu.
== Gestir ==
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar
== 2. Listaskólinn - kynning fyrir fræðslunefnd - febrúar 2023 ==
[202302436](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302436#b7ytjee6w0yskwcde5ux9a1)
Skólastjóri Listaskólans kynnir skóann.
Skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar kynnti starfsemi skólans. Í tónlistardeild skólans eru 358 nemendur og kennt er á 15 hljóðfæri auk annarra hliðargreina ss. raftónlist, söng og fleira. Í Skólahljómsveitinni eru um 100 nemendur og kennt er á öll helstu blásturshljóðfæri og trommur. Fræðslunefnd þakkar skólastjóra afar ánægjulega kynningu.
== Gestir ==
- Helga Þórdis Guðmundsdóttir, skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar
== 3. Endurskoðun á reglum Fræðslu- og frístundasvið 2023 ==
[202301099](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301099#b7ytjee6w0yskwcde5ux9a1)
Tónlistarnám í öðru sveitarfélagi - reglur uppfærðar.
== Gestir ==
- Helga Þórdis Guðmundsdóttir, skólastjóri Listaskóla
== 4. Beiðni um samstarf við Mosfellsbæ ==
[202302327](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302327#b7ytjee6w0yskwcde5ux9a1)
Erindi frá félagasamtökunum Memmm Play um samstarf við Mosfellsbæ um starfsemi opins leikskóla.
Félagasamtökin Memmm Play óska eftir samstarfi við Mosfellsbæ varðandi innleiðingu opins leikskóla í Mosfellsbæ. Óskað er eftir afnotum af húsnæði sem myndi henta opna leikskólanum og fjármagni til að standa undir rekstri. Fræðslunefnd er jákvæð fyrir erindinu og felur framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að afla frekari upplýsinga.