Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 5. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Stekkjarhóll 70- Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2204070
Á 3. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 17. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir sumarhúsi við götuna Stekkjarhóll 70 í landi Stóru-Grafalands L134985. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 18. janúar til og með 17. febrúar 2023. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 2.Umsókn um deiliskipulag - breyting Brekkubyggð 14 L208870 ===
2301014
Á 3. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, þann 17. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi frístundabyggð í landi Bjarnastaða, svæði fimm, frá árinu 2006 m.s.br.
Breytingin tekur til lóðar nr. 14 við götuna Brekkubyggð. Byggingarreitur er stækkaður í austur og vestur um 10 m í hvora átt. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.
Kynnt var frá 18.1.23 til og með 17.2.23 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
Breytingin tekur til lóðar nr. 14 við götuna Brekkubyggð. Byggingarreitur er stækkaður í austur og vestur um 10 m í hvora átt. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.
Kynnt var frá 18.1.23 til og með 17.2.23 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bjarnastaða, svæði fimm, frá árinu 2006 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 04.01.2023. Breytingin tekur til lóðar nr. 14 við götuna Brekkubyggð. Byggingarreitur er stækkaður í austur og vestur um 10 m í hvora átt. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir. Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Fundi slitið - kl. 10:00.